Lokahnykkurinn Hörður Ægisson skrifar 15. júní 2018 10:00 Í fyrsta sinn frá því að allt fjármálakerfið hrundi fyrir tíu árum er íslenskur banki á leið á hlutabréfamarkað. Þegar Arion banki verður skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í dag, föstudag, mun bankinn verða næststærsta fyrirtækið í Kauphöllinni – aðeins Marel er stærra – með markaðsvirði upp á um 135 milljarða. Skráning bankans markar upphafið að lokahnykknum í endurreisn íslensks fjármálakerfis. Eignarhald á bönkunum mun á komandi árum færast úr höndum slitabúa og ríkisins til virkra hluthafa, erlendra sem og innlendra fagfjárfesta. Það er í senn tímabært og æskilegt. Fyrir liggur að Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital selja við skráninguna umtalsverðan hlut í Arion banka á genginu 0,67 fyrir hverja krónu af eigin fé. Það er lægra verð en væntingar höfðu áður verið um – meðalverð á vel reknum norrænum bönkum er til samanburðar um 1,3 með tilliti til eigin fjár – og það þýðir jafnframt að stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkisins verður af þeim sökum minna en ella. Sú niðurstaða þarf þó ekki að koma mjög á óvart, allra síst stjórnvöldum, enda hefur sú pólitíska stefna verið mörkuð að íslenskir bankar skuli greiða margfalt hærri opinberar álögur en þekkist almennt hjá bönkum í okkar nágrannaríkjum. Afleiðing þessa birtist í óviðunandi arðsemi sem aftur skilar sér í því að fjárfestar kaupa ekki í bönkum nema þeir fái umtalsverðan afslátt. Útboð og skráning Arion banka, þar sem bjóða þurfti fjárfestum upp á afar hagstætt verð til að fá þá að borðinu, undirstrikar þennan raunveruleika. Það er því í besta falli til marks um misskilning eða vanþekkingu þegar því er haldið fram af sumum þingmönnum að verið sé að selja hlutabréfin á undirverði í sömu andrá og þeir hinir sömu gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áform um að lækka bankaskattinn í skrefum 2020 til 2023. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Ljóst er að skatturinn, sem leggst á heildarskuldir fjármálafyrirtækja, ásamt öðrum sértækum sköttum – þeir nema samtals um 14 milljörðum á þessu ári – hefur afar neikvæð áhrif á afkomu bankanna. Arðsemi Arion í fyrra, sem var nánast á pari við ávöxtun af áhættulausum ríkisskuldabréfum, hefði þannig verið um 20 prósentum hærri ef ekki væri fyrir hina sértæku skattlagningu. Við þetta bætist að Íslendingar hafa gengið þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum ásamt því að beita meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Niðurstaðan af þessu öllu saman er dýrasta bankakerfi í Evrópu með tilheyrandi auknum fjármögnunarkostnaði heimila og fyrirtækja og minni framleiðni. Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að selja hluti ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka. Væntingar eru um að fyrstu skrefin verði tekin á næsta ári og þar hlýtur ætlunin að vera sú að skattgreiðendur, sem eiga þessa banka, fái sem hæst verð fyrir þær eignir. Verðlagning á Arion banka í nýafstöðnu útboði er hins vegar áminning um að það sé réttast að stilla slíkum væntingum í hóf. Ríkið getur nefnilega ekki bæði átt kökuna og borðað hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn frá því að allt fjármálakerfið hrundi fyrir tíu árum er íslenskur banki á leið á hlutabréfamarkað. Þegar Arion banki verður skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í dag, föstudag, mun bankinn verða næststærsta fyrirtækið í Kauphöllinni – aðeins Marel er stærra – með markaðsvirði upp á um 135 milljarða. Skráning bankans markar upphafið að lokahnykknum í endurreisn íslensks fjármálakerfis. Eignarhald á bönkunum mun á komandi árum færast úr höndum slitabúa og ríkisins til virkra hluthafa, erlendra sem og innlendra fagfjárfesta. Það er í senn tímabært og æskilegt. Fyrir liggur að Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital selja við skráninguna umtalsverðan hlut í Arion banka á genginu 0,67 fyrir hverja krónu af eigin fé. Það er lægra verð en væntingar höfðu áður verið um – meðalverð á vel reknum norrænum bönkum er til samanburðar um 1,3 með tilliti til eigin fjár – og það þýðir jafnframt að stöðugleikaframlag Kaupþings til ríkisins verður af þeim sökum minna en ella. Sú niðurstaða þarf þó ekki að koma mjög á óvart, allra síst stjórnvöldum, enda hefur sú pólitíska stefna verið mörkuð að íslenskir bankar skuli greiða margfalt hærri opinberar álögur en þekkist almennt hjá bönkum í okkar nágrannaríkjum. Afleiðing þessa birtist í óviðunandi arðsemi sem aftur skilar sér í því að fjárfestar kaupa ekki í bönkum nema þeir fái umtalsverðan afslátt. Útboð og skráning Arion banka, þar sem bjóða þurfti fjárfestum upp á afar hagstætt verð til að fá þá að borðinu, undirstrikar þennan raunveruleika. Það er því í besta falli til marks um misskilning eða vanþekkingu þegar því er haldið fram af sumum þingmönnum að verið sé að selja hlutabréfin á undirverði í sömu andrá og þeir hinir sömu gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áform um að lækka bankaskattinn í skrefum 2020 til 2023. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Ljóst er að skatturinn, sem leggst á heildarskuldir fjármálafyrirtækja, ásamt öðrum sértækum sköttum – þeir nema samtals um 14 milljörðum á þessu ári – hefur afar neikvæð áhrif á afkomu bankanna. Arðsemi Arion í fyrra, sem var nánast á pari við ávöxtun af áhættulausum ríkisskuldabréfum, hefði þannig verið um 20 prósentum hærri ef ekki væri fyrir hina sértæku skattlagningu. Við þetta bætist að Íslendingar hafa gengið þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum ásamt því að beita meira íþyngjandi aðferðum við útreikninga á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Niðurstaðan af þessu öllu saman er dýrasta bankakerfi í Evrópu með tilheyrandi auknum fjármögnunarkostnaði heimila og fyrirtækja og minni framleiðni. Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að selja hluti ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka. Væntingar eru um að fyrstu skrefin verði tekin á næsta ári og þar hlýtur ætlunin að vera sú að skattgreiðendur, sem eiga þessa banka, fái sem hæst verð fyrir þær eignir. Verðlagning á Arion banka í nýafstöðnu útboði er hins vegar áminning um að það sé réttast að stilla slíkum væntingum í hóf. Ríkið getur nefnilega ekki bæði átt kökuna og borðað hana.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun