Fyrrverandi leikmaður Fram og Breiðabliks dæmdur fyrir kynferðisbrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2018 06:15 Dómari í Lyngby las upp dóminn yfir Hans Fróða Hansen í gær. Skjáskot Færeyski landsliðsmaðurinn Hans Fróði á Toftanesi, sem áður bar eftirnafnið Hansen, var í gær dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hvetja móður til að brjóta kynferðislega á fjögurra ára syni sínum. Móðirin hlaut jafnþungan dóm. Dómur var kveðinn upp yfir Hans Fróða í Lyngby í Danmörku í gær. Hans lék knattspyrnu um tveggja ára skeið á Íslandi; tólf leiki fyrir Fram árið 2004 og svo fimmtán leiki með Breiðablik árið eftir. Fjallað er um dómsuppkvaðninguna í dönskum og færeyskum miðlum. Þar er því lýst hvernig Hans sannfærði konuna, í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, um að brjóta kynferðislega á barnungum syni sínum. Á fjögurra mánaða tímabili í fyrra, frá júní fram í september, er konan sögð hafa brotið alls 41 sinni á drengnum. Í spjalli þeirra tveggja, sem taldi alls um 9000 skilaboð, er konan sögð hafa tjáð knattspyrnumanninum að „það væri eðlilegt að konur þjálfuðu syni sína kynferðislega,“ eins og það er orðað á vef Extrabladet. Sú fullyrðing hafi síðan þróast út í endurteknar beiðnir frá Hans um að hún myndi sænga hjá syni sínum. Það hafi hins vegar ekki tekist því drengurinn væri of ungur til þess að það væri mögulegt.Hans Fróði, þegar hann lék á Íslandi.Fréttablaðið, 2005.Hans er jafnframt sagður hafa beðið um nektarmyndir af konunni, barninu sem og af sjálfum brotunum. Saksóknarinn í málinu fór fram á fimm ára fangelsi yfir knattspyrnumanninnum á þeim forsendum að hann hafi ráðskast með konuna. Dómararnir í málinu töldu þó ekki að það lægi fyrir, að þeirra mati var um að ræða tvo fullorðna einstaklinga sem vissu mætavel hvað þeir væru að gera. Hvorugt þeirra bæri meira ábyrgð en hitt á kynferðisbrotunum 41. Hans Fróði áfrýjaði dómnum til hærra dómsstigs. Áður en dómurinn var kveðinn upp sagði Hans að hann harmaði stöðuna sem komin væri upp en að hann gæti ekki fengið sig til að játa eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hann hafi litið svo á að hann og konan væru að ræða um kynferðislegar fantasíur, en ekki raunveruleikann. „Eftir á að hyggja: Var ég heimskur? Ekki spurning. Hef ég brotið af mér? Já. Var það ætlunin mín? Aldrei,“ er haft eftir Hans Fróða á vef Extrabladet.Honum var jafnframt gert að greiða 100.000 danskar krónur í sekt, sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Hans er sagður eiga tvö börn með kærustunni sinni til 10 ára, sem eru eins og þriggja ára gömul. Hans er jafnframt talinn sakhæfur og getur því afplánað dóm sinn í hefðbundnu fangelsi. Dómsmál Norðurlönd Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Færeyski landsliðsmaðurinn Hans Fróði á Toftanesi, sem áður bar eftirnafnið Hansen, var í gær dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hvetja móður til að brjóta kynferðislega á fjögurra ára syni sínum. Móðirin hlaut jafnþungan dóm. Dómur var kveðinn upp yfir Hans Fróða í Lyngby í Danmörku í gær. Hans lék knattspyrnu um tveggja ára skeið á Íslandi; tólf leiki fyrir Fram árið 2004 og svo fimmtán leiki með Breiðablik árið eftir. Fjallað er um dómsuppkvaðninguna í dönskum og færeyskum miðlum. Þar er því lýst hvernig Hans sannfærði konuna, í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, um að brjóta kynferðislega á barnungum syni sínum. Á fjögurra mánaða tímabili í fyrra, frá júní fram í september, er konan sögð hafa brotið alls 41 sinni á drengnum. Í spjalli þeirra tveggja, sem taldi alls um 9000 skilaboð, er konan sögð hafa tjáð knattspyrnumanninum að „það væri eðlilegt að konur þjálfuðu syni sína kynferðislega,“ eins og það er orðað á vef Extrabladet. Sú fullyrðing hafi síðan þróast út í endurteknar beiðnir frá Hans um að hún myndi sænga hjá syni sínum. Það hafi hins vegar ekki tekist því drengurinn væri of ungur til þess að það væri mögulegt.Hans Fróði, þegar hann lék á Íslandi.Fréttablaðið, 2005.Hans er jafnframt sagður hafa beðið um nektarmyndir af konunni, barninu sem og af sjálfum brotunum. Saksóknarinn í málinu fór fram á fimm ára fangelsi yfir knattspyrnumanninnum á þeim forsendum að hann hafi ráðskast með konuna. Dómararnir í málinu töldu þó ekki að það lægi fyrir, að þeirra mati var um að ræða tvo fullorðna einstaklinga sem vissu mætavel hvað þeir væru að gera. Hvorugt þeirra bæri meira ábyrgð en hitt á kynferðisbrotunum 41. Hans Fróði áfrýjaði dómnum til hærra dómsstigs. Áður en dómurinn var kveðinn upp sagði Hans að hann harmaði stöðuna sem komin væri upp en að hann gæti ekki fengið sig til að játa eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hann hafi litið svo á að hann og konan væru að ræða um kynferðislegar fantasíur, en ekki raunveruleikann. „Eftir á að hyggja: Var ég heimskur? Ekki spurning. Hef ég brotið af mér? Já. Var það ætlunin mín? Aldrei,“ er haft eftir Hans Fróða á vef Extrabladet.Honum var jafnframt gert að greiða 100.000 danskar krónur í sekt, sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Hans er sagður eiga tvö börn með kærustunni sinni til 10 ára, sem eru eins og þriggja ára gömul. Hans er jafnframt talinn sakhæfur og getur því afplánað dóm sinn í hefðbundnu fangelsi.
Dómsmál Norðurlönd Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira