Kári Árnason kominn heim í Víking Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 17:15 Kári Árnason kemur heim eftir HM. vísir/getty Víkingar hafa heldur betur fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni hluta Pepsi-deildarinnar en landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er búinn að skrifa undir samning við félagið til ársins 2019. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum. Kári yfirgaf Aberdeen í Skotlandi í dag og var ekki lengi að ganga frá samningum við uppeldisfélagið sem hann yfirgaf árið 2004 þegar að hann fór í atvinnumennsku til Djurgården í Svíþjóð. Hann hefur spilað í Danmörku, á Englandi, í Svíþjóð, Kýpur og í Skotlandi á fjórtán ára atvinnumannaferli en er nú á heimleið og spilar með uppeldisfélaginu eftir að HM 2018 í Rússlandi lýkur.Kári Árnason var á EM 2016 með Íslandi.Vísir/GettyKári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil og á að baki 65 landsleiki. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum Íslands á EM 2016 og hefur verið áfram lykilmaður í leiðinni á HM 2018. Kári hittir hjá Víkingi Sölva Geir Ottesen sem kom heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku síðasta haust en báðir fóru út tímabilið 2004 þegar að þeir vöktu ungir athygli með Víkingsliðinu. Víkingar hafa farið ágætlega af stað í Pepsi-deildinni og eru með fimm stig eftir þrjá leiki en þeir mæta Grindavík á föstudagskvöldið.Kári í Víkingstreyjunni.mynd/víkingurTilkynning Víkinga: „Knattspyrnudeild Víkings og Kári Árnason hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019. Þjálfarar Víkings og stjórn félagsins lýsa yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun Kára að ganga til liðs við félagið á nýjan leik. Jafnframt er gaman að geta sameinað Kára á ný með Sölva Geir Ottesen hjá félaginu þar sem þeir hófu sinn meistaraflokksferil. Kári er í fullum undirbúningi fyrir HM í knattpyrnu og mun því ekki og mun því ekki byrja að spila fyrir Víking fyrr en að þeirri keppni lokinni. Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með að geta loksins sagt: „Velkominn heim, Kári!“#vikingurfc og @karibestmeister hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.Velkominn heim, Kári!#fotbolti #gluggadagur pic.twitter.com/YaZhB4DxiL— Víkingur FC (@vikingurfc) May 15, 2018 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Víkingar hafa heldur betur fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni hluta Pepsi-deildarinnar en landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er búinn að skrifa undir samning við félagið til ársins 2019. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum. Kári yfirgaf Aberdeen í Skotlandi í dag og var ekki lengi að ganga frá samningum við uppeldisfélagið sem hann yfirgaf árið 2004 þegar að hann fór í atvinnumennsku til Djurgården í Svíþjóð. Hann hefur spilað í Danmörku, á Englandi, í Svíþjóð, Kýpur og í Skotlandi á fjórtán ára atvinnumannaferli en er nú á heimleið og spilar með uppeldisfélaginu eftir að HM 2018 í Rússlandi lýkur.Kári Árnason var á EM 2016 með Íslandi.Vísir/GettyKári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil og á að baki 65 landsleiki. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum Íslands á EM 2016 og hefur verið áfram lykilmaður í leiðinni á HM 2018. Kári hittir hjá Víkingi Sölva Geir Ottesen sem kom heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku síðasta haust en báðir fóru út tímabilið 2004 þegar að þeir vöktu ungir athygli með Víkingsliðinu. Víkingar hafa farið ágætlega af stað í Pepsi-deildinni og eru með fimm stig eftir þrjá leiki en þeir mæta Grindavík á föstudagskvöldið.Kári í Víkingstreyjunni.mynd/víkingurTilkynning Víkinga: „Knattspyrnudeild Víkings og Kári Árnason hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019. Þjálfarar Víkings og stjórn félagsins lýsa yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun Kára að ganga til liðs við félagið á nýjan leik. Jafnframt er gaman að geta sameinað Kára á ný með Sölva Geir Ottesen hjá félaginu þar sem þeir hófu sinn meistaraflokksferil. Kári er í fullum undirbúningi fyrir HM í knattpyrnu og mun því ekki og mun því ekki byrja að spila fyrir Víking fyrr en að þeirri keppni lokinni. Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með að geta loksins sagt: „Velkominn heim, Kári!“#vikingurfc og @karibestmeister hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.Velkominn heim, Kári!#fotbolti #gluggadagur pic.twitter.com/YaZhB4DxiL— Víkingur FC (@vikingurfc) May 15, 2018
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira