Facebook vill ekki ræða launamun kynjanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. júní 2018 11:45 Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri Facebook stýrir daglegum rekstri fyrirtækisins. Vísir/EPA Natasha Lamb, sem stýrir sjóði sem er hluthafi í Facebook, fær ekki áheyrn hjá stjórnendum fyrirtækisins því hún er ekki nógu „kurteis.“ Lamb lýsir raunum sínum í aðsendri grein í Financial Times. Sjóðurinn hennar, Arjuna Capital, hefur stýrt herferð til að setja þrýsting á 20 stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum til að taka á launamun kynjanna. Arjuna Capital er með 250 milljónir dollara í stýringu og er í samstarfi við mjög stóra fjárfesta í Facebook þar á meðal lífeyrissjóði í New York-fylki og Illinois. Önnur fyrirtæki vestanhafs hafa tekið athugasemdum sjóðsins alvarlega og hafa hitt Lamb á fundum til að ræða þessi vandamál tengd launamun kynjanna. Facebook hefur hins vegar virt Lamb að vettugi og er að hennar sögn fyrsta fyrirtækið sem það gerir. Starfsfólk Facebook hafi beðið þangað til daginn fyrir ársfund fyrirtækisins til að ræða við Lamb símleiðis. Lamb segir að hún hafi því á ársfundi Facebook nýtt tækifærið og lýst áhyggjum fjárfesta ekki aðeins af launamun kynjanna meðal starfsfólks Facebook heldur einnig getuleysi Facebook til að taka á falsfréttum, hatursáróðri sem blómstri á samfélagsmiðlinum og hvernig miðillinn hefur verið misnotaður til að hafa áhrif á úrslit kosninga. Lamb spurði á ársfundinum hvers vegna fyrirtækið hafi ekki svarað hluthöfum sínum. Mörg þúsund milljarðar af markaðsverðmæti Facebook þurrkuðust út í mars vegna frétta um að fyrirtækið Cambridge Analytica hefði misnotað persónupplýsingar 50 milljóna Bandaríkjamanna af Facebook. Lamb segir í grein sinni að stjórnendur Facebook, þeirra á meðal Mark Zuckerberg, hafi neitað að svara athugasemdum hennar á fundinum. Henni hafi hins vegar verið boðið að ræða einslega við Elliot Schrage sem er aðstoðarframkvæmdastjóri samskiptamála hjá Facebook. Schrage hafi tjáð Lamb að fyrirtækið neitaði að svara athugasemdum hennar því hún væri ekki nógu „kurteis.“ Facebook á sér nú þegar langa sögu um að virða að vettugi athugasemdir sjálfstæðra fjárfesta. Flókinn uppbygging hlutafjár í félaginu tryggir Marck Zuckerberg 53 prósent atkvæðisrétt í félaginu þrátt fyrir að hann eigi aðeins 14 prósenta hlut. Þetta er svipuð aðferðafræði og Google notar. Stofnendur hafa miklu meiri völd en hlutafjáreign þeirra segir til um. „Fjögur ár í röð hafa tveir þriðju hlutar sjálfstæðra fjárfesta greitt atkvæði með tillögu um að breyta samþykktum Facebook þannig að atkvæðisréttur í félaginu endurspegli hlutafjáreign með það fyrir augum að minnka völd Zuckerberg en hann hefur alltaf kveðið þessar tilraunir í kútinn. James McRitchie, hluthafi sem styður breytingar sem endurspegla atkvæðisrétt í samræmi við hlutafjáreign, sagði á ársfundinum að Facebook ætti á hættu á að breytast í fyrirtækjaeinræði (e. corporate dictatorship),“ skrifar Lamb. Hún segist hafa verið gáttuð á viðbrögðum Schrage sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdastjóri Facebook, Sheryl Sandberg, hafi leitt hreyfingu til að valdefla konur með því að banna orðið "bossy". Hún segist ekki geta ímyndað sér aðstæður þar sem karlkyns stjórnandi hjá félagi hunsi karlkyns hluthafa með slíkri afsökun. Stjórnendur fyrirtækja láti margt flakka um fjárfesta eins og Bill Ackman og Carl Icahn, sem séu tilbúnir að vera með læti og rugga bátum en að þeir séu ekki nógu „kurteisir“ eða „indælir“ sé ekki eitt af þeim. Það sé staðreynd að Arjuna sjóðurinn sé lítill en lífeyrissjóður New York fylkis sé með 200 milljarða dollara í stýringu.Grein Natöshu Lamb í Financial Times. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Natasha Lamb, sem stýrir sjóði sem er hluthafi í Facebook, fær ekki áheyrn hjá stjórnendum fyrirtækisins því hún er ekki nógu „kurteis.“ Lamb lýsir raunum sínum í aðsendri grein í Financial Times. Sjóðurinn hennar, Arjuna Capital, hefur stýrt herferð til að setja þrýsting á 20 stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum til að taka á launamun kynjanna. Arjuna Capital er með 250 milljónir dollara í stýringu og er í samstarfi við mjög stóra fjárfesta í Facebook þar á meðal lífeyrissjóði í New York-fylki og Illinois. Önnur fyrirtæki vestanhafs hafa tekið athugasemdum sjóðsins alvarlega og hafa hitt Lamb á fundum til að ræða þessi vandamál tengd launamun kynjanna. Facebook hefur hins vegar virt Lamb að vettugi og er að hennar sögn fyrsta fyrirtækið sem það gerir. Starfsfólk Facebook hafi beðið þangað til daginn fyrir ársfund fyrirtækisins til að ræða við Lamb símleiðis. Lamb segir að hún hafi því á ársfundi Facebook nýtt tækifærið og lýst áhyggjum fjárfesta ekki aðeins af launamun kynjanna meðal starfsfólks Facebook heldur einnig getuleysi Facebook til að taka á falsfréttum, hatursáróðri sem blómstri á samfélagsmiðlinum og hvernig miðillinn hefur verið misnotaður til að hafa áhrif á úrslit kosninga. Lamb spurði á ársfundinum hvers vegna fyrirtækið hafi ekki svarað hluthöfum sínum. Mörg þúsund milljarðar af markaðsverðmæti Facebook þurrkuðust út í mars vegna frétta um að fyrirtækið Cambridge Analytica hefði misnotað persónupplýsingar 50 milljóna Bandaríkjamanna af Facebook. Lamb segir í grein sinni að stjórnendur Facebook, þeirra á meðal Mark Zuckerberg, hafi neitað að svara athugasemdum hennar á fundinum. Henni hafi hins vegar verið boðið að ræða einslega við Elliot Schrage sem er aðstoðarframkvæmdastjóri samskiptamála hjá Facebook. Schrage hafi tjáð Lamb að fyrirtækið neitaði að svara athugasemdum hennar því hún væri ekki nógu „kurteis.“ Facebook á sér nú þegar langa sögu um að virða að vettugi athugasemdir sjálfstæðra fjárfesta. Flókinn uppbygging hlutafjár í félaginu tryggir Marck Zuckerberg 53 prósent atkvæðisrétt í félaginu þrátt fyrir að hann eigi aðeins 14 prósenta hlut. Þetta er svipuð aðferðafræði og Google notar. Stofnendur hafa miklu meiri völd en hlutafjáreign þeirra segir til um. „Fjögur ár í röð hafa tveir þriðju hlutar sjálfstæðra fjárfesta greitt atkvæði með tillögu um að breyta samþykktum Facebook þannig að atkvæðisréttur í félaginu endurspegli hlutafjáreign með það fyrir augum að minnka völd Zuckerberg en hann hefur alltaf kveðið þessar tilraunir í kútinn. James McRitchie, hluthafi sem styður breytingar sem endurspegla atkvæðisrétt í samræmi við hlutafjáreign, sagði á ársfundinum að Facebook ætti á hættu á að breytast í fyrirtækjaeinræði (e. corporate dictatorship),“ skrifar Lamb. Hún segist hafa verið gáttuð á viðbrögðum Schrage sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdastjóri Facebook, Sheryl Sandberg, hafi leitt hreyfingu til að valdefla konur með því að banna orðið "bossy". Hún segist ekki geta ímyndað sér aðstæður þar sem karlkyns stjórnandi hjá félagi hunsi karlkyns hluthafa með slíkri afsökun. Stjórnendur fyrirtækja láti margt flakka um fjárfesta eins og Bill Ackman og Carl Icahn, sem séu tilbúnir að vera með læti og rugga bátum en að þeir séu ekki nógu „kurteisir“ eða „indælir“ sé ekki eitt af þeim. Það sé staðreynd að Arjuna sjóðurinn sé lítill en lífeyrissjóður New York fylkis sé með 200 milljarða dollara í stýringu.Grein Natöshu Lamb í Financial Times.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira