Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2018 06:00 Allra augu hafa beinst að þeim Donald Trump og Kim Jong-un undanfarna daga og vikur, meðal annars augu þessa suðurkóreska hermanns. Nú er ljóst að ekkert verður af fundi þeirra, að minnsta kosti í bili. Vísir/AFP Ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að aflýsa leiðtogafundi sem átti að halda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní, olli alþjóðasamfélaginu vonbrigðum í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var einn af þeim sem lýstu vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Ég hvet alla aðila málsins til þess að halda áfram viðræðum og finna réttu leiðina að friðsamlegri og sannreynanlegri kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga,“ sagði Guterres í yfirlýsingu. Undir þetta tók meðal annars utanríkisráðuneyti Singapúr. Ákvörðunin varð til þess að Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, boðaði þjóðaröryggisráð sitt á fund í forsetabústaðnum, hinu svokallaða Bláa húsi. Ljóst er að Moon þótti liggja á fundinum enda var boðað til hans í kringum miðnætti að suðurkóreskum tíma. Sagði hann svo fjölmiðlum að hann hvetti til þess að fundurinn færi fram. „Kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og varanlegur friður eru sögulega mikilvæg verkefni sem má ekki slá á frest.“Sjá einnig: Trump hættur við að hitta Kim Trump greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem hann sendi Kim og gerði svo sjálfur opinbert. Var ákvörðunin tekin eftir að Norður-Kóreumenn sögðust hafa sprengt kjarnorkuvopnatilraunastöð sína í Punggye-ri. Í bréfinu sagði Trump ákvörðunina tekna vegna „þeirrar miklu reiði sem mátti greina í nýjustu yfirlýsingu“ einræðisríkisins. „Þið talið um kjarnorkuvopnabúr ykkar, en okkar er svo stórt og öflugt að ég bið til drottins um að aldrei þurfi að nota það. Mér fannst eins og undursamlegt samband væri að byggjast upp á milli okkar. Einhvern daginn mun ég aftur hlakka mikið til þess að hitta þig en í millitíðinni vil ég þakka þér fyrir að sleppa bandarískum gíslum sem nú eru komnir heim til fjölskyldna sinna,“ sagði í bréfi Trumps.Frá fundi Donald Trump og Moon Jae-in á þriðjudag.VÍSIR/APTrump bætti því við að ef Kim snerist hugur ætti hann að hafa samband. Hegðun Norður-Kóreumanna hafi gert það að verkum að heimurinn, og sérstaklega Norður-Kórea, hafi misst af gullnu tækifæri til að tryggja frið og velsæld. Yfirlýsingin sem Trump vísaði til var gefin út fyrr í gær. Choe Son-hui, einn varautanríkismálaráðherra Norður-Kóreu, sagði þar að ríki sitt myndi ekki grátbiðja um viðræður og varaði við kjarnorkustyrjöld ef viðræðuleiðin gengi ekki upp. Vitnaði Choe einnig til nýlegra ummæla Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að það gæti farið eins fyrir Norður-Kóreu og fór fyrir Líbýu. Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu, var drepinn í áhlaupi uppreisnarmanna árið 2011. Bandaríkin studdu uppreisnarmennina í gegnum NATO en átta árum áður hafði Líbýa gefið kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn, líkt og vonast er til að Norður-Kórea geri nú. „Þar sem ég er viðriðinn málefni Bandaríkjanna get ég ekki sagst hissa á þessum fávíslegu og heimskulegu ummælum sem vella úr kjafti bandaríska varaforsetans. Hvort sem Bandaríkin vilja hitta okkur við fundarborðið eða á kjarnorkuvígvellinum veltur á ákvörðunum og hegðun Bandaríkjanna sjálfra,“ sagði Choe.Líbýska leiðin vakti reiði Eftir kúvendingu Norður-Kóreu í upphafi árs og farsælan fund með Moon á landamærasvæðinu á Kóreuskaga á dögunum hefur togstreitan aukist aftur á síðustu dögum. Svo virðist sem ummæli Johns Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, um hina svokölluðu líbýsku leið, hafi vakið Norður-Kóreumenn til reiði. Hótuðu þeir skömmu eftir að ummælin féllu að aflýsa fundinum en nú er ljóst að Trump varð fyrri til. Þá hefur einnig verið tekist á um hvað felst í kjarnorkuafvopnun og hefur Norður-Kórea sagt ómögulegt að ríkið losi sig einhliða við sprengjur sínar. „Svo virðist sem við séum aftur farin að uppnefna og hóta kjarnorkustríði, stuttu áður en fundurinn átti að fara fram. Sumir gætu sagt að þetta sé sígilt einkenni um umræðuhefð Norður-Kóreumanna en þessa þróun hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir,“ sagði Laura Bicker, blaðamaður BBC í Suður-Kóreu, í fréttaskýringu sinni í gær. Sagði Bicker að viðkvæmar viðræður krefðust þess að menn vönduðu sig þegar þeir töluðu og þótti henni ljóst að Norður-Kóreumönnum fyndist ríkisstjórn Trumps ekki nógu öguð í málflutningi sínum. Að mati Bicker er hins vegar áhugavert að norðurkóreskir erindrekar hafi ekki enn ráðist persónulega á Trump í yfirlýsingum sínum heldur beint sjónum að þeim sem standa forsetanum nærri. Gæti það bent til þess að Norður-Kórea vilji ekki enn útiloka að leiðtogafundurinn geti farið fram. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hitta Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. 