Íslenskan hræddi stórstjörnu REM Benedikt Bóas skrifar 19. maí 2018 09:00 Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. Fréttablaðið/Hanna „Sameiginlegur vinur var að segja honum að ég væri að gera plötu og hann átti lausa viku og spurði hvort hann gæti hjálpað,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari en fyrsta lagið af komandi sólóplötu hans, Draumaland, er byrjað að heyrast á öldum ljósvakans. Þar heyrist einnig í rödd Kens Stringfellow en hann spilaði með ofurhljómsveitinni REM á árum áður. Hann hefur spilað á yfir 200 plötum, meðal annars Man on the Moon, Reveal og Around the Sun. „Hann sagðist vera góður í bakröddum en þegar ég benti honum á að lagið væri á íslensku þá sagðist ætla að gera bara Ú og Ó og A og tók upp viðbót fyrir mig,“ segir Haukur.Hann tekur upp plötuna í Þýskalandi þar sem hann býr í stúdíóinu í viku í senn. „Dikta er enn að spila og við erum að spila hér og þar. Eftir að Skúli bassaleikari flutti til Ameríku höfum verið minna að semja og gera. Ég er alltaf að semja og búinn að vera gera það í 25 ár. Það er gaman að taka upp og mig langar að koma þessu frá mér. Ég lét því slag standa og það er um eitt og hálft ár síðan ég byrjaði.“ Sky van Hoff tekur upp plötuna og eru erlendir sessjónleikarar í aðalhlutverki. Þó er Þorbjörn Sigurðsson á bassa en hann er vanari gítarplokki. „Hann tók upp síðustu plötu með Diktu og þannig kynntist ég honum. Hann er algjör snillingur. Það er gott að fara út og kúpla sig út úr hversdagsleikanum.“ Lagið Draumaland er þegar komið í spilun og farið að heyrast á öldum ljósvakans. Haukur segir að hann hafi ætlað að koma með lag mun fyrr. „Ég ætlaði að koma með lag fyrir ári en ég eignaðist þriðja barnið síðasta sumar svo það tók tíma. Ég er að gera 12 lög og það verða kannski 10 lög á plötunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Sameiginlegur vinur var að segja honum að ég væri að gera plötu og hann átti lausa viku og spurði hvort hann gæti hjálpað,“ segir Haukur Heiðar Hauksson söngvari en fyrsta lagið af komandi sólóplötu hans, Draumaland, er byrjað að heyrast á öldum ljósvakans. Þar heyrist einnig í rödd Kens Stringfellow en hann spilaði með ofurhljómsveitinni REM á árum áður. Hann hefur spilað á yfir 200 plötum, meðal annars Man on the Moon, Reveal og Around the Sun. „Hann sagðist vera góður í bakröddum en þegar ég benti honum á að lagið væri á íslensku þá sagðist ætla að gera bara Ú og Ó og A og tók upp viðbót fyrir mig,“ segir Haukur.Hann tekur upp plötuna í Þýskalandi þar sem hann býr í stúdíóinu í viku í senn. „Dikta er enn að spila og við erum að spila hér og þar. Eftir að Skúli bassaleikari flutti til Ameríku höfum verið minna að semja og gera. Ég er alltaf að semja og búinn að vera gera það í 25 ár. Það er gaman að taka upp og mig langar að koma þessu frá mér. Ég lét því slag standa og það er um eitt og hálft ár síðan ég byrjaði.“ Sky van Hoff tekur upp plötuna og eru erlendir sessjónleikarar í aðalhlutverki. Þó er Þorbjörn Sigurðsson á bassa en hann er vanari gítarplokki. „Hann tók upp síðustu plötu með Diktu og þannig kynntist ég honum. Hann er algjör snillingur. Það er gott að fara út og kúpla sig út úr hversdagsleikanum.“ Lagið Draumaland er þegar komið í spilun og farið að heyrast á öldum ljósvakans. Haukur segir að hann hafi ætlað að koma með lag mun fyrr. „Ég ætlaði að koma með lag fyrir ári en ég eignaðist þriðja barnið síðasta sumar svo það tók tíma. Ég er að gera 12 lög og það verða kannski 10 lög á plötunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira