Hamilton á ráspól í Barcelona Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. maí 2018 14:02 Hamilton verður í bestu stöðu þegar ræst verður í hádeginu á morgun Vísir/Getty Lewis Hamilton verður á ráspól þegar kappaksturinn í Barcelona í Formúlu 1 verður ræstur á morgun. Hamilton var fljótastur í tímatökunni í dag. Ferrari mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru með bestu tímana fyrir síðasta hluta tímatökunnar. Þar átti Bretinn Hamilton hins vegar tvo frábæra hringi og keyrði brautina á 1:16,173 sem er nýtt brautarmet. Liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas, ræsir í öðru sæti og Ferrari bílarnir koma þar á eftir, Vettel í þriðja og Raikkonen í fjórða. Þetta er þriðja árið í röð sem Hamilton nær ráspól í Barcelona. Heimamaðurinn Fernando Alonso kom McLaren í síðasta hluta tímatökunnar í fyrsta skipti í ár en hann lauk keppni í áttunda sæti. Max Verstappen og Daniel Ricciardo á Red Bull ræsa í fimmta og sjötta sæti. Kappaksturinn á morgun er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 12:40. Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton verður á ráspól þegar kappaksturinn í Barcelona í Formúlu 1 verður ræstur á morgun. Hamilton var fljótastur í tímatökunni í dag. Ferrari mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru með bestu tímana fyrir síðasta hluta tímatökunnar. Þar átti Bretinn Hamilton hins vegar tvo frábæra hringi og keyrði brautina á 1:16,173 sem er nýtt brautarmet. Liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas, ræsir í öðru sæti og Ferrari bílarnir koma þar á eftir, Vettel í þriðja og Raikkonen í fjórða. Þetta er þriðja árið í röð sem Hamilton nær ráspól í Barcelona. Heimamaðurinn Fernando Alonso kom McLaren í síðasta hluta tímatökunnar í fyrsta skipti í ár en hann lauk keppni í áttunda sæti. Max Verstappen og Daniel Ricciardo á Red Bull ræsa í fimmta og sjötta sæti. Kappaksturinn á morgun er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 12:40.
Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira