ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 09:14 Trump amast við tollum sem ESB leggur á bandaríska bíla og vill svara með verndartollum. Vísir/EPA Jyrki Katainen, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að það muni bregðast við ef Donald Trump Bandaríkjaforseti stendur við hótanir sínar og hækkar tolla á evrópska bíla. Hlutabréf í evrópskum bílaframleiðendum féllu eftir hótanir Trump. Bandaríska viðskiptaráðuneytið rannsakar nú hvort að innflutningur á bílum ógni þjóðaröryggi. Það hefur verið átylla sem ríkisstjórn Trump hefur notað til þess að leggja háa verndartolla á innflutt stál og ál. Trump hótaði því á föstudag að leggja 20% toll á alla bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ESB ef sambandið fellir ekki niður tolla á bandaríska bíla. Reuters-fréttastofan segir Bandaríkin leggi nú 2,5% toll á bíla sem fluttir eru inn frá ESB og 25% á innflutta pallbíla. ESB leggi 10% toll á bandaríska bíla. Katainen segir að ESB muni ekki eiga annarra kosta völ en að svara í sömu mynt ef Trump stendur við stóru orðin. Hann sagðist þó ekki hafa áhuga á viðskiptastríði við Bandaríkin og hvatti til þess að báðir aðilar drægju úr spennunni sem ríkt hefur undanfarnar vikur. Viðskiptaráð Bandaríkjanna er á meðal þeirra sem hafa varað Trump við því að leggja tollana á. Þeir muni aðeins skaða bílaiðnaðinn sem tollunum er að nafninu til ætlað að vernda og geti efnt til viðskiptastríðs. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Jyrki Katainen, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að það muni bregðast við ef Donald Trump Bandaríkjaforseti stendur við hótanir sínar og hækkar tolla á evrópska bíla. Hlutabréf í evrópskum bílaframleiðendum féllu eftir hótanir Trump. Bandaríska viðskiptaráðuneytið rannsakar nú hvort að innflutningur á bílum ógni þjóðaröryggi. Það hefur verið átylla sem ríkisstjórn Trump hefur notað til þess að leggja háa verndartolla á innflutt stál og ál. Trump hótaði því á föstudag að leggja 20% toll á alla bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ESB ef sambandið fellir ekki niður tolla á bandaríska bíla. Reuters-fréttastofan segir Bandaríkin leggi nú 2,5% toll á bíla sem fluttir eru inn frá ESB og 25% á innflutta pallbíla. ESB leggi 10% toll á bandaríska bíla. Katainen segir að ESB muni ekki eiga annarra kosta völ en að svara í sömu mynt ef Trump stendur við stóru orðin. Hann sagðist þó ekki hafa áhuga á viðskiptastríði við Bandaríkin og hvatti til þess að báðir aðilar drægju úr spennunni sem ríkt hefur undanfarnar vikur. Viðskiptaráð Bandaríkjanna er á meðal þeirra sem hafa varað Trump við því að leggja tollana á. Þeir muni aðeins skaða bílaiðnaðinn sem tollunum er að nafninu til ætlað að vernda og geti efnt til viðskiptastríðs.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira