Bakhjarl Brexit hitti Rússa oftar en hann hefur viðurkennt Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 08:27 Banks hefur smám saman þurft að gangast við sífellt fleiri fundum með rússneska sendiherranum. Hann hefur engar skýringar gefið á misræminu í frásögn sinni. Vísir/EPA Stærsti fjárhagslegi stuðningsmaður Brexit-herferðarinnar í Bretlandi hitti sendiherra Rússlands í London að minnsta kosti ellefu sinnum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 og mánuðina tvo á eftir. Auðkýfingurinn hefur ítrekað þurft að gangast við fleiri fundum með Rússum eftir að hafa upphaflega aðeins sagst hafa hitt sendiherrann einu sinni. Arron Banks lagði meira fé í baráttuna fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en nokkur annar. Talið er að hann hafi lagt um tólf milljónir punda í Brexit-herferðina. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um samskipti hans og tengsl við sendiherra Rússlands í London að undanförnu en þeir fundir voru tíðari en Banks hefur viljað viðurkenna. Sumir þeirra áttu sér stað á lykilstundum baráttunnar fyrir Brexit. Nú segir breska blaðið The Observer að Banks hafi hitt sendiherrann minnst ellefu sinnum, það er sjö sinnum oftar en Banks hefur áður viðurkennt. Gögn sem blaðið hefur undir höndum benda til þess að fundirnir gætu hafa verið enn fleiri. Þegar samskiptin voru fyrst borin undir Banks sagði hann aðeins hafa átt einn „blautan hádegisverð“ með sendiherranum. Síðar sagði hann þingnefnd sem rannsakaði falsfréttir að fundirnir hefðu verið tveir eða þrír. Í viðtali við New York Times í síðustu viku viðurkenndi Banks svo að þeir heðfu verið fjórir en gaf engar skýringar á misræminu. Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins hafa samskiptin til skoðunar. Í Bandaríkjunum hafa vangaveltur verið um að Banks og félagar hans hafi getað verið milligöngumenn á milli Rússa og forsetaframboðs Donalds Trump. Banks og félaga hans var meðal annars boðinn hlutur í gullnámu af rússneskum athafnamanni sem sendiherrann kynnti þá fyrir. Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Stærsti fjárhagslegi stuðningsmaður Brexit-herferðarinnar í Bretlandi hitti sendiherra Rússlands í London að minnsta kosti ellefu sinnum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 og mánuðina tvo á eftir. Auðkýfingurinn hefur ítrekað þurft að gangast við fleiri fundum með Rússum eftir að hafa upphaflega aðeins sagst hafa hitt sendiherrann einu sinni. Arron Banks lagði meira fé í baráttuna fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en nokkur annar. Talið er að hann hafi lagt um tólf milljónir punda í Brexit-herferðina. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað um samskipti hans og tengsl við sendiherra Rússlands í London að undanförnu en þeir fundir voru tíðari en Banks hefur viljað viðurkenna. Sumir þeirra áttu sér stað á lykilstundum baráttunnar fyrir Brexit. Nú segir breska blaðið The Observer að Banks hafi hitt sendiherrann minnst ellefu sinnum, það er sjö sinnum oftar en Banks hefur áður viðurkennt. Gögn sem blaðið hefur undir höndum benda til þess að fundirnir gætu hafa verið enn fleiri. Þegar samskiptin voru fyrst borin undir Banks sagði hann aðeins hafa átt einn „blautan hádegisverð“ með sendiherranum. Síðar sagði hann þingnefnd sem rannsakaði falsfréttir að fundirnir hefðu verið tveir eða þrír. Í viðtali við New York Times í síðustu viku viðurkenndi Banks svo að þeir heðfu verið fjórir en gaf engar skýringar á misræminu. Rannsakendur beggja vegna Atlantshafsins hafa samskiptin til skoðunar. Í Bandaríkjunum hafa vangaveltur verið um að Banks og félagar hans hafi getað verið milligöngumenn á milli Rússa og forsetaframboðs Donalds Trump. Banks og félaga hans var meðal annars boðinn hlutur í gullnámu af rússneskum athafnamanni sem sendiherrann kynnti þá fyrir.
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15 Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Samskipti „slæmu stráka Brexit“ við Rússa og Trump til skoðunar Spurningar hafa vaknað um hvort að Brexit-liðar hafi verið milliliðir fyrir samskipti á milli framboðs Donalds Trump og Rússa eftir Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016. 2. júlí 2018 12:15
Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Forsvarsmenn Leave.EU samtakanna funduðu ítrekað með rússneskum embættismönnum í aðdraganda þjóðarakvæðagreiðslunnar um Brexit. 10. júní 2018 10:00