Berst fyrir því að nota kannabis í NFL Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júní 2018 06:00 James í leik með Tampa Bay vísir/getty Bandaríski NFL leikmaðurinn Mike James segist þurfa að neyta kannabisefna til þess að spila íþróttina og vill fá leyfi til þess að spila með kannabis í blóðinu. James, sem er samningslaus eins og er, hefur lagt inn formlega beiðni um undanþágu frá banni á kannabis. Beiðninni var hafnað vegna ófullnægjandi sannanna um að hann þyrfti í raun á efnunum að halda en James á enn í viðræðum við forráðamenn deildarinnar. „Það að leggja inn beiðnina var mikil áhætta og gæti hafa kostað mig ferilinn,“ sagði James við BBC. „En þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera. Ég er í þeirri stöðu að ég verð að gera þetta til að endurheimta líf mitt og ég get hjálpað leikmönnunum í deildinni með þessu.“ James var valinn sjötti í nýliðavalinu árið 2013 af Tampa Bay Buccaneers en hann brotnaði á ökkla á sínu fyrsta tímabili og hefur ferill hans aldrei náð almennilega af stað eftir það þar sem James hefur glímt við mikla verki í ökklanum síðan þá og varð háður verkjalyfjum. „Ég datt í þann pakka að gera hvað sem ég gat til þess að komast inn á völlinn en ég var farin að hafa skaðleg áhrif á líf mitt fyrir utan völlinn. Fíkn er erfiður sjúkdómur en kannabis gefur mér annan valkost.“ Kannabis er löglegt í Flórídafylki og segir James neyslu þess hafa hjálpað sér mjög mikið að slá á verkina og fíknina. Efnið er hins vegar ekki leyfilegt í NFL deildinni. James segir að þrátt fyrir að efnið sé ólöglegt sé líklega meira en helmingur leikmanna deildarinnar sem noti kannabis og margir styðji við bakið á honum í baráttunni við að fá að nota kannabis. NFL Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Bandaríski NFL leikmaðurinn Mike James segist þurfa að neyta kannabisefna til þess að spila íþróttina og vill fá leyfi til þess að spila með kannabis í blóðinu. James, sem er samningslaus eins og er, hefur lagt inn formlega beiðni um undanþágu frá banni á kannabis. Beiðninni var hafnað vegna ófullnægjandi sannanna um að hann þyrfti í raun á efnunum að halda en James á enn í viðræðum við forráðamenn deildarinnar. „Það að leggja inn beiðnina var mikil áhætta og gæti hafa kostað mig ferilinn,“ sagði James við BBC. „En þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera. Ég er í þeirri stöðu að ég verð að gera þetta til að endurheimta líf mitt og ég get hjálpað leikmönnunum í deildinni með þessu.“ James var valinn sjötti í nýliðavalinu árið 2013 af Tampa Bay Buccaneers en hann brotnaði á ökkla á sínu fyrsta tímabili og hefur ferill hans aldrei náð almennilega af stað eftir það þar sem James hefur glímt við mikla verki í ökklanum síðan þá og varð háður verkjalyfjum. „Ég datt í þann pakka að gera hvað sem ég gat til þess að komast inn á völlinn en ég var farin að hafa skaðleg áhrif á líf mitt fyrir utan völlinn. Fíkn er erfiður sjúkdómur en kannabis gefur mér annan valkost.“ Kannabis er löglegt í Flórídafylki og segir James neyslu þess hafa hjálpað sér mjög mikið að slá á verkina og fíknina. Efnið er hins vegar ekki leyfilegt í NFL deildinni. James segir að þrátt fyrir að efnið sé ólöglegt sé líklega meira en helmingur leikmanna deildarinnar sem noti kannabis og margir styðji við bakið á honum í baráttunni við að fá að nota kannabis.
NFL Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira