Myndi engu breyta Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2018 15:53 Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. Hann hefur ekki beðið Monicu Lewinsky persónulega afsökunar, tuttugu árum eftir að samband þeirra skók heiminn og leiddi til þess að vantrauststillaga gegn honum var lögð fram á þinginu. Lewinsky var á þessum tíma starfsnemi í Hvíta húsinu. Þegar fregnir af sambandi þeirra bárust neitaði Clinton í fyrstu en viðurkenndi framhjáhaldið seinna meir. Þegar hann var spurður í morgun hvort hann myndi nálgast málið öðruvísi í dag sagði hann svo ekki vera „þrátt fyrir #MeToo hreyfinguna“. „Því fólk myndi notast við staðreyndir en ekki ímyndun. Ef staðreyndirnar væru þær sömu myndi ég ekki gera neitt öðruvísi,“ sagði Clinton í viðtali í þættinum Today á NBC. Forsetinn fyrrverandi var þar mættur til þess að kynna bókina The President is Missins sem hann skrifaði með rithöfundinum fræga James Petterson.Varðandi afsökunarbeiðni til Lewinsky sagðist Clinton hafa beðist ítrekað afsökunar með opinberum hætti og þar á meðal til Lewinsky. Hann hefði aldrei séð tilefni til að tala við hana persónulega og taldi hann ekki skulda henni afsökunarbeiðni. Clinton, sem einnig þurfti að eiga við sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir ljóst að ef Demókrati byggi í Hvíta húsinu væru umræður vegna vantrauststillögu þegar hafnar.„Ég held að ef hlutverkunum væri skipt, nú er ég bara að tala eftir minni reynslu, að ef Demókrati væri forseti og þessar sömu staðreyndir væru til staðar, flestir sem ég þekki í Washington trúa að vantrauststillaga væri þegar til umræðu.“ Rússarannsóknin svokallaða hefur leitt til 75 ákæra, fimm játanna og einnar sakfellingar. Bandaríkin Tengdar fréttir Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu. 14. september 2012 08:09 Munir úr eigu Moniku Lewinsky á uppboði Meðal muna sem boðnir verða upp eru svartur náttkjóll og bréf undirritað af Clinton til Lewinsky. 26. júní 2013 08:06 Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum. 9. mars 2007 16:51 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. Hann hefur ekki beðið Monicu Lewinsky persónulega afsökunar, tuttugu árum eftir að samband þeirra skók heiminn og leiddi til þess að vantrauststillaga gegn honum var lögð fram á þinginu. Lewinsky var á þessum tíma starfsnemi í Hvíta húsinu. Þegar fregnir af sambandi þeirra bárust neitaði Clinton í fyrstu en viðurkenndi framhjáhaldið seinna meir. Þegar hann var spurður í morgun hvort hann myndi nálgast málið öðruvísi í dag sagði hann svo ekki vera „þrátt fyrir #MeToo hreyfinguna“. „Því fólk myndi notast við staðreyndir en ekki ímyndun. Ef staðreyndirnar væru þær sömu myndi ég ekki gera neitt öðruvísi,“ sagði Clinton í viðtali í þættinum Today á NBC. Forsetinn fyrrverandi var þar mættur til þess að kynna bókina The President is Missins sem hann skrifaði með rithöfundinum fræga James Petterson.Varðandi afsökunarbeiðni til Lewinsky sagðist Clinton hafa beðist ítrekað afsökunar með opinberum hætti og þar á meðal til Lewinsky. Hann hefði aldrei séð tilefni til að tala við hana persónulega og taldi hann ekki skulda henni afsökunarbeiðni. Clinton, sem einnig þurfti að eiga við sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir ljóst að ef Demókrati byggi í Hvíta húsinu væru umræður vegna vantrauststillögu þegar hafnar.„Ég held að ef hlutverkunum væri skipt, nú er ég bara að tala eftir minni reynslu, að ef Demókrati væri forseti og þessar sömu staðreyndir væru til staðar, flestir sem ég þekki í Washington trúa að vantrauststillaga væri þegar til umræðu.“ Rússarannsóknin svokallaða hefur leitt til 75 ákæra, fimm játanna og einnar sakfellingar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu. 14. september 2012 08:09 Munir úr eigu Moniku Lewinsky á uppboði Meðal muna sem boðnir verða upp eru svartur náttkjóll og bréf undirritað af Clinton til Lewinsky. 26. júní 2013 08:06 Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum. 9. mars 2007 16:51 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45
Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu. 14. september 2012 08:09
Munir úr eigu Moniku Lewinsky á uppboði Meðal muna sem boðnir verða upp eru svartur náttkjóll og bréf undirritað af Clinton til Lewinsky. 26. júní 2013 08:06
Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum. 9. mars 2007 16:51