Red Bull og Honda hefja viðræður Bragi Þórðarson skrifar 1. maí 2018 09:00 Red Bull leitar nú að vélarframleiðanda. vísir/afp Red Bull hefur byrjað viðræður við vélarframleiðandann Honda er liðið leitar eftir vélarframleiðanda fyrir næsta tímabil. Enska liðið hefur keppt með Renault vélar frá árinu 2007 en samstarf þeirra hefur mjög opinberlega ekki verið gott síðastliðin ár. Red Bull og Renault eiga saman fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu 1. Christian Horner, sjóri Red Bull, hefur sagt opinberlega að liðið vilji skipta um vél fyrir næsta tímabil og Renault hafa því ekki mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. Sérstaklega þar sem nú hefur verksmiðjulið Renault bætt sig töluvert frá síðustu árum. Það gæti hinsvegar farið svo að Red Bull verði áfram með vélar fram franska framleiðandanum því ef ekkert annað gengur upp er liðið samningsbundið Renault út árið 2020. Margt bendir til þess að Aston Martin komi inn í íþróttina sem vélarframleiðandi og myndi Red Bull þá nota vélar frá þeim, en það myndi ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi árið 2021 þegar að nýjar reglur taka gildi. Hinir vélarframleiðendur Formúlunnar, Mercedes og Ferrari, taka það ekki í mál að setja sýnar vélar í Red Bull bílinn sem gæti þá orðið hraðari en verksmiðjubílar þeirra. Því lítur allt út fyrir að liðið muni keppa með Honda vélar næstu tvö árin. Dótturlið Red Bull, Toro Rosso, eru nú þegar byrjaðir að nota Honda vélarnar sem hafa reynst betur en síðastliðin þrjú ár, þá í McLaren bílunum. Liðin verða að gefa út hvaða vélarframleiðanda þau verða með árið 2019 fyrir 15. maí næstkomandi. Kemur þá í ljós hvort að Red Bull taki sénsinn á Honda eða haldi sig við Renault. Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Red Bull hefur byrjað viðræður við vélarframleiðandann Honda er liðið leitar eftir vélarframleiðanda fyrir næsta tímabil. Enska liðið hefur keppt með Renault vélar frá árinu 2007 en samstarf þeirra hefur mjög opinberlega ekki verið gott síðastliðin ár. Red Bull og Renault eiga saman fjóra heimsmeistaratitla í Formúlu 1. Christian Horner, sjóri Red Bull, hefur sagt opinberlega að liðið vilji skipta um vél fyrir næsta tímabil og Renault hafa því ekki mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. Sérstaklega þar sem nú hefur verksmiðjulið Renault bætt sig töluvert frá síðustu árum. Það gæti hinsvegar farið svo að Red Bull verði áfram með vélar fram franska framleiðandanum því ef ekkert annað gengur upp er liðið samningsbundið Renault út árið 2020. Margt bendir til þess að Aston Martin komi inn í íþróttina sem vélarframleiðandi og myndi Red Bull þá nota vélar frá þeim, en það myndi ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi árið 2021 þegar að nýjar reglur taka gildi. Hinir vélarframleiðendur Formúlunnar, Mercedes og Ferrari, taka það ekki í mál að setja sýnar vélar í Red Bull bílinn sem gæti þá orðið hraðari en verksmiðjubílar þeirra. Því lítur allt út fyrir að liðið muni keppa með Honda vélar næstu tvö árin. Dótturlið Red Bull, Toro Rosso, eru nú þegar byrjaðir að nota Honda vélarnar sem hafa reynst betur en síðastliðin þrjú ár, þá í McLaren bílunum. Liðin verða að gefa út hvaða vélarframleiðanda þau verða með árið 2019 fyrir 15. maí næstkomandi. Kemur þá í ljós hvort að Red Bull taki sénsinn á Honda eða haldi sig við Renault.
Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira