Málgagn Kim í hart við CNN og Fox News Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Kim Yong-chol hershöfðingi kom til Bandaríkjanna í gær. Vísir/getty Bandaríkjamenn áttuðu sig á að ekki væri hægt að reiða sig á hernaðarmátt og þvingunaraðgerðir til þess að ná fram kjarnorkuafvopnun í Norður-Kóreu. Þetta skrifar Ri Hak Nam í leiðara norðurkóreska ríkisdagblaðsins Rodong Sinmun. Blaðið er málgagn einræðisstjórnar Kim Jong-un. Sagði Ri það rangt, eins og Bandaríkjaforseti hefur haldið fram, að Norður-Kórea hafi beðið um leiðtogafundinn sem til stóð að fram færi í Singapúr þann 12. júní. Bandaríkjamenn hafi sjálfir beðið um hann. Ri gagnrýndi bandarísku miðlana Fox News, CBS og CNN fyrir að fá til sín bandaríska embættismenn sem héldu því fram að Bandaríkin myndu veita Norður-Kóreu þróunaraðstoð ef ríkið sýndi fram á kjarnorkuafvopnun. „Þetta er kjaftæði frá þessum vanhæfu fjölmiðlum á spena valdhafans.“ „Alþjóðasamfélagið veit að þær miklu breytingar í samskiptum ríkjanna voru Norður-Kóreu að þakka. Við höfum aldrei búist við þróunaraðstoð á móti. Bandarískir miðlar ættu að hætta að bulla,“ hélt Ri fram. Þrátt fyrir deilutón í leiðara málgagnsins halda Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn áfram að vinna að því að koma á leiðtogafundinum í Singapúr sem Trump aflýsti. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo greindi frá að sendinefndir ríkjanna hefðu hist í landamærabænum Panmunjom um helgina. Enn væri langt í land. „Bandaríkin eru á því að ekki sé hægt að tryggja öryggi einræðisstjórnarinnar eða létta á þvingunum fyrr en algerri kjarnorkuafvopnun hefur verið náð fram,“ sagði í frétt Chosun Ilbo. Kyodo News greindi hins vegar frá því að yfirvöld í Pjongjang væru ekki tilbúin að senda tuttugu kjarnorkusprengjur úr landi til að sýna að ríkið sé tilbúið að afvopnast varanlega, líkt og miðillinn segir Bandaríkin fara fram á. Ljóst er að nokkur vilji er fyrir því að viðræðurnar fari fram. Kim sendi einn helsta ráðgjafa sinn, hershöfðingjann Kim Yong-chol, til Bandaríkjanna til viðræðna við Bandaríkjastjórn. Trump sagði á Twitter að hann hefði sett saman „stórkostlegt lið“ til að ræða við Norður-Kóreu. Heimsókn hershöfðingjans bæri þess merki að Norður-Kórea væri að bregðast rétt við bréfinu sem Trump sendi fyrir helgi þar sem hann tilkynnti Kim að viðræðunum væri aflýst. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar. 28. maí 2018 14:58 Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Viðræður milli ríkjanna gætu verið hafnar á ný eftir að leiðtogi Norður-Kóreu lýsti yfir vonbrigðum með yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þar sem hann aflýsti fundinum. 27. maí 2018 16:58 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Bandaríkjamenn áttuðu sig á að ekki væri hægt að reiða sig á hernaðarmátt og þvingunaraðgerðir til þess að ná fram kjarnorkuafvopnun í Norður-Kóreu. Þetta skrifar Ri Hak Nam í leiðara norðurkóreska ríkisdagblaðsins Rodong Sinmun. Blaðið er málgagn einræðisstjórnar Kim Jong-un. Sagði Ri það rangt, eins og Bandaríkjaforseti hefur haldið fram, að Norður-Kórea hafi beðið um leiðtogafundinn sem til stóð að fram færi í Singapúr þann 12. júní. Bandaríkjamenn hafi sjálfir beðið um hann. Ri gagnrýndi bandarísku miðlana Fox News, CBS og CNN fyrir að fá til sín bandaríska embættismenn sem héldu því fram að Bandaríkin myndu veita Norður-Kóreu þróunaraðstoð ef ríkið sýndi fram á kjarnorkuafvopnun. „Þetta er kjaftæði frá þessum vanhæfu fjölmiðlum á spena valdhafans.“ „Alþjóðasamfélagið veit að þær miklu breytingar í samskiptum ríkjanna voru Norður-Kóreu að þakka. Við höfum aldrei búist við þróunaraðstoð á móti. Bandarískir miðlar ættu að hætta að bulla,“ hélt Ri fram. Þrátt fyrir deilutón í leiðara málgagnsins halda Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn áfram að vinna að því að koma á leiðtogafundinum í Singapúr sem Trump aflýsti. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo greindi frá að sendinefndir ríkjanna hefðu hist í landamærabænum Panmunjom um helgina. Enn væri langt í land. „Bandaríkin eru á því að ekki sé hægt að tryggja öryggi einræðisstjórnarinnar eða létta á þvingunum fyrr en algerri kjarnorkuafvopnun hefur verið náð fram,“ sagði í frétt Chosun Ilbo. Kyodo News greindi hins vegar frá því að yfirvöld í Pjongjang væru ekki tilbúin að senda tuttugu kjarnorkusprengjur úr landi til að sýna að ríkið sé tilbúið að afvopnast varanlega, líkt og miðillinn segir Bandaríkin fara fram á. Ljóst er að nokkur vilji er fyrir því að viðræðurnar fari fram. Kim sendi einn helsta ráðgjafa sinn, hershöfðingjann Kim Yong-chol, til Bandaríkjanna til viðræðna við Bandaríkjastjórn. Trump sagði á Twitter að hann hefði sett saman „stórkostlegt lið“ til að ræða við Norður-Kóreu. Heimsókn hershöfðingjans bæri þess merki að Norður-Kórea væri að bregðast rétt við bréfinu sem Trump sendi fyrir helgi þar sem hann tilkynnti Kim að viðræðunum væri aflýst.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar. 28. maí 2018 14:58 Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Viðræður milli ríkjanna gætu verið hafnar á ný eftir að leiðtogi Norður-Kóreu lýsti yfir vonbrigðum með yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þar sem hann aflýsti fundinum. 27. maí 2018 16:58 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar. 28. maí 2018 14:58
Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Viðræður milli ríkjanna gætu verið hafnar á ný eftir að leiðtogi Norður-Kóreu lýsti yfir vonbrigðum með yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þar sem hann aflýsti fundinum. 27. maí 2018 16:58