Total War Sagas: Thrones of Britannia - Konungar kljást um krúnur Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2018 13:15 Alfreð mikli og félagar. Thrones of Britannia er fyrsti leikur Creative Assembly í nýrri Total War seríu sem ber undirheitið Total War Saga. Leikir þessarar seríu eru minni í sniðum en hefðbundnir Total War leikir og snúa að sérstökum átökum yfir styttri tíma. Thrones of Britannia byrjar árið 878 eftir að Alfreð hinn mikli sigraði gífurlega stóran her Víkinga og stöðvaði innrás þeirra gegn konungsríkjum Bretlands. Spilarar þurfa því að velja sér fylkingu og klára málið en hverri fylkingu fylgja sérstakir bónusar. Sameina Bretlandseyjar undir stjórn Alfreðs, sigra þær undir stjórn víkinga eða velja sér annan konung.Það er best að byrja á því að taka fram að ég hef spilað betri Total War leiki en ToB er samt svolítið öðruvísi leikur en aðrir hefðbundnir leikir. Í rauninni er búið að bæta smá hlutverkaspili við hinn hefðbundna Total War leik. Það er nauðsynlegt að setja tíma í að læra á ættartréið til að koma í veg fyrir uppreisnir og leiðindi meðal lávarða konungsríkisins. Eins og nafnið gefur til kynna snýr leikurinn meira að tilteknum sögum en fyrri leikir seríunnar. Að nánast öllu leyti er hann smærri en fyrri leikir og sömuleiðis ódýrari. Kortið virðist minna en áður en á móti kemur að það er einstaklega þétt og maður tekur varla eftir smæðinni. Oftar en ekki geta herir gengið beint frá einni borg, eða bæ, til annarrar borgar. Það leðir til þess að spilarar þurfa að skipuleggja sig vel og huga að óvörðum landamærum. Því óvinir geta farið illa með mann á tiltölulega skömmum tíma ef maður passar sig ekki.Heimsk gervigreind Besti hluti Total War leikjanna hafa ávalt verið orrusturnar, sem spilaðar eru í rauntíma og spilarar hafa ávalt þurft að beita mikilli taktík. Það er þó eitthvað sem vantar í ToB. Warhammer leikirnir hafa í raun spillt fyrir manni þar sem hver fylking var með mismunandi heri en það er ekki að sjá í ToB. Flestir herirnir eru eins og sömuleiðis er gervigreindin ekkert svakalega greind. Nánast allar mínar orrustur, og þá sérstaklega til að byrja með, voru eins. Ég stillti upp fótgönguliði með sverð og axir í miðju orrustulínu minnar og með spjótamenn á hliðunum. Tölvan sendi riddaralið upp með köntum orrustuvallarins og sendi þá ávalt beint í fasið á spjótamönnunum mínum. í kjölfar þess dó riddaraliðið. Þegar orrustulínurnar mættust sendi ég fótgöngulið sem ég hélt til hliðar upp með köntunum og í bakið á orrustulínum tölvunnar. Hún féll svo um sjálfa sig og óvinirnir flúðu. Þetta gerðist í nánast hvert einasta sinn. Þrátt fyrir það er alltaf gaman að spila orrustur og þá sérstaklega þegar maður er með minni her en andstæðingur sinn. Það er fátt skemmtilegra en að standa sig vel og sigra orrustu sem maður átti ekki séns í.Tækniþróun hefur verið breytt töluvert að þessu sinni. Nú er ekki hægt að rannsaka hina ýmsu hluti án þess að ná ákveðnum skilyrðum fyrst. Til þess að bæta spjótamenn sína þurfa spilarar að vera með ákveðinn fjölda slíkra í herjum sínum. Til þess að betrumbæta umsáturstól herja sinna þurfa spilarar að bera sigur úr býtum í tilteknum fjölda umsátra og svo koll af kolli. Þetta bætir á hlutverkaspilunarhluta leiksins þar sem hver getur spilað eftir sínu höfði. Lagt áherslu á efnahag og trú, bogamenn, spjótamenn eða riddaralið. Það er margt í boði. Eins og áður segir er ToB minni í sniðum en fyrri Total War leikir og kemur það hvergi betur fram en í sigurskilyrðum leiksins. Með bæði víkingunum og Alfreð var ég búinn að vinna leikinn, að hluta til, áður en ég vissi af. Boðið er upp á sjö tegundir sigra sem snúa að stærð konungsríkja, frægð konunga, allsherjarsigurs og fleira. Sumir af þessu svokölluðu sigrum virðast bara gerast sjálfkrafa og án þess að maður hafi eitthvað sérstaklega verið að reyna að ná þeim. Heilt yfir litið er ToB ágætur leikur. Hann er ekki besti Total War leikurinn en það er marga góða hluti að finna í leiknum. Sömuleiðis er slæma hluti að finna og þá sérstaklega varðandi gervigreind í orrustum og skort á einstökum herdeildum. Aðdáendur Total War leikjanna ættu þó ekki að verða fyrir vonbrigðum. Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Villimenn í Rómaveldi Í fyrstu lítur Total War: Attila ekki út fyrir að hafa tekið miklum breytingum frá Rome 2. Það er þó eingöngu við fyrstu sýn. 22. mars 2015 10:00 Total War serían nýtur sín í ævintýraheimum Warhammer heimurinn er kjörinn fyrir herkænskuleiki eins og Total War. 4. júlí 2016 12:00 Rome: Total War Rómaveldið var ansi magnað eins og flestir vita og eru þeir sennilega ófáir sem hafa dreymt um að vera Sesar og hafa öll þau völd sem því fylgdi. Í Total War:Rome færðu tækifæri til þess að byggja upp veldi og er markmið leiksins að leggja undir sig allar nýlendur sem mögulegt er að leggja undir sig. Þú spilar sem annaðhvort Julii, Scipii eða Brutii veldin og hafa þeir allir mismunandi áherslur. 8. apríl 2005 00:01 Total War Warhammer 2: Besti Total War leikurinn hingað til, aftur Allt sem var gott við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt og fínpússað. 15. október 2017 10:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Thrones of Britannia er fyrsti leikur Creative Assembly í nýrri Total War seríu sem ber undirheitið Total War Saga. Leikir þessarar seríu eru minni í sniðum en hefðbundnir Total War leikir og snúa að sérstökum átökum yfir styttri tíma. Thrones of Britannia byrjar árið 878 eftir að Alfreð hinn mikli sigraði gífurlega stóran her Víkinga og stöðvaði innrás þeirra gegn konungsríkjum Bretlands. Spilarar þurfa því að velja sér fylkingu og klára málið en hverri fylkingu fylgja sérstakir bónusar. Sameina Bretlandseyjar undir stjórn Alfreðs, sigra þær undir stjórn víkinga eða velja sér annan konung.Það er best að byrja á því að taka fram að ég hef spilað betri Total War leiki en ToB er samt svolítið öðruvísi leikur en aðrir hefðbundnir leikir. Í rauninni er búið að bæta smá hlutverkaspili við hinn hefðbundna Total War leik. Það er nauðsynlegt að setja tíma í að læra á ættartréið til að koma í veg fyrir uppreisnir og leiðindi meðal lávarða konungsríkisins. Eins og nafnið gefur til kynna snýr leikurinn meira að tilteknum sögum en fyrri leikir seríunnar. Að nánast öllu leyti er hann smærri en fyrri leikir og sömuleiðis ódýrari. Kortið virðist minna en áður en á móti kemur að það er einstaklega þétt og maður tekur varla eftir smæðinni. Oftar en ekki geta herir gengið beint frá einni borg, eða bæ, til annarrar borgar. Það leðir til þess að spilarar þurfa að skipuleggja sig vel og huga að óvörðum landamærum. Því óvinir geta farið illa með mann á tiltölulega skömmum tíma ef maður passar sig ekki.Heimsk gervigreind Besti hluti Total War leikjanna hafa ávalt verið orrusturnar, sem spilaðar eru í rauntíma og spilarar hafa ávalt þurft að beita mikilli taktík. Það er þó eitthvað sem vantar í ToB. Warhammer leikirnir hafa í raun spillt fyrir manni þar sem hver fylking var með mismunandi heri en það er ekki að sjá í ToB. Flestir herirnir eru eins og sömuleiðis er gervigreindin ekkert svakalega greind. Nánast allar mínar orrustur, og þá sérstaklega til að byrja með, voru eins. Ég stillti upp fótgönguliði með sverð og axir í miðju orrustulínu minnar og með spjótamenn á hliðunum. Tölvan sendi riddaralið upp með köntum orrustuvallarins og sendi þá ávalt beint í fasið á spjótamönnunum mínum. í kjölfar þess dó riddaraliðið. Þegar orrustulínurnar mættust sendi ég fótgöngulið sem ég hélt til hliðar upp með köntunum og í bakið á orrustulínum tölvunnar. Hún féll svo um sjálfa sig og óvinirnir flúðu. Þetta gerðist í nánast hvert einasta sinn. Þrátt fyrir það er alltaf gaman að spila orrustur og þá sérstaklega þegar maður er með minni her en andstæðingur sinn. Það er fátt skemmtilegra en að standa sig vel og sigra orrustu sem maður átti ekki séns í.Tækniþróun hefur verið breytt töluvert að þessu sinni. Nú er ekki hægt að rannsaka hina ýmsu hluti án þess að ná ákveðnum skilyrðum fyrst. Til þess að bæta spjótamenn sína þurfa spilarar að vera með ákveðinn fjölda slíkra í herjum sínum. Til þess að betrumbæta umsáturstól herja sinna þurfa spilarar að bera sigur úr býtum í tilteknum fjölda umsátra og svo koll af kolli. Þetta bætir á hlutverkaspilunarhluta leiksins þar sem hver getur spilað eftir sínu höfði. Lagt áherslu á efnahag og trú, bogamenn, spjótamenn eða riddaralið. Það er margt í boði. Eins og áður segir er ToB minni í sniðum en fyrri Total War leikir og kemur það hvergi betur fram en í sigurskilyrðum leiksins. Með bæði víkingunum og Alfreð var ég búinn að vinna leikinn, að hluta til, áður en ég vissi af. Boðið er upp á sjö tegundir sigra sem snúa að stærð konungsríkja, frægð konunga, allsherjarsigurs og fleira. Sumir af þessu svokölluðu sigrum virðast bara gerast sjálfkrafa og án þess að maður hafi eitthvað sérstaklega verið að reyna að ná þeim. Heilt yfir litið er ToB ágætur leikur. Hann er ekki besti Total War leikurinn en það er marga góða hluti að finna í leiknum. Sömuleiðis er slæma hluti að finna og þá sérstaklega varðandi gervigreind í orrustum og skort á einstökum herdeildum. Aðdáendur Total War leikjanna ættu þó ekki að verða fyrir vonbrigðum.
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Villimenn í Rómaveldi Í fyrstu lítur Total War: Attila ekki út fyrir að hafa tekið miklum breytingum frá Rome 2. Það er þó eingöngu við fyrstu sýn. 22. mars 2015 10:00 Total War serían nýtur sín í ævintýraheimum Warhammer heimurinn er kjörinn fyrir herkænskuleiki eins og Total War. 4. júlí 2016 12:00 Rome: Total War Rómaveldið var ansi magnað eins og flestir vita og eru þeir sennilega ófáir sem hafa dreymt um að vera Sesar og hafa öll þau völd sem því fylgdi. Í Total War:Rome færðu tækifæri til þess að byggja upp veldi og er markmið leiksins að leggja undir sig allar nýlendur sem mögulegt er að leggja undir sig. Þú spilar sem annaðhvort Julii, Scipii eða Brutii veldin og hafa þeir allir mismunandi áherslur. 8. apríl 2005 00:01 Total War Warhammer 2: Besti Total War leikurinn hingað til, aftur Allt sem var gott við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt og fínpússað. 15. október 2017 10:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Villimenn í Rómaveldi Í fyrstu lítur Total War: Attila ekki út fyrir að hafa tekið miklum breytingum frá Rome 2. Það er þó eingöngu við fyrstu sýn. 22. mars 2015 10:00
Total War serían nýtur sín í ævintýraheimum Warhammer heimurinn er kjörinn fyrir herkænskuleiki eins og Total War. 4. júlí 2016 12:00
Rome: Total War Rómaveldið var ansi magnað eins og flestir vita og eru þeir sennilega ófáir sem hafa dreymt um að vera Sesar og hafa öll þau völd sem því fylgdi. Í Total War:Rome færðu tækifæri til þess að byggja upp veldi og er markmið leiksins að leggja undir sig allar nýlendur sem mögulegt er að leggja undir sig. Þú spilar sem annaðhvort Julii, Scipii eða Brutii veldin og hafa þeir allir mismunandi áherslur. 8. apríl 2005 00:01
Total War Warhammer 2: Besti Total War leikurinn hingað til, aftur Allt sem var gott við fyrri leikinn hefur verið betrumbætt og fínpússað. 15. október 2017 10:00