24. maí 2018 13:55 Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að aflýsa leiðtogafundi sem átti að halda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní, olli alþjóðasamfélaginu vonbrigðum í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var einn af þeim sem lýstu vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Ég hvet alla aðila málsins til þess að halda áfram viðræðum og finna réttu leiðina að friðsamlegri og sannreynanlegri kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga,“ sagði Guterres í yfirlýsingu. Undir þetta tók meðal annars utanríkisráðuneyti Singapúr. Ákvörðunin varð til þess að Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, boðaði þjóðaröryggisráð sitt á fund í forsetabústaðnum, hinu svokallaða Bláa húsi. Ljóst er að Moon þótti liggja á fundinum enda var boðað til hans í kringum miðnætti að suðurkóreskum tíma. Sagði hann svo fjölmiðlum að hann hvetti til þess að fundurinn færi fram. „Kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og varanlegur friður eru sögulega mikilvæg verkefni sem má ekki slá á frest.“Sjá einnig: Trump hættur við að hitta Kim Trump greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem hann sendi Kim og gerði svo sjálfur opinbert. Var ákvörðunin tekin eftir að Norður-Kóreumenn sögðust hafa sprengt kjarnorkuvopnatilraunastöð sína í Punggye-ri. Í bréfinu sagði Trump ákvörðunina tekna vegna „þeirrar miklu reiði sem mátti greina í nýjustu yfirlýsingu“ einræðisríkisins. „Þið talið um kjarnorkuvopnabúr ykkar, en okkar er svo stórt og öflugt að ég bið til drottins um að aldrei þurfi að nota það. Mér fannst eins og undursamlegt samband væri að byggjast upp á milli okkar. Einhvern daginn mun ég aftur hlakka mikið til þess að hitta þig en í millitíðinni vil ég þakka þér fyrir að sleppa bandarískum gíslum sem nú eru komnir heim til fjölskyldna sinna,“ sagði í bréfi Trumps.Frá fundi Donald Trump og Moon Jae-in á þriðjudag.VÍSIR/APTrump bætti því við að ef Kim snerist hugur ætti hann að hafa samband. Hegðun Norður-Kóreumanna hafi gert það að verkum að heimurinn, og sérstaklega Norður-Kórea, hafi misst af gullnu tækifæri til að tryggja frið og velsæld. Yfirlýsingin sem Trump vísaði til var gefin út fyrr í gær. Choe Son-hui, einn varautanríkismálaráðherra Norður-Kóreu, sagði þar að ríki sitt myndi ekki grátbiðja um viðræður og varaði við kjarnorkustyrjöld ef viðræðuleiðin gengi ekki upp. Vitnaði Choe einnig til nýlegra ummæla Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að það gæti farið eins fyrir Norður-Kóreu og fór fyrir Líbýu. Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu, var drepinn í áhlaupi uppreisnarmanna árið 2011. Bandaríkin studdu uppreisnarmennina í gegnum NATO en átta árum áður hafði Líbýa gefið kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn, líkt og vonast er til að Norður-Kórea geri nú. „Þar sem ég er viðriðinn málefni Bandaríkjanna get ég ekki sagst hissa á þessum fávíslegu og heimskulegu ummælum sem vella úr kjafti bandaríska varaforsetans. Hvort sem Bandaríkin vilja hitta okkur við fundarborðið eða á kjarnorkuvígvellinum veltur á ákvörðunum og hegðun Bandaríkjanna sjálfra,“ sagði Choe.Líbýska leiðin vakti reiði Eftir kúvendingu Norður-Kóreu í upphafi árs og farsælan fund með Moon á landamærasvæðinu á Kóreuskaga á dögunum hefur togstreitan aukist aftur á síðustu dögum. Svo virðist sem ummæli Johns Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, um hina svokölluðu líbýsku leið, hafi vakið Norður-Kóreumenn til reiði. Hótuðu þeir skömmu eftir að ummælin féllu að aflýsa fundinum en nú er ljóst að Trump varð fyrri til. Þá hefur einnig verið tekist á um hvað felst í kjarnorkuafvopnun og hefur Norður-Kórea sagt ómögulegt að ríkið losi sig einhliða við sprengjur sínar. „Svo virðist sem við séum aftur farin að uppnefna og hóta kjarnorkustríði, stuttu áður en fundurinn átti að fara fram. Sumir gætu sagt að þetta sé sígilt einkenni um umræðuhefð Norður-Kóreumanna en þessa þróun hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir,“ sagði Laura Bicker, blaðamaður BBC í Suður-Kóreu, í fréttaskýringu sinni í gær. Sagði Bicker að viðkvæmar viðræður krefðust þess að menn vönduðu sig þegar þeir töluðu og þótti henni ljóst að Norður-Kóreumönnum fyndist ríkisstjórn Trumps ekki nógu öguð í málflutningi sínum. Að mati Bicker er hins vegar áhugavert að norðurkóreskir erindrekar hafi ekki enn ráðist persónulega á Trump í yfirlýsingum sínum heldur beint sjónum að þeim sem standa forsetanum nærri. Gæti það bent til þess að Norður-Kórea vilji ekki enn útiloka að leiðtogafundurinn geti farið fram.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hitta Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. 24. maí 2018 13:55 Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Trump hættur við að hitta Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. 24. maí 2018 13:55
Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41