Forhúð og friður Ívar Halldórsson skrifar 20. mars 2018 09:36 Ég hef verið að fylgjast með umræðunni um umskurð drengja. Ég hef tekið eftir því að eins og venjulega er almenningur fljótur að mynda sér skoðanir á málefnum sem hann þekkir ekki endilega mjög vel. Við erum oft svo fljót að æsa okkur yfir einhverju sem einhver fleygir fram í tilfinningahita. Í kjölfarið tökum við oft fljótfærnislegar og illa ígrundaðar ákvarðanir sem við byggjum á tilfinningum umfram skynsemi. Einhver segir eitthvað í fjölmiðlum fyrir hádegi hér á landi og við almenningurinn drífum okkur að hneykslast á einhverju sem við höfum ekki hundsvit á strax eftir hádegi. Íslendingar eru fljótir upp ef þeim finnst eitthvað ósanngjarnt – sem er auðvitað mjög gott í sjálfu sér...en bara stundum of fljótir. Ég hef sjálfur gefið mér tíma til að skoða málið frá mörgum hliðum. Ég er búinn að ræða við fólk hérlendis og erlendis, trúaða og vantrúaða – meira að segja óumskorinn gyðing sem ég þekki ekki neitt! Ég hef lesið rannsóknir og farið á fund með sendiherra Ísraels í Noregi varðandi þetta umdeilda mál. Ég er sannfærður um að það fólk sem er mest áberandi í umræðunni hefur ekki hugsað málið út frá öllum hliðum né farið í ítarlega og hlutlausa upplýsingaöflun um þetta mál. Það er hvorki einfalt né skynsamlegt að ráðast í afnám umskurðar með einu pennastriki á sama tíma og við berjumst fyrir trúfrelsi, jafnrétti og heilbrigðu siðferði í flóknu samfélagsmynstri. Í okkar landi viljum við flest að virðing sé borin fyrir ólíkum skoðunum, ólíkum bakgrunni og framandi hefðum. Við þurfum því að spyrja okkur: Hvernig getum við sagt gyðingum og múslimum að þeir megi ekki lengur halda í mörg þúsund ára trúarhefðir án þess að móðga þá, gera lítið úr aldagömlum hefðum þeirra eða ráðast gegn trúfrelsi þeirra? Þetta er viðkvæmt mál sem við getum ekki afgreitt svo til án umhugsunar. Hvernig getum við með fullu viti sent móður nýfædds barns í fangelsi fyrir “forhúðarglæp” án þess að það komi einmitt niður á barninu sem við viljum vernda? Af tvennu “illu” er þá líklega betra að barnið missi forhúðina en móður sína í sex ár. Hvernig getum við boðið innflytjendur velkomna inn í land okkar og um leið ráðist að trúfrelsi, samfélagsmynstri og rótgrónum hefðum þeirra? Hingað til höfum við reynt að koma til móts við þá á margs konar hátt, t.d. með útilokun svínakjöts í almenningsskólum. Við höfum alltaf reynt að fara einhvern milliveg í viðkvæmum málefnum til að særa ekki fólk eða vísvitandi valda því að það þurfi að svíkja samvisku sína eða ráðast gegn eigin sannfæringu. Hvernig getum við sannfært virta vísindamenn og rannsóknarlækna um að vel rökstuddar og viðurkenndar niðurstöður rannsókna þeirra séu rangar; að umskurður komi ekki í veg fyrir krabbamein í limi/blöðruhálsi, kynsjúkdóma, eyðni og þvagrásarsýkingu*? Við getum ekki virt að vettugi niðurstöður fjölda opinberra rannsókna án þess að færa óyggjandi rök fyrir því að þær séu rangar en ekki aðrar rannsóknir sem við viljum að séu réttar. Líklega hafa þær allar að geyma einhvern sannleika á sinn hátt og megum við ekki bara grípa þær sem okkur líkar á meðan við hundsum hinar. Hér eru yfirlýsingar frá vel þekktum og viðurkenndum samtökum um umskurð drengja: Samkvæmt CDC (Centers for Disease Control and Prevention) eru minni líkur á að umskorinn karlmaður smitist af eyðni frá kvenmanni og er hætta á krabbameini í limi minni. Sömuleiðis minnka líkur á þvagrásarsýkingu. Að sama skapi segir CDC að ef forhúð er fjarlægð minnki líkur á leghálskrabbameini hjá konum sem og ýmsum kynfærasjúkdómum. Þá kemur einnig fram að þrátt fyrir að einhver áhætta fylgi umskurði, s.s. sársauki, blæðing og sýking séu alvarlegri afleiðingar og fylgikvillar afar sjaldgæfir. Samkvæmt WHO (World Health Organization) minnka líkur á eyðnissmiti umskorins karlmanns frá kvenmanni um allt að 60%. Umskurður sem framkvæmdur er í faglegu umhverfi af vel þjálfuðum heilbrigðisfulltrúum er þá talinn hættulaus. WHO/UNAIDS undirstrikar að umskurður skuli álitin árangursrík forvörn gegn HIV í löndum og á svæðum þar sem skæð útbreiðsla kynsjúkdóma meðal gagnkynhneigðra er vandamál, og einnig þar sem eyðni er útbreidd. Samkvæmt niðurstöðum American Academy of Pediatrics (AAP) frá 27. ágúst, 2012 er heilbrigðislegur ávinningur umskurðar á nýfæddum drengjum mun meiri en hætturnar. Þá kemur fram að alvarleg tilfelli séu mjög sjaldgæf þar sem vel þjálfaðir heilbrigðisfulltrúar annast umskurðinn. Um leið eins og gefur að skilja er áhættan meiri þar sem óþjálfaðir einstaklingar framkvæma umskurðinn. Fjöldi rannsókna, sem ég hef ekki pláss til að tíunda hér, hafa leitt í ljós fjölmarga læknisfræðilega kosti umskurðar ungbarna. Það gefur því að skilja að með því að setja refsingarlög á umskurð ungbarna sem framkvæmdur er á faglegan hátt erum við um leið að meina foreldrum að velja það sem þeir telja barninu fyrir bestu. Þá er þetta ekki lengur bara spurning um mögulegt brot á trúfrelsi. Nú er málið orðið siðferðismál þar sem réttur foreldra til að hugsa um hag barnsins hangir í burðarliðnum. Líkt og foreldrar hafa rétt til að taka ákvörðun fyrir barn sitt um að láta starfsmann skartgripaverslunar gera gat í eyra þess fáum vikum eftir fæðingu, til að spara því sársaukann seinna, hallast ég að því að foreldrum gangi sömuleiðis gott eitt til þegar þeir ákveða að umskera afkvæmi sitt til að spara því sársauka og sýkingu seinna meir. Reynslan ætti að hafa kennt okkur að það er ekki skynsamlegt að banna foreldrum að fylgja sannfæringu sinni svo lengi sem heilbrigði barna þeirra sé í fyrirrúmi – og þá sér í lagi þegar slíkar opinberar aðfarir hafa þær afleiðingar að þeim finnst vegið að trúfrelsi sínu, hefðum og umhyggju fyrir barninu. Að mínu mati þarf að finna lausn sem allir geta verið sáttir við – þ.e. fara einhvern milliveg. Það þarf eflaust að setja aldursmörk á umskurð, en samkvæmt rannsóknum er hættuminnst að framkvæma slíka aðgerð á fyrstu dögum eftir fæðingu. Þá veit ég að samkvæmt Biblíu kristinna manna á ekki að umskera ungabarn eftir áttunda dag og einnig skal alls ekki umskera barn ef það leggur líf barnsins í hættu. Þetta fékk ég staðfest hjá strangtrúuðum gyðingi um daginn. Í nútímaþjóðfélagi er mikilvægt að gera kröfur um að aðgerð sem þessi sé framkvæmd af fagmönnum á viðurkenndri heilbrigðisstofnun. Ef einhver líkamlegur veikleiki nýfædds barns eykur hættu á að umskurður stofni lífi þess í hættu er eðlilegt að heilbrigðisfulltrúi leyfi ekki aðgerðina. Auðvitað verðum við að fara þá leið sem stofnar með engu móti lífi barna í hættu. Að banna hins vegar umskurð með tilheyrandi hótunum um refsingu og fangelsisvist eykur einungis hættuna á því að foreldrar sniðgangi heilbrigðiskerfið er það lætur umskera börn sín og stofni þeim um leið í mjög svo óþarfa lífshættu. Ég held að við þurfum að hugsa okkur vel um áður en við tökum afgerandi ákvarðanir um þetta viðkvæma mál - ákvarðanir sem hafa jafnvel enn afdrifaríkari afleiðingar en þær sem við teljum okkur vera að fyrirbyggja. Þetta er ekki endilega spurning um að vera með eða á móti umskurði. Þetta er spurning um að taka ekki fljótfærnislega ákvörðun um eitthvað sem fjöldi friðelskandi fólks gæti litið á sem fordómafullar aðgerðir gegn sið- og trúfrelsi þeirra. Þótt ég og þú kjósum kannski ekki að láta umskera okkar eigin ungabörn, og skiljum kannski ekki með nokkru móti hvernig aðrir geta hugsað sér slíkt, skulum við þó ekki þröngva okkar skoðunum upp á aðra í tilfinningahita. Finnum friðsamlega og upplýsta leið til að leysa málin - leið sem flestir geta sæst á með tilheyrandi varnöglum. Látum virðingu, skilning og almenna umhyggju lýsa okkur leiðina að ásættanlegri lausn sem endurspeglar velferð barna okkar, fagnar fjölbreytileika og virðir mismunandi skoðanir fólks í landinu okkar.*(niðurstöður bresks rannsóknarteymis: Larke, Thomas, dos Santos Silva & Weiss, „Male circumcision and penile cancer: a systematic review amd meta-analysis“, Cancer Causes Control 22(8), August 2011, pp, 1097-1110). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég hef verið að fylgjast með umræðunni um umskurð drengja. Ég hef tekið eftir því að eins og venjulega er almenningur fljótur að mynda sér skoðanir á málefnum sem hann þekkir ekki endilega mjög vel. Við erum oft svo fljót að æsa okkur yfir einhverju sem einhver fleygir fram í tilfinningahita. Í kjölfarið tökum við oft fljótfærnislegar og illa ígrundaðar ákvarðanir sem við byggjum á tilfinningum umfram skynsemi. Einhver segir eitthvað í fjölmiðlum fyrir hádegi hér á landi og við almenningurinn drífum okkur að hneykslast á einhverju sem við höfum ekki hundsvit á strax eftir hádegi. Íslendingar eru fljótir upp ef þeim finnst eitthvað ósanngjarnt – sem er auðvitað mjög gott í sjálfu sér...en bara stundum of fljótir. Ég hef sjálfur gefið mér tíma til að skoða málið frá mörgum hliðum. Ég er búinn að ræða við fólk hérlendis og erlendis, trúaða og vantrúaða – meira að segja óumskorinn gyðing sem ég þekki ekki neitt! Ég hef lesið rannsóknir og farið á fund með sendiherra Ísraels í Noregi varðandi þetta umdeilda mál. Ég er sannfærður um að það fólk sem er mest áberandi í umræðunni hefur ekki hugsað málið út frá öllum hliðum né farið í ítarlega og hlutlausa upplýsingaöflun um þetta mál. Það er hvorki einfalt né skynsamlegt að ráðast í afnám umskurðar með einu pennastriki á sama tíma og við berjumst fyrir trúfrelsi, jafnrétti og heilbrigðu siðferði í flóknu samfélagsmynstri. Í okkar landi viljum við flest að virðing sé borin fyrir ólíkum skoðunum, ólíkum bakgrunni og framandi hefðum. Við þurfum því að spyrja okkur: Hvernig getum við sagt gyðingum og múslimum að þeir megi ekki lengur halda í mörg þúsund ára trúarhefðir án þess að móðga þá, gera lítið úr aldagömlum hefðum þeirra eða ráðast gegn trúfrelsi þeirra? Þetta er viðkvæmt mál sem við getum ekki afgreitt svo til án umhugsunar. Hvernig getum við með fullu viti sent móður nýfædds barns í fangelsi fyrir “forhúðarglæp” án þess að það komi einmitt niður á barninu sem við viljum vernda? Af tvennu “illu” er þá líklega betra að barnið missi forhúðina en móður sína í sex ár. Hvernig getum við boðið innflytjendur velkomna inn í land okkar og um leið ráðist að trúfrelsi, samfélagsmynstri og rótgrónum hefðum þeirra? Hingað til höfum við reynt að koma til móts við þá á margs konar hátt, t.d. með útilokun svínakjöts í almenningsskólum. Við höfum alltaf reynt að fara einhvern milliveg í viðkvæmum málefnum til að særa ekki fólk eða vísvitandi valda því að það þurfi að svíkja samvisku sína eða ráðast gegn eigin sannfæringu. Hvernig getum við sannfært virta vísindamenn og rannsóknarlækna um að vel rökstuddar og viðurkenndar niðurstöður rannsókna þeirra séu rangar; að umskurður komi ekki í veg fyrir krabbamein í limi/blöðruhálsi, kynsjúkdóma, eyðni og þvagrásarsýkingu*? Við getum ekki virt að vettugi niðurstöður fjölda opinberra rannsókna án þess að færa óyggjandi rök fyrir því að þær séu rangar en ekki aðrar rannsóknir sem við viljum að séu réttar. Líklega hafa þær allar að geyma einhvern sannleika á sinn hátt og megum við ekki bara grípa þær sem okkur líkar á meðan við hundsum hinar. Hér eru yfirlýsingar frá vel þekktum og viðurkenndum samtökum um umskurð drengja: Samkvæmt CDC (Centers for Disease Control and Prevention) eru minni líkur á að umskorinn karlmaður smitist af eyðni frá kvenmanni og er hætta á krabbameini í limi minni. Sömuleiðis minnka líkur á þvagrásarsýkingu. Að sama skapi segir CDC að ef forhúð er fjarlægð minnki líkur á leghálskrabbameini hjá konum sem og ýmsum kynfærasjúkdómum. Þá kemur einnig fram að þrátt fyrir að einhver áhætta fylgi umskurði, s.s. sársauki, blæðing og sýking séu alvarlegri afleiðingar og fylgikvillar afar sjaldgæfir. Samkvæmt WHO (World Health Organization) minnka líkur á eyðnissmiti umskorins karlmanns frá kvenmanni um allt að 60%. Umskurður sem framkvæmdur er í faglegu umhverfi af vel þjálfuðum heilbrigðisfulltrúum er þá talinn hættulaus. WHO/UNAIDS undirstrikar að umskurður skuli álitin árangursrík forvörn gegn HIV í löndum og á svæðum þar sem skæð útbreiðsla kynsjúkdóma meðal gagnkynhneigðra er vandamál, og einnig þar sem eyðni er útbreidd. Samkvæmt niðurstöðum American Academy of Pediatrics (AAP) frá 27. ágúst, 2012 er heilbrigðislegur ávinningur umskurðar á nýfæddum drengjum mun meiri en hætturnar. Þá kemur fram að alvarleg tilfelli séu mjög sjaldgæf þar sem vel þjálfaðir heilbrigðisfulltrúar annast umskurðinn. Um leið eins og gefur að skilja er áhættan meiri þar sem óþjálfaðir einstaklingar framkvæma umskurðinn. Fjöldi rannsókna, sem ég hef ekki pláss til að tíunda hér, hafa leitt í ljós fjölmarga læknisfræðilega kosti umskurðar ungbarna. Það gefur því að skilja að með því að setja refsingarlög á umskurð ungbarna sem framkvæmdur er á faglegan hátt erum við um leið að meina foreldrum að velja það sem þeir telja barninu fyrir bestu. Þá er þetta ekki lengur bara spurning um mögulegt brot á trúfrelsi. Nú er málið orðið siðferðismál þar sem réttur foreldra til að hugsa um hag barnsins hangir í burðarliðnum. Líkt og foreldrar hafa rétt til að taka ákvörðun fyrir barn sitt um að láta starfsmann skartgripaverslunar gera gat í eyra þess fáum vikum eftir fæðingu, til að spara því sársaukann seinna, hallast ég að því að foreldrum gangi sömuleiðis gott eitt til þegar þeir ákveða að umskera afkvæmi sitt til að spara því sársauka og sýkingu seinna meir. Reynslan ætti að hafa kennt okkur að það er ekki skynsamlegt að banna foreldrum að fylgja sannfæringu sinni svo lengi sem heilbrigði barna þeirra sé í fyrirrúmi – og þá sér í lagi þegar slíkar opinberar aðfarir hafa þær afleiðingar að þeim finnst vegið að trúfrelsi sínu, hefðum og umhyggju fyrir barninu. Að mínu mati þarf að finna lausn sem allir geta verið sáttir við – þ.e. fara einhvern milliveg. Það þarf eflaust að setja aldursmörk á umskurð, en samkvæmt rannsóknum er hættuminnst að framkvæma slíka aðgerð á fyrstu dögum eftir fæðingu. Þá veit ég að samkvæmt Biblíu kristinna manna á ekki að umskera ungabarn eftir áttunda dag og einnig skal alls ekki umskera barn ef það leggur líf barnsins í hættu. Þetta fékk ég staðfest hjá strangtrúuðum gyðingi um daginn. Í nútímaþjóðfélagi er mikilvægt að gera kröfur um að aðgerð sem þessi sé framkvæmd af fagmönnum á viðurkenndri heilbrigðisstofnun. Ef einhver líkamlegur veikleiki nýfædds barns eykur hættu á að umskurður stofni lífi þess í hættu er eðlilegt að heilbrigðisfulltrúi leyfi ekki aðgerðina. Auðvitað verðum við að fara þá leið sem stofnar með engu móti lífi barna í hættu. Að banna hins vegar umskurð með tilheyrandi hótunum um refsingu og fangelsisvist eykur einungis hættuna á því að foreldrar sniðgangi heilbrigðiskerfið er það lætur umskera börn sín og stofni þeim um leið í mjög svo óþarfa lífshættu. Ég held að við þurfum að hugsa okkur vel um áður en við tökum afgerandi ákvarðanir um þetta viðkvæma mál - ákvarðanir sem hafa jafnvel enn afdrifaríkari afleiðingar en þær sem við teljum okkur vera að fyrirbyggja. Þetta er ekki endilega spurning um að vera með eða á móti umskurði. Þetta er spurning um að taka ekki fljótfærnislega ákvörðun um eitthvað sem fjöldi friðelskandi fólks gæti litið á sem fordómafullar aðgerðir gegn sið- og trúfrelsi þeirra. Þótt ég og þú kjósum kannski ekki að láta umskera okkar eigin ungabörn, og skiljum kannski ekki með nokkru móti hvernig aðrir geta hugsað sér slíkt, skulum við þó ekki þröngva okkar skoðunum upp á aðra í tilfinningahita. Finnum friðsamlega og upplýsta leið til að leysa málin - leið sem flestir geta sæst á með tilheyrandi varnöglum. Látum virðingu, skilning og almenna umhyggju lýsa okkur leiðina að ásættanlegri lausn sem endurspeglar velferð barna okkar, fagnar fjölbreytileika og virðir mismunandi skoðanir fólks í landinu okkar.*(niðurstöður bresks rannsóknarteymis: Larke, Thomas, dos Santos Silva & Weiss, „Male circumcision and penile cancer: a systematic review amd meta-analysis“, Cancer Causes Control 22(8), August 2011, pp, 1097-1110).
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun