Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 16. apríl 2018 10:00 Keflvíkingar eru komnir aftur í deild þeirra bestu. Víkurfréttir/Páll Ketilsson Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Keflavík 12. sæti deildarinnar í sumar og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. Keflavík hafnaði í öðru sæti í næst efstu deild á síðustu leiktíð á eftir Fylki en liðið var í toppbaráttunni allt mótið og leiddi það lengi vel. Suðurnesjamenn voru búnir að daðra við fallið í nokkur ár áður en liðið fór niður með miklum stæl árið 2015 en þá fékk það aðeins tíu stig og fékk á sig 61 mark. Keflvíkingar hafa oftast staðið sig mjög vel sem nýliðar en síðast þegar að liðið kom upp árið 2004 hafnaði það í fimmta sæti og varð bikarmeistari. Þegar að það kom upp árið 1993 endaði Keflavík í 3. sæti og komst í bikarúrslitaleik. Keflavík hefur alltaf haldið sér í deildinni sem nýliði og gert mjög vel í bikar. Þjálfari Keflavíkur er Guðlaugur Baldursson en hann tók við liðinu síðasta haust og kom því upp í fyrstu tilraun. Laugi, eins og hann er kallaður, var sigursæll aðstoðarþjálfari FH áður en hann flaug úr hreiðrinu þar en Guðlaugur þjálfaði fyrst ÍBV í efstu deild árið 2005. Þá var hann einnig þjálfari ÍR í 1. og 2. deild frá 2008-2011.Svona munum við eftir KeflavíkMinningin um síðasta Pepsi-deildarlið Keflavíkur er ekki góð. Liðið var stútfullt af áhugalausum og slökum erlendum leikmönnum sem gerðu ekkert fyrir Suðurnesjamenn og hver skelfilegu úrslitin fylgdu í kjölfarið á öðrum. Keflvíkingar voru í basli allt sumarið en vonuðust til þess að spyrna sér frá botninum í Víkinni í tólftu umferðinni 2015 þar sem tvö lið í vandræðum mættust. Það er skemmst frá því að segja að Keflvíkingar sukku bara dýpra því þeir töpuðu, 7-1, og enduðu með því að falla. Liðið og lykilmenngrafík/gvendurStyrkleiki Keflavíkur liggur í þremur reynsluboltum í vörn, miðju og sókn. Í kringum þessa reynslubolta eru yngri menn sem Laugi blóðgaði í fyrra en þeir eiga eftir að spila alvöru mínútur í efstu deild. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá lykilmönnum í vetur en lítið má út af bregða í liði Keflavíkur.Þrír sem Keflavík treystir á:Marc McAusland: Skoski miðvörðurinn kom til Keflavíkur fyrir sumarið 2016 og hefur verið besti varnarmaður deildarinnar síðan þá. Hann var ekki bara einn besti varnarmaður Inkasso-deildarinnar í fyrra heldur einn allra besti leikmaðurinn. McAusland er mikill leiðtogi sem hefur gert til dæmis mikið fyrir hinn stórefnilega Ísak Óla Ólafsson sem spilaði við hlið hans í hjarta varnarinnar hjá Keflavík í fyrra. Það verður mikil ábyrgð á herðum Skotans í sumar.Hólmar Örn Rúnarsson: Lengi lifir í gömlum og allt það. Það er alveg ástæða fyrir því að Keflavík fór ekki upp 2016 þegar að Hólmar var meiddur og að liðið fór upp þegar að hann var kominn aftur úr meiðslum á síðustu leiktíð. Liðið var allt annað með hann innanborðs enda úrvals leikmaður með mikið keppnisskap og Keflavíkurhjarta úr gulli. Hólmar verður vissulega 37 ára í ár en þetta er algjör lykilmaður á miðjunni hjá Suðurnesjamönnum.Jeppe Hansen: Ef Keflavíkurliðið ætlar að halda sér uppi verður danski jeppinn að skora eins og árið sé 2014 og 2015. Jeppe kom með miklum fítónskrafti inn í Pepsi-deildina það árið og skoraði sex mörk í níu leikjum. Hann skoraði svo átta mörk árið eftir en náði sér ekki á strik 2016. Hann fann markaskóna aftur fyrir síðustu leiktíð og skoraði fimmtán mörk í Inkasso-deildinni en það er stór munur á deildunum. Markaðurinn grafík/gvendurMiðað við hvað Keflvíkingar voru öflugir á markaðnum fyrir síðustu leiktíð í Inkasso-deildinni hefur ekkert verið að frétta í vetur. Liðið hefur bætt við sig einum hægri bakverði í Aroni Róbertssyni sem vissulega stóð sig vel í Grindavík í fyrra en Bojan Ljubicic var í aukahlutverki í slöku liði Fjölnis. Tveir reynsluboltar hafa lagt skóna á hilluna en annað hefur ekki gerst á Nettó-vellinum í vetur. Búist var við að Keflvíkingar myndu styrkja sig enn frekar en Guðlaugi virðist hafa verið settur stóllinn fyrir dyrnar þegar kemur að leikmannakaupum. Það er vissulega Pepsi-deildar reynsla í mörgum leikmönnum í hópnum en gleymum því ekki að það eru leikmennirnir sem döðruðu við fallið í nokkur ár áður en að liðið féll. Þeir eru ekki orðnir þeim mun betri núna.Markaðseinkunn: FHvað segir sérfræðingurinn?„Keflvíkingar hafa ekki náð að styrkja sig í vetur. Þeir segja styrkinn hafa komið í fyrra þegar að þeir bættu við sig Jeppe Hansen og Lasse Riise sem verða liðinu mjög mikilvægir í sumar,“ segir Indriði Sigurðsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, um Keflavíkurliðið, en hann verður einn sérfræðinga Pepsi-markanna í sumar. „Keflavíkur hefur gælt við að spila 3-5-2 en hefur ekki alveg mannskapinn í það. Liðið hefur því farið í 4-3-3 eins og Laugi vill spila. Það hefur gengið svona upp og ofan í vetur enda með lykilmenn meidda,“ segir Indriði. „Það verður mikilvægt fyrir Keflavík að byrja mótið vel. Sigurbergur Elísson og Lasse Riise eru ekki búnir að vera með í vetur og það hefur sést. Liðið er ekki það sama heldur með og án Hólmars.“ „Ísak og Mark, skotinn, mynda góða hafsentalínu og svo mun mæða mikið á framherjunum. Þetta er ungt lið en þó búið að spila mikið saman. Reynslan er lítil í Pepsi þannig að þetta verður erfitt fyrir Keflavík,“ segir Indriði Sigurðsson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um Keflavík er ... að það er mikil hefð fyrir fótbolta í Keflavík og liðinu hefur vanalega gengið vel sem nýliði. Það skal samt enginn láta blekkjast og fara að bera 2004-liðið saman við liðið í dag. Þar er stór munur á. Keflavík er heppið að vera með snjallan og góðan þjálfara sem hefur áður verið í fallbaráttu og reynslan bæði af Pepsi-deildinni og fallbaráttunni mun hjálpa liðinu. Keflavík er með miðvörð og framherja í hæsta gæðaflokki og unga og spennandi leikmenn í bland við reynslubolta. Blandan er því nokkuð fín.Spurningamerkin eru ... hvað ungu leikmennirnir gera í deild þeirra bestu. Geta þeir tekið skref upp á við? Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður U21 árs landsliðsins, getur verið mjög mistækur en hann þarf að fækka stórum mistökum. Þrátt fyrir nokkra öfluga pósta eru aðrir leikmenn með litla sem enga reynslu af deild þeirra bestu og breiddin er ekki mikil í hópnum. Deyfðin á markaðnum gæti orðið til þess að Keflavík kveðji Pepsi-deildina aftur í haust.Binni bjartsýni og Siggi svartsýni Binni: Ég veit ekki hvað fólk er að pæla með að spá okkur niður. Við höfum aldrei fallið sem nýliðar og erum með landsliðsmarkvörð sem á eftir að blómstra, besta varnarmann deildarinnar í Marc McAusland og hreinræktaðan markaskorara í Jeppe Hansen sem hefur sannað sig í efstu deild. Þá erum við með efnilegasta leikmann deildarinnar í Ísak Óla Ólafssyni, bróður Sindra. Ég meina, gaurinn sagði bara takk, en nei takk, við Leeds. Ég veit ekki hvort B-deildarlið á Englandi séu að bjóða mörgum öðrum 2000 módelum frá Íslandi samning. Laugi er svo snillingur að þjálfa. Ég er alveg raunsær þó að ég sé bjartsýnn. Við höldum okkur uppi nokkuð þægilega og förum væntanlega í bikarúrslit eins og vanalega sem nýliðar.Siggi: Þú ert eitthvað bilaður, Binni. Nýliðar sem gera ekkert á markaðnum falla. Við erum ekki að koma upp með ungan Hólmar Örn, Hallgrím Jónasson og Baldur Sig. Þessir strákar í dag eru ekki á sama leveli. Breiddin hjá okkur er lítil sem engin og ef eitthvað kemur fyrir McAusland eða Jeppann erum við dauðir og grafnir. Ég veit ekki hvort þú sást marga leiki í vetur en þetta hefur ekki litið vel út. Ég sé ekki að við getum með nokkru móti haldið okkur uppi. Ég vonast bara til að við föllum með meiri sæmd en síðast. