Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2018 16:02 Trump tók á móti forsvarsmönnum og starfsmönnum Harley-Davidson fyrr á árinu. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. Segir hann að framleiðsla fyrirtækisins verði „skattlögð sem aldrei fyrr“. Rekja má ákvörðun Harley-Davidson um að flytja framleiðsluna frá Bandaríkjunum til tolla sem Evrópusambandið hefur lagt á innflutning á mótorhjólum. Tollarnir voru hluti af aðgerðum ESB vegna verndartolla Trumps á innflutt ál og stál.Forsvarsmenn Harley-Davidson áætla að tollar ESB kosti fyrirtækið 90-100 milljónir dollara á ári. Verð á hverju mótorhjóli muni hækka um 2.200 dollara, jafnvirði um 238 þúsund íslenskra króna, í Evrópu vegna 25 prósenta tolls sem ESB hefur lagt á þau. Trump gagnrýndi áætlanir Harley Davidson harðlega á Twitter fyrr í dag og varði ákvarðanir bandarískra yfirvalda um verndartolla á innflutt stál og ál. „Harley Davidson hjól ætti aldrei að vera framleitt í öðru ríki. Aldrei. Starfsmenn þeirra og viðskiptavinir eru nú þegar mjög reiðir við þá. Ef þeir fara þá verður það upphaf endalokanna fyrir þá. Þeir gáfust upp, þeir hættu! Áran verður farin og við munum skattleggja þá sem aldrei fyrr!,“ tísti Trump í dag.....We are getting other countries to reduce and eliminate tariffs and trade barriers that have been unfairly used for years against our farmers, workers and companies. We are opening up closed markets and expanding our footprint. They must play fair or they will pay tariffs!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018 A Harley-Davidson should never be built in another country-never! Their employees and customers are already very angry at them. If they move, watch, it will be the beginning of the end - they surrendered, they quit! The Aura will be gone and they will be taxed like never before!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018 Sagði Trump að áætlanir bandarískra yfirvalda snerust um að fá önnur ríki til að minnka eða leggja niður tolla og viðskiptahindranir sem hafi verið beitt á ósanngjarnan hátt á bandarískar vörur og framleiðslu og hafi bitnað á bændum, verkamönnum og fyrirtækjum. Segir hann að þær áætlanir séu að ganga eftir og markaðir séu að opnast fyrir bandarískar vörur.Í umfjöllun Financial Times um málið segir hins vegar að flestir viðskiptaríki Bandaríkjanna hafi valið að fara sömu leið og ESB vegna verndartolla Bandaríkjanna. Stefna þeirra sé að svara í sömu mynt fremur en að láta undan kröfum bandarískra yfirvalda.Harley Davidsson er einn þekktasti mótorhjólaframleiðandi heims.Vísir/GettyLýsandi fyrir stöðu bandarískra fyrirtækja vegna stefnu forsetans Staða Harley-Davidson var orðin nokkuð þröng að mati hagfræðings hjá Peterson-stofnunni sem segir hana lýsandi fyrir þann vanda sem fyrirtæki í Bandaríkjunum standi frammi fyrir vegna stefnu Trump í alþjóðaviðskiptum. Býst hann við að fleiri fyrirtæki muni feta í fótspor Harley Davidson. Í fyrsta lagi stóð Harley-Davison frammi fyrir hækkandi framleiðslukostnaði vegna tolla á innfluttu áli og stáli, í öðru lagi bitnaði svar ESB-ríkja við tollum Trump á fyrirtækinu á sama tíma og samkeppnisaðilar Harley-Davidson í Evrópu hafi getað nýtt sér hagstæða viðskiptasamninga ESB við stór markaðssvæði á borð við Japan. Því sé ákvörðun framleiðandas um að flytja hluta framleiðslunnar frá Bandaríkjunum skiljanleg. Framleiðsla Harley-Davidson fer að mestu fram í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og fulltrúi ríkisins þar, segir að rekja megi ákvörðun framleiðandans beint til verndartolla Trumps. „Besta leiðin til þess að aðstoða bandaríska verkamenn, neytendur og framleiðendur er að opna nýja markaði, ekki reisa múra fyrir okkar eigin markað,“ sagði Ryan. Donald Trump ESB-málið Tengdar fréttir ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. Segir hann að framleiðsla fyrirtækisins verði „skattlögð sem aldrei fyrr“. Rekja má ákvörðun Harley-Davidson um að flytja framleiðsluna frá Bandaríkjunum til tolla sem Evrópusambandið hefur lagt á innflutning á mótorhjólum. Tollarnir voru hluti af aðgerðum ESB vegna verndartolla Trumps á innflutt ál og stál.Forsvarsmenn Harley-Davidson áætla að tollar ESB kosti fyrirtækið 90-100 milljónir dollara á ári. Verð á hverju mótorhjóli muni hækka um 2.200 dollara, jafnvirði um 238 þúsund íslenskra króna, í Evrópu vegna 25 prósenta tolls sem ESB hefur lagt á þau. Trump gagnrýndi áætlanir Harley Davidson harðlega á Twitter fyrr í dag og varði ákvarðanir bandarískra yfirvalda um verndartolla á innflutt stál og ál. „Harley Davidson hjól ætti aldrei að vera framleitt í öðru ríki. Aldrei. Starfsmenn þeirra og viðskiptavinir eru nú þegar mjög reiðir við þá. Ef þeir fara þá verður það upphaf endalokanna fyrir þá. Þeir gáfust upp, þeir hættu! Áran verður farin og við munum skattleggja þá sem aldrei fyrr!,“ tísti Trump í dag.....We are getting other countries to reduce and eliminate tariffs and trade barriers that have been unfairly used for years against our farmers, workers and companies. We are opening up closed markets and expanding our footprint. They must play fair or they will pay tariffs!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018 A Harley-Davidson should never be built in another country-never! Their employees and customers are already very angry at them. If they move, watch, it will be the beginning of the end - they surrendered, they quit! The Aura will be gone and they will be taxed like never before!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018 Sagði Trump að áætlanir bandarískra yfirvalda snerust um að fá önnur ríki til að minnka eða leggja niður tolla og viðskiptahindranir sem hafi verið beitt á ósanngjarnan hátt á bandarískar vörur og framleiðslu og hafi bitnað á bændum, verkamönnum og fyrirtækjum. Segir hann að þær áætlanir séu að ganga eftir og markaðir séu að opnast fyrir bandarískar vörur.Í umfjöllun Financial Times um málið segir hins vegar að flestir viðskiptaríki Bandaríkjanna hafi valið að fara sömu leið og ESB vegna verndartolla Bandaríkjanna. Stefna þeirra sé að svara í sömu mynt fremur en að láta undan kröfum bandarískra yfirvalda.Harley Davidsson er einn þekktasti mótorhjólaframleiðandi heims.Vísir/GettyLýsandi fyrir stöðu bandarískra fyrirtækja vegna stefnu forsetans Staða Harley-Davidson var orðin nokkuð þröng að mati hagfræðings hjá Peterson-stofnunni sem segir hana lýsandi fyrir þann vanda sem fyrirtæki í Bandaríkjunum standi frammi fyrir vegna stefnu Trump í alþjóðaviðskiptum. Býst hann við að fleiri fyrirtæki muni feta í fótspor Harley Davidson. Í fyrsta lagi stóð Harley-Davison frammi fyrir hækkandi framleiðslukostnaði vegna tolla á innfluttu áli og stáli, í öðru lagi bitnaði svar ESB-ríkja við tollum Trump á fyrirtækinu á sama tíma og samkeppnisaðilar Harley-Davidson í Evrópu hafi getað nýtt sér hagstæða viðskiptasamninga ESB við stór markaðssvæði á borð við Japan. Því sé ákvörðun framleiðandas um að flytja hluta framleiðslunnar frá Bandaríkjunum skiljanleg. Framleiðsla Harley-Davidson fer að mestu fram í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og fulltrúi ríkisins þar, segir að rekja megi ákvörðun framleiðandans beint til verndartolla Trumps. „Besta leiðin til þess að aðstoða bandaríska verkamenn, neytendur og framleiðendur er að opna nýja markaði, ekki reisa múra fyrir okkar eigin markað,“ sagði Ryan.
Donald Trump ESB-málið Tengdar fréttir ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14
Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01