Gluggalausar vélar framtíðin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júní 2018 06:40 Gluggalausa farrýmið má finna í Boeing 777-300ER flugvélum Emirates. Vísir/Getty Flugfélagið Emirates hefur svipt hulunni af gluggalausu fyrsta farrými um borð í nýjustu vél félagsins. Í stað þess að geta horft út um gluggann varpa litlar myndavélar utan á vélinni myndum á skjá þar sem glugginn væri alla jafna. Talsmenn Emirates segja að ekkert sé því til fyrirstöðu að fjarlægja alla glugga úr nýjum vélum flugfélagsins. Það muni létta þær, minnka loftmótstöðu og þannig gera þær sparneytnari. Forseti Emirates, Tim Clark, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að myndin sem birtist á gluggaskjánum sé mjög skýr - „betri en mannsaugað býður upp á,“ eins og hann orðar það. Sem fyrr segir eru gluggalaus farrými nú þegar komin í notkun hjá Emirates. Þau má finna um borð í nýjum Boeing 777-300ER vélum félagsins. Flugöryggissérfræðingar hafa sett spurningar við hina nýju tækni Emirates og benda á að áhafnarmeðlimir verði að geta séð út úr vélinni í neyðartilfellum. Það er til að mynda ástæðan fyrir því að farþegar eru beðnir um að draga frá öllum gluggum við flugtak og lendingu. Flugöryggismálastofnun Evrópu telur þó að gluggaskjáir Emirates uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hefðbundinna glugga. Þó sé ýmsum spurningum ósvarað. Munu þeir ýta undir innilokunarkennd og óþægindi farþega á lengri flugferðum? Mun myndin flökta undir álagi eða jafnvel frjósa? Það muni aðeins framtíðin geta leitt í ljós. Hér að neðan má sjá spjall BBC við fyrrnefndan forseta Emirates, Tim Clark. Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugfélagið Emirates hefur svipt hulunni af gluggalausu fyrsta farrými um borð í nýjustu vél félagsins. Í stað þess að geta horft út um gluggann varpa litlar myndavélar utan á vélinni myndum á skjá þar sem glugginn væri alla jafna. Talsmenn Emirates segja að ekkert sé því til fyrirstöðu að fjarlægja alla glugga úr nýjum vélum flugfélagsins. Það muni létta þær, minnka loftmótstöðu og þannig gera þær sparneytnari. Forseti Emirates, Tim Clark, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að myndin sem birtist á gluggaskjánum sé mjög skýr - „betri en mannsaugað býður upp á,“ eins og hann orðar það. Sem fyrr segir eru gluggalaus farrými nú þegar komin í notkun hjá Emirates. Þau má finna um borð í nýjum Boeing 777-300ER vélum félagsins. Flugöryggissérfræðingar hafa sett spurningar við hina nýju tækni Emirates og benda á að áhafnarmeðlimir verði að geta séð út úr vélinni í neyðartilfellum. Það er til að mynda ástæðan fyrir því að farþegar eru beðnir um að draga frá öllum gluggum við flugtak og lendingu. Flugöryggismálastofnun Evrópu telur þó að gluggaskjáir Emirates uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hefðbundinna glugga. Þó sé ýmsum spurningum ósvarað. Munu þeir ýta undir innilokunarkennd og óþægindi farþega á lengri flugferðum? Mun myndin flökta undir álagi eða jafnvel frjósa? Það muni aðeins framtíðin geta leitt í ljós. Hér að neðan má sjá spjall BBC við fyrrnefndan forseta Emirates, Tim Clark.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28