Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 19:01 Harley-Davidson er einn þekktasti mótorhjólaframleiðandi heims. Vísir/EPA Mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson ætlar að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum vegna tolla sem Evrópusambandið hefur lagt á innflutning á mótorhjólum hans. Tollarnir voru svar ESB við verndartollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta á innflutt ál og stál. Forsvarsmenn Harley-Davidson áætla að tollar ESB kosti fyrirtækið 90-100 milljónir dollara á ári. Verð á hverju mótorhjóli muni hækka um 2.200 dollara, jafnvirði um 238 þúsund íslenskra króna, í Evrópu vegna 25% tolls sem ESB hefur lagt á þau. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um fimm prósentustig í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið segist engu að síður ekki ætla að hækka verð til umboðsaðila þar sem það telur að slíkar verðhækkanir myndu valda skyndilegum og varanlegum skaða fyrir vörumerkið í Evrópu. Trump forseti vísaði til þjóðaröryggis þegar hann lagði verndartolla á evrópskt stál og ál. Tollunum er ennfremur ætlað að verja störf í Bandaríkjunum. Fram að þessu hafa tollarnir hins vegar haft þveröfug áhrif á starfsemi Harley-Davidson í Bandaríkjunum. Fyrir utan kostnaðinn af viðbrögðum ESB nú sögðu forsvarsmenn bifhjólaframleiðandans að tollarnir á innflutt stál og og ál myndu auka kostað um 15-20 milljónir dollara á þessu ári. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson ætlar að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum vegna tolla sem Evrópusambandið hefur lagt á innflutning á mótorhjólum hans. Tollarnir voru svar ESB við verndartollum Donalds Trump Bandaríkjaforseta á innflutt ál og stál. Forsvarsmenn Harley-Davidson áætla að tollar ESB kosti fyrirtækið 90-100 milljónir dollara á ári. Verð á hverju mótorhjóli muni hækka um 2.200 dollara, jafnvirði um 238 þúsund íslenskra króna, í Evrópu vegna 25% tolls sem ESB hefur lagt á þau. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um fimm prósentustig í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið segist engu að síður ekki ætla að hækka verð til umboðsaðila þar sem það telur að slíkar verðhækkanir myndu valda skyndilegum og varanlegum skaða fyrir vörumerkið í Evrópu. Trump forseti vísaði til þjóðaröryggis þegar hann lagði verndartolla á evrópskt stál og ál. Tollunum er ennfremur ætlað að verja störf í Bandaríkjunum. Fram að þessu hafa tollarnir hins vegar haft þveröfug áhrif á starfsemi Harley-Davidson í Bandaríkjunum. Fyrir utan kostnaðinn af viðbrögðum ESB nú sögðu forsvarsmenn bifhjólaframleiðandans að tollarnir á innflutt stál og og ál myndu auka kostað um 15-20 milljónir dollara á þessu ári.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira