Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 17:53 Bíllinn sem Fields ók inn í hóp gagnmótmælenda. Hann drap eina konu og slasaði fjölda annarra. Vísir/Getty Rúmlega tvítugur karlmaður sem ók inn í hóp gagnmótmælenda samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi. Kona lést þegar maðurinn ók bíl sínum yfir hana. James A. Fields yngri er ákærður fyrir hatursglæp sem leiddi til dauða Heather Heyer, 32 ára gamals gagnmótmælanda og 28 hatursglæpi til viðbótar sem ollu alvarlegu líkamstjóni og voru tilraun til manndráps að mati dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman í Charlottesville í Virginíu í ágúst í fyrra. Að nafninu til var tilefni samkomunnar mótmæli gegn því að yfirvöld hygðust fjarlægja styttu af Robert E. Lee, herforingja suðurríkjanna úr bandaríska borgarastríðinu. Öfgamennirnir hrópuðu ýmis hatursslagorð, þar á meðal gegn gyðingum og samkynhneigðum. Til átaka kom á milli þeirra og gagnmótmælenda sem andæfðu kynþáttahatri og slógust fylkingarnar á torgum og götum. Þau enduðu með því að Fields ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í göngugötu. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í dag að ákæran gegn Fields sendi skýr skilaboð til allra þeirra sem hygðu á glæpi í Bandaríkjunum að þeir yrðu sóttir til saka af hörku fyrir hatursglæpi sem ógnuðu grunngildum þjóðarinnar. Yfirmaður Sessions, Donald Trump forseti, var sakaður um að senda ekki skýr skilaboð í kjölfar atburðanna í Charlottesville. Trump þagði þunnu hljóði um atburðina í nokkra daga. Eftir að hafa með semingi sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi ofbeldið kenndi Trump „báðum hliðum“ um ofbeldið. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Draumórar um að aka niður mótmælendur hafa verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum færðust í aukana fyrir nokkrum árum. 16. ágúst 2017 11:26 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem ók inn í hóp gagnmótmælenda samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra hefur verið ákærður fyrir hatursglæpi. Kona lést þegar maðurinn ók bíl sínum yfir hana. James A. Fields yngri er ákærður fyrir hatursglæp sem leiddi til dauða Heather Heyer, 32 ára gamals gagnmótmælanda og 28 hatursglæpi til viðbótar sem ollu alvarlegu líkamstjóni og voru tilraun til manndráps að mati dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman í Charlottesville í Virginíu í ágúst í fyrra. Að nafninu til var tilefni samkomunnar mótmæli gegn því að yfirvöld hygðust fjarlægja styttu af Robert E. Lee, herforingja suðurríkjanna úr bandaríska borgarastríðinu. Öfgamennirnir hrópuðu ýmis hatursslagorð, þar á meðal gegn gyðingum og samkynhneigðum. Til átaka kom á milli þeirra og gagnmótmælenda sem andæfðu kynþáttahatri og slógust fylkingarnar á torgum og götum. Þau enduðu með því að Fields ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í göngugötu. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í dag að ákæran gegn Fields sendi skýr skilaboð til allra þeirra sem hygðu á glæpi í Bandaríkjunum að þeir yrðu sóttir til saka af hörku fyrir hatursglæpi sem ógnuðu grunngildum þjóðarinnar. Yfirmaður Sessions, Donald Trump forseti, var sakaður um að senda ekki skýr skilaboð í kjölfar atburðanna í Charlottesville. Trump þagði þunnu hljóði um atburðina í nokkra daga. Eftir að hafa með semingi sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi ofbeldið kenndi Trump „báðum hliðum“ um ofbeldið.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Draumórar um að aka niður mótmælendur hafa verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum færðust í aukana fyrir nokkrum árum. 16. ágúst 2017 11:26 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Fox deildi myndbandi um hvernig ætti að keyra á mótmælendur Draumórar um að aka niður mótmælendur hafa verið áberandi á hægri væng bandarískra stjórnmála frá því að mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum færðust í aukana fyrir nokkrum árum. 16. ágúst 2017 11:26
Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49
Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21