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Keflavík 12. sæti deildarinnar í sumar og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. Keflavík hafnaði í öðru sæti í næst efstu deild á síðustu leiktíð á eftir Fylki en liðið var í toppbaráttunni allt mótið og leiddi það lengi vel. Suðurnesjamenn voru búnir að daðra við fallið í nokkur ár áður en liðið fór niður með miklum stæl árið 2015 en þá fékk það aðeins tíu stig og fékk á sig 61 mark. Keflvíkingar hafa oftast staðið sig mjög vel sem nýliðar en síðast þegar að liðið kom upp árið 2004 hafnaði það í fimmta sæti og varð bikarmeistari. Þegar að það kom upp árið 1993 endaði Keflavík í 3. sæti og komst í bikarúrslitaleik. Keflavík hefur alltaf haldið sér í deildinni sem nýliði og gert mjög vel í bikar. Þjálfari Keflavíkur er Guðlaugur Baldursson en hann tók við liðinu síðasta haust og kom því upp í fyrstu tilraun. Laugi, eins og hann er kallaður, var sigursæll aðstoðarþjálfari FH áður en hann flaug úr hreiðrinu þar en Guðlaugur þjálfaði fyrst ÍBV í efstu deild árið 2005. Þá var hann einnig þjálfari ÍR í 1. og 2. deild frá 2008-2011.Svona munum við eftir KeflavíkMinningin um síðasta Pepsi-deildarlið Keflavíkur er ekki góð. Liðið var stútfullt af áhugalausum og slökum erlendum leikmönnum sem gerðu ekkert fyrir Suðurnesjamenn og hver skelfilegu úrslitin fylgdu í kjölfarið á öðrum. Keflvíkingar voru í basli allt sumarið en vonuðust til þess að spyrna sér frá botninum í Víkinni í tólftu umferðinni 2015 þar sem tvö lið í vandræðum mættust. Það er skemmst frá því að segja að Keflvíkingar sukku bara dýpra því þeir töpuðu, 7-1, og enduðu með því að falla. Liðið og lykilmenngrafík/gvendurStyrkleiki Keflavíkur liggur í þremur reynsluboltum í vörn, miðju og sókn. Í kringum þessa reynslubolta eru yngri menn sem Laugi blóðgaði í fyrra en þeir eiga eftir að spila alvöru mínútur í efstu deild. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá lykilmönnum í vetur en lítið má út af bregða í liði Keflavíkur.Þrír sem Keflavík treystir á:Marc McAusland: Skoski miðvörðurinn kom til Keflavíkur fyrir sumarið 2016 og hefur verið besti varnarmaður deildarinnar síðan þá. Hann var ekki bara einn besti varnarmaður Inkasso-deildarinnar í fyrra heldur einn allra besti leikmaðurinn. McAusland er mikill leiðtogi sem hefur gert til dæmis mikið fyrir hinn stórefnilega Ísak Óla Ólafsson sem spilaði við hlið hans í hjarta varnarinnar hjá Keflavík í fyrra. Það verður mikil ábyrgð á herðum Skotans í sumar.Hólmar Örn Rúnarsson: Lengi lifir í gömlum og allt það. Það er alveg ástæða fyrir því að Keflavík fór ekki upp 2016 þegar að Hólmar var meiddur og að liðið fór upp þegar að hann var kominn aftur úr meiðslum á síðustu leiktíð. Liðið var allt annað með hann innanborðs enda úrvals leikmaður með mikið keppnisskap og Keflavíkurhjarta úr gulli. Hólmar verður vissulega 37 ára í ár en þetta er algjör lykilmaður á miðjunni hjá Suðurnesjamönnum.Jeppe Hansen: Ef Keflavíkurliðið ætlar að halda sér uppi verður danski jeppinn að skora eins og árið sé 2014 og 2015. Jeppe kom með miklum fítónskrafti inn í Pepsi-deildina það árið og skoraði sex mörk í níu leikjum. Hann skoraði svo átta mörk árið eftir en náði sér ekki á strik 2016. Hann fann markaskóna aftur fyrir síðustu leiktíð og skoraði fimmtán mörk í Inkasso-deildinni en það er stór munur á deildunum. Markaðurinn grafík/gvendurMiðað við hvað Keflvíkingar voru öflugir á markaðnum fyrir síðustu leiktíð í Inkasso-deildinni hefur ekkert verið að frétta í vetur. Liðið hefur bætt við sig einum hægri bakverði í Aroni Róbertssyni sem vissulega stóð sig vel í Grindavík í fyrra en Bojan Ljubicic var í aukahlutverki í slöku liði Fjölnis. Tveir reynsluboltar hafa lagt skóna á hilluna en annað hefur ekki gerst á Nettó-vellinum í vetur. Búist var við að Keflvíkingar myndu styrkja sig enn frekar en Guðlaugi virðist hafa verið settur stóllinn fyrir dyrnar þegar kemur að leikmannakaupum. Það er vissulega Pepsi-deildar reynsla í mörgum leikmönnum í hópnum en gleymum því ekki að það eru leikmennirnir sem döðruðu við fallið í nokkur ár áður en að liðið féll. Þeir eru ekki orðnir þeim mun betri núna.Markaðseinkunn: FHvað segir sérfræðingurinn?