Sendiráðið umdeilda opnað í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2018 06:00 Ísraelskur maður, sveipaður fána Bandaríkjanna, fagnar Jerúsalemdeginum. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær en 51 ár var þá liðið frá því Ísraelar tóku austurhluta borgarinnar í sex daga stríðinu. Vísir/AFP Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. Donald Trump forseti verður ekki viðstaddur opnunina en dóttir hans Ivanka og maki hennar, Jared Kushner, komu til Ísraels í gær. Ákvörðun Bandaríkjamanna um að flytja sendiráð sitt frá Tel Avív, sem alþjóðasamfélagið álítur höfuðborg Ísraels, til Jerúsalem, sem Ísraelar segja höfuðborg sína, vakti mikla reiði þegar Trump tilkynnti um áform sín í fyrra. Ákvörðunin er afar umdeild. Þegar Ísraelar og Palestínumenn sömdu um frið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Þær viðræður hafa ekki enn átt sér stað og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Í desember síðastliðnum greiddi mikill meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna atkvæði með yfirlýsingu um að viðurkenning Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels væri ógild og hefði ekkert vægi. Ísland studdi tillöguna en Gvatemala, Hondúras, Ísrael, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Nárú, Palá, Tógó og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn henni. Sendiráð annarra ríkja eru almennt í Tel Avív. Munu sendiherrar flestra ESB-ríkja ekki verða viðstaddir opnun sendiráðsins í dag í mótmælaskyni. Hins vegar eiga Bandaríkjamenn von á erindrekum frá Ungverjalandi, Rúmeníu og Tékklandi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Gvatemala Mið-Austurlönd Míkrónesía Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59 Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. Donald Trump forseti verður ekki viðstaddur opnunina en dóttir hans Ivanka og maki hennar, Jared Kushner, komu til Ísraels í gær. Ákvörðun Bandaríkjamanna um að flytja sendiráð sitt frá Tel Avív, sem alþjóðasamfélagið álítur höfuðborg Ísraels, til Jerúsalem, sem Ísraelar segja höfuðborg sína, vakti mikla reiði þegar Trump tilkynnti um áform sín í fyrra. Ákvörðunin er afar umdeild. Þegar Ísraelar og Palestínumenn sömdu um frið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Þær viðræður hafa ekki enn átt sér stað og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Í desember síðastliðnum greiddi mikill meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna atkvæði með yfirlýsingu um að viðurkenning Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels væri ógild og hefði ekkert vægi. Ísland studdi tillöguna en Gvatemala, Hondúras, Ísrael, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Nárú, Palá, Tógó og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn henni. Sendiráð annarra ríkja eru almennt í Tel Avív. Munu sendiherrar flestra ESB-ríkja ekki verða viðstaddir opnun sendiráðsins í dag í mótmælaskyni. Hins vegar eiga Bandaríkjamenn von á erindrekum frá Ungverjalandi, Rúmeníu og Tékklandi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Gvatemala Mið-Austurlönd Míkrónesía Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59 Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59
Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15