Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi Konráð S. Guðjónsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. Enda hefur íslenskt efnahagslíf að sumu leyti sjaldan staðið betur, skuldsetning lítil, atvinnuleysi lítið og undirstöður samfélagsins traustar. Vandamál Íslands þessa dagana eru þar að auki sum hver lúxusvandamál, eins og hvað eigi að gera við lífeyriskerfi sem syndir í seðlum, að stærsta atvinnugreinin er ekki lengur veldisvaxandi og að það sé frekar skortur á starfsfólki en störfum. Hinar alltof oft séðu blikur sjást þó á lofti þessa dagana (eða kannski alltof oft umtöluðu?). Ein af þeim blikum er að flutningur starfsemi fyrirtækja úr landi virðist vera ógn við hagkerfið. Í nýrri samkeppnishæfniúttekt IMD viðskiptaháskólans eru stjórnendur spurðir hvort flutningur framleiðslu, rannsókna og þróunar auk þjónustu sé beinlínis ógn við hagkerfið. Í gegnum tíðina hefur Ísland yfirleitt komið ágætlega út í þeim samanburði og á árunum fyrir hrun, þegar krónan var hvað sterkust, þótti flutningur framangreindrar starfsemi lítil ógn. Síðustu misseri hefur kveðið við annan tón – innan við 10 lönd af 63 í úttekt IMD koma verr út en Ísland, sem aldrei hefur komið jafn illa út og nú.Ógn við lífskjör almennings Út frá þessu er hægt að álykta að minnsta kosti með tvennum hætti. Annars vegar að samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja sé í hættu. Hins vegar að hér sé óþarfa svartsýnisraus í stjórnendum sem óttast þróunina í breyttu hagkerfi. Samkeppnishæfni Íslands fer vissulega dvínandi og í áðurnefndri úttekt IMD viðskiptaháskólans fellur Ísland um fjögur sæti niður í 24. sæti. Þar að auki eykst bilið milli Íslands og hinna Norðurlandanna, sem öll eru ofar á listanum. Við sjáum líka að álit stjórnenda á þáttum samkeppnishæfninnar hefur almennt séð lítið batnað frá 2010, þrátt fyrir gjörbreytta og betri stöðu hagkerfisins. Það virðist því sem sannleikurinn sé, eins og svo oft í lífinu, einhvers staðar á milli. Þar af leiðandi þurfum við að taka því alvarlega að samkeppnishæfni fari dvínandi og að stjórnendur meti hættuna af flutningi fyrirtækja meiri en áður. Eru þeir að horfa út frá sínum eigin hagsmunum? Örugglega að einhverju leyti. Það breytir ekki því að hagsmunir fyrirtækja fara saman við hagsæld Íslands í heild. Hagsmunir okkar allra eru að Ísland sé samkeppnishæft fyrir ýmsa atvinnustarfsemi og fjölbreytt fyrirtæki. Ekki bara vegna beinharðra peninga heldur þekkist varla að ríki búi við hæstu félagslegar framfarir og góð almenn lífsgæði á sama tíma og samkeppnishæfni er léleg. Fylgni þýðir ekki það sama og orsakasamhengi en vísbendingarnar um að samkeppnishæfni bæti lífskjör að öðru óbreyttu eru þó yfirgnæfandi. Tilraunastarfsemi til að storka því er mesta áhættuatriði sem hægt er að framkvæma gagnvart lífskjörum Íslendinga. Sígandi lukka er best Framangreint bendir eindregið til þess að sækja þarf fram og bæta samkeppnishæfni landsins. Kjarninn í því er að byggja upp hugvitsdrifinn útflutning til framtíðar og breikka þannig stoðir verðmætasköpunar. Aðgengi að fjármagni skiptir þar máli og kemur fram sem veikleiki í fjölda þátta samkeppnishæfni, til dæmis aðgengi fyrirtækja að áhættufjármagni, sem er forsenda nýsköpunar. Mannauður er enn mikilvægari og leita þarf leiða til að laða að þá erlendu sérfræðiþekkingu sem íslenskan örvinnumarkað skortir. Við þurfum líka að verja árangur yfirstandandi áratugar – þá staðreynd að tímakaup í framleiðsluiðnaði er það fimmta hæsta í úttekt IMD og atvinnuleysi það fimmta minnsta. Til þess þarf að stíga nokkuð varlega til jarðar á næstu misserum.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki landsins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. Enda hefur íslenskt efnahagslíf að sumu leyti sjaldan staðið betur, skuldsetning lítil, atvinnuleysi lítið og undirstöður samfélagsins traustar. Vandamál Íslands þessa dagana eru þar að auki sum hver lúxusvandamál, eins og hvað eigi að gera við lífeyriskerfi sem syndir í seðlum, að stærsta atvinnugreinin er ekki lengur veldisvaxandi og að það sé frekar skortur á starfsfólki en störfum. Hinar alltof oft séðu blikur sjást þó á lofti þessa dagana (eða kannski alltof oft umtöluðu?). Ein af þeim blikum er að flutningur starfsemi fyrirtækja úr landi virðist vera ógn við hagkerfið. Í nýrri samkeppnishæfniúttekt IMD viðskiptaháskólans eru stjórnendur spurðir hvort flutningur framleiðslu, rannsókna og þróunar auk þjónustu sé beinlínis ógn við hagkerfið. Í gegnum tíðina hefur Ísland yfirleitt komið ágætlega út í þeim samanburði og á árunum fyrir hrun, þegar krónan var hvað sterkust, þótti flutningur framangreindrar starfsemi lítil ógn. Síðustu misseri hefur kveðið við annan tón – innan við 10 lönd af 63 í úttekt IMD koma verr út en Ísland, sem aldrei hefur komið jafn illa út og nú.Ógn við lífskjör almennings Út frá þessu er hægt að álykta að minnsta kosti með tvennum hætti. Annars vegar að samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja sé í hættu. Hins vegar að hér sé óþarfa svartsýnisraus í stjórnendum sem óttast þróunina í breyttu hagkerfi. Samkeppnishæfni Íslands fer vissulega dvínandi og í áðurnefndri úttekt IMD viðskiptaháskólans fellur Ísland um fjögur sæti niður í 24. sæti. Þar að auki eykst bilið milli Íslands og hinna Norðurlandanna, sem öll eru ofar á listanum. Við sjáum líka að álit stjórnenda á þáttum samkeppnishæfninnar hefur almennt séð lítið batnað frá 2010, þrátt fyrir gjörbreytta og betri stöðu hagkerfisins. Það virðist því sem sannleikurinn sé, eins og svo oft í lífinu, einhvers staðar á milli. Þar af leiðandi þurfum við að taka því alvarlega að samkeppnishæfni fari dvínandi og að stjórnendur meti hættuna af flutningi fyrirtækja meiri en áður. Eru þeir að horfa út frá sínum eigin hagsmunum? Örugglega að einhverju leyti. Það breytir ekki því að hagsmunir fyrirtækja fara saman við hagsæld Íslands í heild. Hagsmunir okkar allra eru að Ísland sé samkeppnishæft fyrir ýmsa atvinnustarfsemi og fjölbreytt fyrirtæki. Ekki bara vegna beinharðra peninga heldur þekkist varla að ríki búi við hæstu félagslegar framfarir og góð almenn lífsgæði á sama tíma og samkeppnishæfni er léleg. Fylgni þýðir ekki það sama og orsakasamhengi en vísbendingarnar um að samkeppnishæfni bæti lífskjör að öðru óbreyttu eru þó yfirgnæfandi. Tilraunastarfsemi til að storka því er mesta áhættuatriði sem hægt er að framkvæma gagnvart lífskjörum Íslendinga. Sígandi lukka er best Framangreint bendir eindregið til þess að sækja þarf fram og bæta samkeppnishæfni landsins. Kjarninn í því er að byggja upp hugvitsdrifinn útflutning til framtíðar og breikka þannig stoðir verðmætasköpunar. Aðgengi að fjármagni skiptir þar máli og kemur fram sem veikleiki í fjölda þátta samkeppnishæfni, til dæmis aðgengi fyrirtækja að áhættufjármagni, sem er forsenda nýsköpunar. Mannauður er enn mikilvægari og leita þarf leiða til að laða að þá erlendu sérfræðiþekkingu sem íslenskan örvinnumarkað skortir. Við þurfum líka að verja árangur yfirstandandi áratugar – þá staðreynd að tímakaup í framleiðsluiðnaði er það fimmta hæsta í úttekt IMD og atvinnuleysi það fimmta minnsta. Til þess þarf að stíga nokkuð varlega til jarðar á næstu misserum.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun