Þolinmæði þrautir vinnur allar Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júní 2018 08:15 Glódís Perla Viggósdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagna marki þeirrar fyrrnefndu fyrir Ísland þegar liðið lagði Slóveníu að velli í leik liðanna í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Vísir/Andri Marinó Ísland er komið á topp riðils síns í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en liðið tyllti sér á toppinn með 2-0 sigri gegn Slóveníu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Mörk Íslands komu úr nokkuð óvæntri átt, en það var Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður liðsins, sem skoraði bæði mörkin. Hún hefur nú skorað fimm mörk í 68 landsleikjum, en þetta voru fyrstu mörk hennar í þessari undankeppni. Ísland lék í fyrsta skipti án fyrirliða síns, Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, í mótsleik síðan hún gat ekki leikið með liðinu vegna veikinda þegar liðið mætti Frakklandi haustið 2009 í leik í undankeppni HM 2011. Guðbjörg Gunnarsdóttir tók við stöðu Söru Bjarkar sem fyrirliði liðsins og Selma Sól Magnúsdóttir leysti hana af inni á miðsvæðinu. Selma Sól var að byrja sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska liðið, en hún kom inn á sem varamaður í fyrri leik liðanna í Slóveníu og hefur þess utan leikið fjóra vináttulandsleiki. Selma spilaði vel inni á miðsvæðinu og kórónaði svo flottan leik sinn með því að leggja upp annað mark Íslands í leiknum. Hornspyrna hennar rataði beint á kollinn á Glódísi Perlu sem stangaði boltann í netið. Íslenska liðinu gekk illa að skapa sér opin marktækifæri framan af leiknum, en Harpa Þorsteinsdóttir fékk besta færi liðsins í fyrri hálfleik. Skot hennar af stuttu færi eftir góðan undirbúning Ingibjargar Sigurðardóttur hafnaði í fanginu á Zölu Mersnik, hinum 17 ára gamla markverði slóvenska liðsins. Uppspilið gekk ekki nógu smurt hjá leikmönnum íslenska liðsins í fyrri hálfleik og oft og tíðum vantaði vandvirkni í sendingar þegar svæði sköpuðust til þess að spila inn í. Ísland fékk aftur á móti fjölmörg horn og föst leikatriði í fyrri hálfleik sem liðið náði hins vegar ekki að nýta. Ingibjörgu og Öglu Maríu tókst best upp í því að finna svæði bak við þéttan varnarmúr Slóveníu í fyrri hálfleik, en samherjum þeirra tókst ekki að færa sér fyrirgjafir þeirra í nyt. Leikmenn íslenska liðsins mættu hins vegar af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og Glódís Perla kom Íslandi yfir eftir um það bil tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Hún fékk þá góða fyrirgjöf frá Hallberu Gísladóttur og skoraði af miklu harðfylgi. Það hlaut svo að koma að því að Íslandi næði að nýta eina af þeim fjölmörgu hornspyrnum sem liðið fékk í leiknum, en annað mark liðsins kom eftir eina slíka rúmum tíu mínútum síðar. Ísland komst upp fyrir Þýskaland með þessum sigri, en íslenska liðið hefur 16 stig í toppsætinu og Þýskaland er í öðru sæti riðilsins með 15 stig. Liðin mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Ísland vann frækinn sigur þegar liðið mætti Þjóðverjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni. Liðið sem verður í efsta sæti riðilsins kemst beint í lokakeppni HM, en þau fjögur með bestan árangur í riðlunum sjö í undankeppninni fara svo í umspil um tvö laus sæti. Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni HM í knattspyrnu kvenna, en liðið er í fínni stöðu til þess að brjóta blað í sögu íslenskrar kvennaknattspyrnu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Ísland er komið á topp riðils síns í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en liðið tyllti sér á toppinn með 2-0 sigri gegn Slóveníu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Mörk Íslands komu úr nokkuð óvæntri átt, en það var Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður liðsins, sem skoraði bæði mörkin. Hún hefur nú skorað fimm mörk í 68 landsleikjum, en þetta voru fyrstu mörk hennar í þessari undankeppni. Ísland lék í fyrsta skipti án fyrirliða síns, Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, í mótsleik síðan hún gat ekki leikið með liðinu vegna veikinda þegar liðið mætti Frakklandi haustið 2009 í leik í undankeppni HM 2011. Guðbjörg Gunnarsdóttir tók við stöðu Söru Bjarkar sem fyrirliði liðsins og Selma Sól Magnúsdóttir leysti hana af inni á miðsvæðinu. Selma Sól var að byrja sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska liðið, en hún kom inn á sem varamaður í fyrri leik liðanna í Slóveníu og hefur þess utan leikið fjóra vináttulandsleiki. Selma spilaði vel inni á miðsvæðinu og kórónaði svo flottan leik sinn með því að leggja upp annað mark Íslands í leiknum. Hornspyrna hennar rataði beint á kollinn á Glódísi Perlu sem stangaði boltann í netið. Íslenska liðinu gekk illa að skapa sér opin marktækifæri framan af leiknum, en Harpa Þorsteinsdóttir fékk besta færi liðsins í fyrri hálfleik. Skot hennar af stuttu færi eftir góðan undirbúning Ingibjargar Sigurðardóttur hafnaði í fanginu á Zölu Mersnik, hinum 17 ára gamla markverði slóvenska liðsins. Uppspilið gekk ekki nógu smurt hjá leikmönnum íslenska liðsins í fyrri hálfleik og oft og tíðum vantaði vandvirkni í sendingar þegar svæði sköpuðust til þess að spila inn í. Ísland fékk aftur á móti fjölmörg horn og föst leikatriði í fyrri hálfleik sem liðið náði hins vegar ekki að nýta. Ingibjörgu og Öglu Maríu tókst best upp í því að finna svæði bak við þéttan varnarmúr Slóveníu í fyrri hálfleik, en samherjum þeirra tókst ekki að færa sér fyrirgjafir þeirra í nyt. Leikmenn íslenska liðsins mættu hins vegar af meiri krafti inn í seinni hálfleikinn og Glódís Perla kom Íslandi yfir eftir um það bil tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Hún fékk þá góða fyrirgjöf frá Hallberu Gísladóttur og skoraði af miklu harðfylgi. Það hlaut svo að koma að því að Íslandi næði að nýta eina af þeim fjölmörgu hornspyrnum sem liðið fékk í leiknum, en annað mark liðsins kom eftir eina slíka rúmum tíu mínútum síðar. Ísland komst upp fyrir Þýskaland með þessum sigri, en íslenska liðið hefur 16 stig í toppsætinu og Þýskaland er í öðru sæti riðilsins með 15 stig. Liðin mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Ísland vann frækinn sigur þegar liðið mætti Þjóðverjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni. Liðið sem verður í efsta sæti riðilsins kemst beint í lokakeppni HM, en þau fjögur með bestan árangur í riðlunum sjö í undankeppninni fara svo í umspil um tvö laus sæti. Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni HM í knattspyrnu kvenna, en liðið er í fínni stöðu til þess að brjóta blað í sögu íslenskrar kvennaknattspyrnu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira