Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júní 2018 12:38 Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. vísir/getty Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. Þetta segir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en yfirlýsing hans kemur rúmlega hálfum sólarhring áður en þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hittast á sögulegum fundi í Singapúr á þriðjudag. Fundurinn hefst klukkan níu að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Á vef Guardian segir að Pompeo hafi ekki farið nánar út í það hvað gæti falist í þeim griðasamningi sem Trump myndi bjóða Kim en sagði þó ljóst að samkomulagið myndi ganga lengra en loforð sem Bandaríkin gáfu Norður-Kóreu árið 2005. „Við erum tilbúnir til að gefa Norður-Kóreumönnum ákveðin loforð svo þeir geti hafið afkjarnorkuvæðingu. Vð erum tilbúnir til að fara í aðgerðir sem munu veita þeim fullvissu um að þeir geti farið í kjarnorkuafvopnun áhyggjulausir um að hún muni ekki enda illa fyrir þá,“ sagði Pompeo við blaðamenn fyrr í dag og bætti við að Bandaríkin væru tilbúin að gefa Norður-Kóreu loforð sem væru öðruvísi en áður hefði verið gert. Yfirvöld í Pyongyang sjá kjarnorkuafvopnun sem ferli sem tekið er skref fyrir skref þar sem bæði Bandaríkin og Norður-Kórea taki skref í átt að því fjarlæga lokamarkmiði sem væri alger kjarnorkuafvopnun. Trump hefur áður lýst því yfir að hann krefjist algjörrar kjarnorkuafvopnunar Norður-Kóreu þar sem yfirvöldum í Pyongyang yrði umbunað með tryggingum í öryggismálum fari þau í einhliða aðgerðir með kjarnorkuafvopnun að markmiði. Eftir því sem nær hefur dregið fundi þeirra Kim hefur forsetinn hins vegar ekki tekið jafn djúpt í árinni og gefið því undir fótinn að viðræðurnar gætu verið opnar í annan endann með fleiri samningaviðræðum í framtíðinni. Á Twitter í dag sagði Pompeo síðan að Bandaríkin stæðu föst á því að Norður-Kórea skuli fara í algjöra kjarnorkuafvopnun. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim mættur til Singapúr Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 10. júní 2018 08:48 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur. 9. júní 2018 16:17 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. Þetta segir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en yfirlýsing hans kemur rúmlega hálfum sólarhring áður en þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hittast á sögulegum fundi í Singapúr á þriðjudag. Fundurinn hefst klukkan níu að staðartíma, eða klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Á vef Guardian segir að Pompeo hafi ekki farið nánar út í það hvað gæti falist í þeim griðasamningi sem Trump myndi bjóða Kim en sagði þó ljóst að samkomulagið myndi ganga lengra en loforð sem Bandaríkin gáfu Norður-Kóreu árið 2005. „Við erum tilbúnir til að gefa Norður-Kóreumönnum ákveðin loforð svo þeir geti hafið afkjarnorkuvæðingu. Vð erum tilbúnir til að fara í aðgerðir sem munu veita þeim fullvissu um að þeir geti farið í kjarnorkuafvopnun áhyggjulausir um að hún muni ekki enda illa fyrir þá,“ sagði Pompeo við blaðamenn fyrr í dag og bætti við að Bandaríkin væru tilbúin að gefa Norður-Kóreu loforð sem væru öðruvísi en áður hefði verið gert. Yfirvöld í Pyongyang sjá kjarnorkuafvopnun sem ferli sem tekið er skref fyrir skref þar sem bæði Bandaríkin og Norður-Kórea taki skref í átt að því fjarlæga lokamarkmiði sem væri alger kjarnorkuafvopnun. Trump hefur áður lýst því yfir að hann krefjist algjörrar kjarnorkuafvopnunar Norður-Kóreu þar sem yfirvöldum í Pyongyang yrði umbunað með tryggingum í öryggismálum fari þau í einhliða aðgerðir með kjarnorkuafvopnun að markmiði. Eftir því sem nær hefur dregið fundi þeirra Kim hefur forsetinn hins vegar ekki tekið jafn djúpt í árinni og gefið því undir fótinn að viðræðurnar gætu verið opnar í annan endann með fleiri samningaviðræðum í framtíðinni. Á Twitter í dag sagði Pompeo síðan að Bandaríkin stæðu föst á því að Norður-Kórea skuli fara í algjöra kjarnorkuafvopnun.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim mættur til Singapúr Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 10. júní 2018 08:48 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur. 9. júní 2018 16:17 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Kim mættur til Singapúr Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 10. júní 2018 08:48
Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53
Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur. 9. júní 2018 16:17