FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 17:00 Cohen hefur verið lögmaður Trump um árabil. Hann hefur verið lýst sem reddara fyrir auðkýfinginn. Vísir/AFP Alríkislögreglumennirnir sem gerðu húsleitir hjá lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta voru að leita að skjölum um greiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þá eru þeir sagðir hafa verið á höttunum eftir gögnum um aðkomu útgefanda æsifréttablaðsins National Enquirer að því að þagga niður í annarri þeirra.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að leitarheimild alríkislögreglunnar FBI hafi varðað mál Stephanie Clifford, klámmyndaleikkona, og Karen McDougal, Playboy-fyrirsætu, en þær segjast báðar hafa átt í sambandi við Trump árið 2006. Báðum var greitt til að þegja um samböndin rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Michael Cohen, lögmaður Trump, segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa fyrir þagmælsku hennar. Trump hefur sagt að hann hafi ekkert vitað af greiðslunni. Útgefandi National Enquirer, vinur Trump, gerði samkomulag við McDougal um kaup á sögu henni. Blaðið sagði hins vegar aldrei frá áskökunum hennar. Þá segir New York Times að það hafi verið Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem veitti persónulega heimild fyrir rassíunum á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen. Rosenstein hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu og hefur Trump gagnrýnt Rosenstein harðlega síðustu mánuði vegna hennar. Það var ríkissaksóknari Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að húsleitunum í gær. Greint hefur verið frá því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi komið upplýsingum til hans áfram sem hafi svo verið tilefni rassíanna. Trump brást ókvæða við húsleitunum í gær og í morgun. Hann sagði fréttamönnum í gær, áður en fréttir af rassíunum voru á allra vitorði, að þær væru „árás á landið okkar“. Á Twitter í morgun fullyrti forsetinn að trúnaðarsamband lögmanns og skjóstæðings væri dautt í Bandaríkjunum vegna húsleitanna. „ALGERAR NORNAVEIÐAR!!!“ básúnaði Trump einnig í tísti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fleiri fréttir Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Sjá meira
Alríkislögreglumennirnir sem gerðu húsleitir hjá lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta voru að leita að skjölum um greiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Þá eru þeir sagðir hafa verið á höttunum eftir gögnum um aðkomu útgefanda æsifréttablaðsins National Enquirer að því að þagga niður í annarri þeirra.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að leitarheimild alríkislögreglunnar FBI hafi varðað mál Stephanie Clifford, klámmyndaleikkona, og Karen McDougal, Playboy-fyrirsætu, en þær segjast báðar hafa átt í sambandi við Trump árið 2006. Báðum var greitt til að þegja um samböndin rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Michael Cohen, lögmaður Trump, segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa fyrir þagmælsku hennar. Trump hefur sagt að hann hafi ekkert vitað af greiðslunni. Útgefandi National Enquirer, vinur Trump, gerði samkomulag við McDougal um kaup á sögu henni. Blaðið sagði hins vegar aldrei frá áskökunum hennar. Þá segir New York Times að það hafi verið Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem veitti persónulega heimild fyrir rassíunum á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen. Rosenstein hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu og hefur Trump gagnrýnt Rosenstein harðlega síðustu mánuði vegna hennar. Það var ríkissaksóknari Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð að húsleitunum í gær. Greint hefur verið frá því að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi komið upplýsingum til hans áfram sem hafi svo verið tilefni rassíanna. Trump brást ókvæða við húsleitunum í gær og í morgun. Hann sagði fréttamönnum í gær, áður en fréttir af rassíunum voru á allra vitorði, að þær væru „árás á landið okkar“. Á Twitter í morgun fullyrti forsetinn að trúnaðarsamband lögmanns og skjóstæðings væri dautt í Bandaríkjunum vegna húsleitanna. „ALGERAR NORNAVEIÐAR!!!“ básúnaði Trump einnig í tísti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fleiri fréttir Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45
Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22