Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2018 08:00 Breskir rannsakendur taka sýni af vettvangi í Salisbury. Vísir/AFp Eitrið sem notað var í árásinni á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans í Salisbury í mars var einstaklega hreint Novichok-taugaeitur líkt og Bretar hafa haldið fram. Þetta staðfesti Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) í gær. „Niðurstöður greiningar rannsóknarstofa OPCW á umhverfis- og blóðsýnum sem teymi stofnunarinnar safnaði staðfesta fyrri niðurstöður rannsókna Breta á því um hvaða eiturefni er að ræða,“ sagði í samantekt sem OPCW birti. Bretar höfðu beðið stofnunina um að rannsaka sýni af eitrinu. Samkvæmt tilkynningu frá OPCW höfðu Bretar enga aðkomu að rannsókninni sjálfri. Hún hafi farið fram á fjórum aðskildum rannsóknarstofum sem hafi allar skilað sömu niðurstöðu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að nú léki enginn vafi á því hvaða efnavopni var beitt og því væri ekki hægt að útskýra árásina á annan hátt en þann að rússnesk yfirvöld hefðu staðið að henni. Rússar einir hefðu getuna til þess, ástæðuna fyrir því og sögu sambærilegra árása.Kvótmynd Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFPMeð gagnsæissjónarmið að leiðarljósi, sagði Johnson, báðu Bretar OPCW um að birta samantekt opinberlega og um að senda skýrsluna í heild á öll aðildarríki stofnunarinnar, Rússland þar með talið. Sagði ráðherrann þetta gert þar sem Bretar hefðu ekkert að fela, öndvert við Rússa. Yfirvöld í Moskvu hafa allt frá upphafi málsins sagst saklaus. Ekki var vikið frá þeirri línu í gær. Sagði María Sakarova, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að Rússar höfnuðu niðurstöðum OPCW í málinu alfarið. Þá væri engin ástæða til að trúa öðru en að þetta væri beint framhald herferðar breskra upplýsingastofnana gegn rússneska ríkinu. „Í skýrslunni er ekki að finna neinar upplýsingar um hvernig, af hverjum og í hvaða ástandi þessi sýni voru tekin,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Bætti hún því við að Rússar myndu ekki trúa neinum staðhæfingum um málið fyrr en þeir fengju að hafa beina aðkomu að rannsóknum.Þá ýjaði Sakarova jafnframt að því að Skrípal væri haldið gegn vilja sínum á sjúkrahúsinu í Salisbury. Bretar hefðu algjörlega einangrað hann og enginn hefði fengið að sjá hann í rúman mánuð. Skrípal-málið svokallaða hefur dregið dilk á eftir sér. Fjöldi Vesturlanda hefur vísað rússneskum erindrekum úr landi og þá svöruðu Rússar í sömu mynt. Ljóst er að Vesturlönd standa allflest með Bretum í málinu. „Nú er það undir Rússum komið að svara spurningum okkar og taka þátt í þessu ferli á uppbyggilegan hátt,“ sagði upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins í gær. Júlía Skrípal er á batavegi en hún fékk að fara heim af sjúkrahúsi á mánudag. Í yfirlýsingu á miðvikudag sagðist hún enn þjást af eftirverkunum eitrunarinnar og að faðir hennar væri enn alvarlega veikur. Þá sagðist hún hafa hafnað boði rússneska sendiráðsins um að aðstoða hana. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Eitrið sem notað var í árásinni á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans í Salisbury í mars var einstaklega hreint Novichok-taugaeitur líkt og Bretar hafa haldið fram. Þetta staðfesti Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) í gær. „Niðurstöður greiningar rannsóknarstofa OPCW á umhverfis- og blóðsýnum sem teymi stofnunarinnar safnaði staðfesta fyrri niðurstöður rannsókna Breta á því um hvaða eiturefni er að ræða,“ sagði í samantekt sem OPCW birti. Bretar höfðu beðið stofnunina um að rannsaka sýni af eitrinu. Samkvæmt tilkynningu frá OPCW höfðu Bretar enga aðkomu að rannsókninni sjálfri. Hún hafi farið fram á fjórum aðskildum rannsóknarstofum sem hafi allar skilað sömu niðurstöðu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að nú léki enginn vafi á því hvaða efnavopni var beitt og því væri ekki hægt að útskýra árásina á annan hátt en þann að rússnesk yfirvöld hefðu staðið að henni. Rússar einir hefðu getuna til þess, ástæðuna fyrir því og sögu sambærilegra árása.Kvótmynd Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFPMeð gagnsæissjónarmið að leiðarljósi, sagði Johnson, báðu Bretar OPCW um að birta samantekt opinberlega og um að senda skýrsluna í heild á öll aðildarríki stofnunarinnar, Rússland þar með talið. Sagði ráðherrann þetta gert þar sem Bretar hefðu ekkert að fela, öndvert við Rússa. Yfirvöld í Moskvu hafa allt frá upphafi málsins sagst saklaus. Ekki var vikið frá þeirri línu í gær. Sagði María Sakarova, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að Rússar höfnuðu niðurstöðum OPCW í málinu alfarið. Þá væri engin ástæða til að trúa öðru en að þetta væri beint framhald herferðar breskra upplýsingastofnana gegn rússneska ríkinu. „Í skýrslunni er ekki að finna neinar upplýsingar um hvernig, af hverjum og í hvaða ástandi þessi sýni voru tekin,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Bætti hún því við að Rússar myndu ekki trúa neinum staðhæfingum um málið fyrr en þeir fengju að hafa beina aðkomu að rannsóknum.Þá ýjaði Sakarova jafnframt að því að Skrípal væri haldið gegn vilja sínum á sjúkrahúsinu í Salisbury. Bretar hefðu algjörlega einangrað hann og enginn hefði fengið að sjá hann í rúman mánuð. Skrípal-málið svokallaða hefur dregið dilk á eftir sér. Fjöldi Vesturlanda hefur vísað rússneskum erindrekum úr landi og þá svöruðu Rússar í sömu mynt. Ljóst er að Vesturlönd standa allflest með Bretum í málinu. „Nú er það undir Rússum komið að svara spurningum okkar og taka þátt í þessu ferli á uppbyggilegan hátt,“ sagði upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins í gær. Júlía Skrípal er á batavegi en hún fékk að fara heim af sjúkrahúsi á mánudag. Í yfirlýsingu á miðvikudag sagðist hún enn þjást af eftirverkunum eitrunarinnar og að faðir hennar væri enn alvarlega veikur. Þá sagðist hún hafa hafnað boði rússneska sendiráðsins um að aðstoða hana.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33
Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23
Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21