„Keflvíkingar hafa ekki náð að styrkja sig í vetur. Þeir segja styrkinn hafa komið í fyrra þegar að þeir bættu við sig Jeppe Hansen og Lasse Riise sem verða liðinu mjög mikilvægir í sumar,“ segir Indriði Sigurðsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, um Keflavíkurliðið, en hann verður einn sérfræðinga Pepsi-markanna í sumar. „Keflavíkur hefur gælt við að spila 3-5-2 en hefur ekki alveg mannskapinn í það. Liðið hefur því farið í 4-3-3 eins og Laugi vill spila. Það hefur gengið svona upp og ofan í vetur enda með lykilmenn meidda,“ segir Indriði. „Það verður mikilvægt fyrir Keflavík að byrja mótið vel. Sigurbergur Elísson og Lasse Riise eru ekki búnir að vera með í vetur og það hefur sést. Liðið er ekki það sama heldur með og án Hólmars.“ „Ísak og Mark, skotinn, mynda góða hafsentalínu og svo mun mæða mikið á framherjunum. Þetta er ungt lið en þó búið að spila mikið saman. Reynslan er lítil í Pepsi þannig að þetta verður erfitt fyrir Keflavík,“ segir Indriði Sigurðsson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um Keflavík er ... að það er mikil hefð fyrir fótbolta í Keflavík og liðinu hefur vanalega gengið vel sem nýliði. Það skal samt enginn láta blekkjast og fara að bera 2004-liðið saman við liðið í dag. Þar er stór munur á. Keflavík er heppið að vera með snjallan og góðan þjálfara sem hefur áður verið í fallbaráttu og reynslan bæði af Pepsi-deildinni og fallbaráttunni mun hjálpa liðinu. Keflavík er með miðvörð og framherja í hæsta gæðaflokki og unga og spennandi leikmenn í bland við reynslubolta. Blandan er því nokkuð fín.Spurningamerkin eru ... hvað ungu leikmennirnir gera í deild þeirra bestu. Geta þeir tekið skref upp á við? Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður U21 árs landsliðsins, getur verið mjög mistækur en hann þarf að fækka stórum mistökum. Þrátt fyrir nokkra öfluga pósta eru aðrir leikmenn með litla sem enga reynslu af deild þeirra bestu og breiddin er ekki mikil í hópnum. Deyfðin á markaðnum gæti orðið til þess að Keflavík kveðji Pepsi-deildina aftur í haust.Binni bjartsýni og Siggi svartsýni Binni: Ég veit ekki hvað fólk er að pæla með að spá okkur niður. Við höfum aldrei fallið sem nýliðar og erum með landsliðsmarkvörð sem á eftir að blómstra, besta varnarmann deildarinnar í Marc McAusland og hreinræktaðan markaskorara í Jeppe Hansen sem hefur sannað sig í efstu deild. Þá erum við með efnilegasta leikmann deildarinnar í Ísak Óla Ólafssyni, bróður Sindra. Ég meina, gaurinn sagði bara takk, en nei takk, við Leeds. Ég veit ekki hvort B-deildarlið á Englandi séu að bjóða mörgum öðrum 2000 módelum frá Íslandi samning. Laugi er svo snillingur að þjálfa. Ég er alveg raunsær þó að ég sé bjartsýnn. Við höldum okkur uppi nokkuð þægilega og förum væntanlega í bikarúrslit eins og vanalega sem nýliðar.Siggi: Þú ert eitthvað bilaður, Binni. Nýliðar sem gera ekkert á markaðnum falla. Við erum ekki að koma upp með ungan Hólmar Örn, Hallgrím Jónasson og Baldur Sig. Þessir strákar í dag eru ekki á sama leveli. Breiddin hjá okkur er lítil sem engin og ef eitthvað kemur fyrir McAusland eða Jeppann erum við dauðir og grafnir. Ég veit ekki hvort þú sást marga leiki í vetur en þetta hefur ekki litið vel út. Ég sé ekki að við getum með nokkru móti haldið okkur uppi. Ég vonast bara til að við föllum með meiri sæmd en síðast.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira