Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 07:51 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla í Norður-Ameríku eftir banaslysið. Vísir/AFP Tilraunir akstursþjónustunnar Uber með sjálfkeyrandi bíla gengu ekki sem skyldi jafnvel áður en einn þeirra ók á gangandi konu í Arizona í Bandaríkjunum í síðustu viku með þeim afleiðingum að hún lést. Framleiðandi skynjara sem sjálfkeyrandi bílar reiða sig á neitar allri ábyrgð og segist gáttaður á slysinu. Konan var 49 ára gömul en hún varð fyrir sjálfkeyrandi Uber-bíl þegar hún gekk yfir götu í borginni Tempe á mánudagskvöld. Bíllinn var þá á sjálfstýringu en ökumaður sat við stýrið. Bandarísk yfirvöld rannsaka nú slysið og Uber hefur stöðvað tilraunir með bílana í Bandaríkjunum og Kanada.New York Times greinir frá því að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bílana hafi ekki staðið undir væntingum í marga mánuði fyrir slysið. Bílarnir hafi átt erfitt að aka í gegnum framkvæmdasvæði og nærri háum bifreiðum eins og stórum flutningabílum. Þá þurftu mannlegir öryggisökumenn sem sitja við stýrið að grípa inn í mun oftar hjá Uber en hjá öðrum fyrirtækjum sem þróa sjálfkeyrandi bíla. Þannig segir Waymo, sem upphaflega var verkefni Google um sjálfkeyrnandi bíla, að ökumenn þeirra grípi inn í á um 9.000 kílómetra fresti. Hjá Uber voru inngripin hins vegar á um tuttugu kílómetra fresti. Blaðið lýsir því einnig að starfsmenn verkefnisins hafi verið undir þrýstingi frá yfirmönnum um að ljúka þróun sjálfkeyrandi bíla fyrir lok ársins og að ganga í augun á yfirstjórnendum.Á að geta séð í myrkriBreska ríkisútvarpið BBC hefur eftir fulltrúum Velodyne, fyrirtækisins sem framleiddi radarskynjarana á Uber-bílnum sem ók á konuna, að þeir furði sig á slysinu. Tækjabúnaðurinn eigi að gera bílnum kleift að „sjá“ í myrkri. Þeir hafna því að tækjabúnaði þeirra hafi verið um að kenna. Marta Hall, forseti Velodyne, bendir þess í stað á bíltölvu Uber. Það sé upp á tölvukerfið komið að túlka gögnin sem skynjararnir senda því og taka ákvarðanir út frá þeim. „Við vitum ekki hvernig ákvörðunartökukerfi Uber virkar,“ segir hún við BBC. Lögregla er enn að rannsaka slysið og hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort að bíllinn hafi orðið valdur að því. Á myndbandsupptökum sást að hvorki bíllinn né ökumaðurinn brugðust við áður en hann skall á konunni. Þá virtist ökumaðurinn ekki vera með hendur á stýrinu. Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Tilraunir akstursþjónustunnar Uber með sjálfkeyrandi bíla gengu ekki sem skyldi jafnvel áður en einn þeirra ók á gangandi konu í Arizona í Bandaríkjunum í síðustu viku með þeim afleiðingum að hún lést. Framleiðandi skynjara sem sjálfkeyrandi bílar reiða sig á neitar allri ábyrgð og segist gáttaður á slysinu. Konan var 49 ára gömul en hún varð fyrir sjálfkeyrandi Uber-bíl þegar hún gekk yfir götu í borginni Tempe á mánudagskvöld. Bíllinn var þá á sjálfstýringu en ökumaður sat við stýrið. Bandarísk yfirvöld rannsaka nú slysið og Uber hefur stöðvað tilraunir með bílana í Bandaríkjunum og Kanada.New York Times greinir frá því að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bílana hafi ekki staðið undir væntingum í marga mánuði fyrir slysið. Bílarnir hafi átt erfitt að aka í gegnum framkvæmdasvæði og nærri háum bifreiðum eins og stórum flutningabílum. Þá þurftu mannlegir öryggisökumenn sem sitja við stýrið að grípa inn í mun oftar hjá Uber en hjá öðrum fyrirtækjum sem þróa sjálfkeyrandi bíla. Þannig segir Waymo, sem upphaflega var verkefni Google um sjálfkeyrnandi bíla, að ökumenn þeirra grípi inn í á um 9.000 kílómetra fresti. Hjá Uber voru inngripin hins vegar á um tuttugu kílómetra fresti. Blaðið lýsir því einnig að starfsmenn verkefnisins hafi verið undir þrýstingi frá yfirmönnum um að ljúka þróun sjálfkeyrandi bíla fyrir lok ársins og að ganga í augun á yfirstjórnendum.Á að geta séð í myrkriBreska ríkisútvarpið BBC hefur eftir fulltrúum Velodyne, fyrirtækisins sem framleiddi radarskynjarana á Uber-bílnum sem ók á konuna, að þeir furði sig á slysinu. Tækjabúnaðurinn eigi að gera bílnum kleift að „sjá“ í myrkri. Þeir hafna því að tækjabúnaði þeirra hafi verið um að kenna. Marta Hall, forseti Velodyne, bendir þess í stað á bíltölvu Uber. Það sé upp á tölvukerfið komið að túlka gögnin sem skynjararnir senda því og taka ákvarðanir út frá þeim. „Við vitum ekki hvernig ákvörðunartökukerfi Uber virkar,“ segir hún við BBC. Lögregla er enn að rannsaka slysið og hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort að bíllinn hafi orðið valdur að því. Á myndbandsupptökum sást að hvorki bíllinn né ökumaðurinn brugðust við áður en hann skall á konunni. Þá virtist ökumaðurinn ekki vera með hendur á stýrinu.
Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39