Vítahringur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. júní 2018 07:00 Á síðustu metrum þingsins fyrir sumarfrí virðist stjórnarmeirihlutinn ætla að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert er ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld fari úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan hefur boðað málþóf. Réttlætingin er kunnugleg, veiðigjaldið dragi úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Þótt stærri útgerðir geti að einhverju leyti staðið af sér slíkar sviptingar komi þetta sérstaklega niður á þeim smærri, en fram kemur í frumvarpi með lögunum að aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört – um tæp 60 prósent á tólf árum. Harmakvein útgerðarinnar þekkja Íslendingar vel. Áður fyrr var það leyst með gengisfellingu krónunnar. Útgerðin gat þá haldið uppteknum hætti með sitt ódýra vinnuafl og framleiðslukostnað. Sjávarútvegurinn græddi en almenningur tapaði, og fann fyrir því áþreifanlega með veikari krónu á ferðum sínum erlendis og dýrum innfluttum varningi. Sem betur fer heyra gengisfellingar í þágu einstakra atvinnugreina sögunni til. Lækkun veiðigjalda er hins vegar náskylt fyrirbæri. Tæki hins opinbera til að hygla atvinnurekstri sem enga aðstoð þarf. Staðreyndin er að samkvæmt opinberum tölum er arðsemi eigna í sjávarútvegi meiri en tíðkast í öðrum geirum. Árið 2016 var hún 13 prósent en til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25 prósent árið 2012. Lækkunin er auðvitað til komin vegna styrkingar krónunnar. Ástæða þess að arðsemi í sjávarútvegi er meiri en í öðrum atvinnugreinum er sú að útgerðin greiðir ekkert gjald sem heitið getur fyrir vörur sínar. Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir lagerinn og klæðskerinn fyrir efnið sem fer í flíkina. Útgerðarmenn greiða hins vegar smánarlegt gjald fyrir fiskinn í sjónum. Auðvitað má ekki blása á sjónarmið um að styðja eigi við smærri útgerðir í dreifðum byggðum landsins. Þess vegna skýtur skökku við að langstærsti hluti lækkunarinnar fari í vasa stærstu útgerðanna, jafnvel þótt svokallaðan persónuafslátt eigi að hækka á þær smærri. Þessi aðgerð snertir ekkert fílinn í herberginu, íslensku krónuna. Ef útgerðarmönnum væri alvara með því að laga ástandið til langs tíma væru þeir auðvitað að beita sér fyrir upptöku annars og stöðugri gjaldmiðils. Til þess hafa þeir það hins vegar alltof gott. Þeir eru einfaldlega vanir að njóta ávaxtanna meðan krónan er veik, en velta vandamálinu annað um leið og hún styrkist. Þeir stjórnarþingmenn, og rétt er að minna á að spegla allan hinn pólitíska ás, sem beita sér fyrir skammsýnisaðgerðum á borð við þessa skyndilegu lækkun veiðigjalda ættu að virða spegilmynd sína vel fyrir sér. Engin von er um að sátt skapist um þetta gamla þrætuepli íslenskra stjórnmála meðan óþarfa skyndilausnir sem þessar eru bornar á borð. Útgerðarmenn, eins og aðrir, eiga að greiða sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Alveg sama þótt eigandinn sé íslenska þjóðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu metrum þingsins fyrir sumarfrí virðist stjórnarmeirihlutinn ætla að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert er ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld fari úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan hefur boðað málþóf. Réttlætingin er kunnugleg, veiðigjaldið dragi úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Þótt stærri útgerðir geti að einhverju leyti staðið af sér slíkar sviptingar komi þetta sérstaklega niður á þeim smærri, en fram kemur í frumvarpi með lögunum að aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört – um tæp 60 prósent á tólf árum. Harmakvein útgerðarinnar þekkja Íslendingar vel. Áður fyrr var það leyst með gengisfellingu krónunnar. Útgerðin gat þá haldið uppteknum hætti með sitt ódýra vinnuafl og framleiðslukostnað. Sjávarútvegurinn græddi en almenningur tapaði, og fann fyrir því áþreifanlega með veikari krónu á ferðum sínum erlendis og dýrum innfluttum varningi. Sem betur fer heyra gengisfellingar í þágu einstakra atvinnugreina sögunni til. Lækkun veiðigjalda er hins vegar náskylt fyrirbæri. Tæki hins opinbera til að hygla atvinnurekstri sem enga aðstoð þarf. Staðreyndin er að samkvæmt opinberum tölum er arðsemi eigna í sjávarútvegi meiri en tíðkast í öðrum geirum. Árið 2016 var hún 13 prósent en til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25 prósent árið 2012. Lækkunin er auðvitað til komin vegna styrkingar krónunnar. Ástæða þess að arðsemi í sjávarútvegi er meiri en í öðrum atvinnugreinum er sú að útgerðin greiðir ekkert gjald sem heitið getur fyrir vörur sínar. Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir lagerinn og klæðskerinn fyrir efnið sem fer í flíkina. Útgerðarmenn greiða hins vegar smánarlegt gjald fyrir fiskinn í sjónum. Auðvitað má ekki blása á sjónarmið um að styðja eigi við smærri útgerðir í dreifðum byggðum landsins. Þess vegna skýtur skökku við að langstærsti hluti lækkunarinnar fari í vasa stærstu útgerðanna, jafnvel þótt svokallaðan persónuafslátt eigi að hækka á þær smærri. Þessi aðgerð snertir ekkert fílinn í herberginu, íslensku krónuna. Ef útgerðarmönnum væri alvara með því að laga ástandið til langs tíma væru þeir auðvitað að beita sér fyrir upptöku annars og stöðugri gjaldmiðils. Til þess hafa þeir það hins vegar alltof gott. Þeir eru einfaldlega vanir að njóta ávaxtanna meðan krónan er veik, en velta vandamálinu annað um leið og hún styrkist. Þeir stjórnarþingmenn, og rétt er að minna á að spegla allan hinn pólitíska ás, sem beita sér fyrir skammsýnisaðgerðum á borð við þessa skyndilegu lækkun veiðigjalda ættu að virða spegilmynd sína vel fyrir sér. Engin von er um að sátt skapist um þetta gamla þrætuepli íslenskra stjórnmála meðan óþarfa skyndilausnir sem þessar eru bornar á borð. Útgerðarmenn, eins og aðrir, eiga að greiða sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Alveg sama þótt eigandinn sé íslenska þjóðin.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun