Einræðisríkið einmana kemur út úr skelinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. mars 2018 20:00 „Kim Jong-Un, formaður Verkamannaflokks Kóreu og formaður utanríkismálanefndar Alþýðulýðveldis Kóreu fór í óopinbera heimsókn til Kína frá 25 til 28 mars,“ sagði Ri Chun-hee, sem gjarnan er kölluð bleika konan, á sinn sérstæða máta í ríkisfréttatíma Norður Kóreu eftir að opinberað var um fund leiðtogans og Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem Kim Jong Un, leiðtogi einræðisríkisins einmana fer út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína. Xi-Jingping hafði eftir leiðtoganum að hann telji horfurnar á Kóreuskaga mun betri en áður og að friðarumleitanir geti skilað árangri að þessu sinni. Þá sé hann tilbúinn til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga en kjarnorkuáætlun Norður Kóreu hefur verið ein helsta ástæða ástæða þess að önnur ríki hafa beitt Norður Kóreu þvingunaraðgerðum."Konan í bleiku" tilkynnti Norður Kóreubúum um að leiðtoginn hefði í fyrsta sinn yfirgefið landið frá því að hann tók við árið 2011.Mynd/SkjáskotEnnfremur segist leiðtoginn tilbúinn í viðræður við Bandaríkin á þeim forsendum að friðarumleitanir einkennist af frið og trausti. Hann hlakki til að funda með Bandaríkjaforseta en sá fundir gæti hugsanlega farið fram í Maí. Í apríl stendur til að hann fundi með Moon Jae-In., forseta Suður-Kóreu. Líklegt þykir að hann hafi sótt fund Kínaforseta til að leitast eftir stuðningi fyrir komandi friðarumleitanir enda gott að hafa hauk í horni líkt og Suður Kórea hefur í bandamönnum sínum í Washington. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þá á Twitter í dag að hann hefði fengið skilaboð frá Kínaforseta eftir fundinn og að hann fagni áfanganum. Hann hlakki einnig til fundarins með Kim en þangað til að árangur næst í samningaviðræðum þurfi þvingunarúrræði, því miður, að vera enn til staðar.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fagnar áfanganum.Vísir/skjáskotÞað vakti mikla athygli þegar skilaboð komu frá leiðtoga Norður Kóreu um að hann hefði áhuga á friðarumleitunum. Þíða í samskiptum Norður og Suður Kóreu hófst á Ólympíuleikunum í Peongcheng í Suður Kóreu fyrr á árinu. Ólympíukeppendur ríkjanna beggja kepptu meðal annars undir sameiningarfána Kóreu auk þess sem systir leiðtogans, Kim Yo-Jong, sendi nágrönnunum í suðri vingjarnleg skilaboð fyrir hönd bróður síns. Hingað til hefur Kim Jong-Un treyst á einangrun ríkisins og kjarnorkuvopnaáætlunina til að halda andstæðingum í hæfilegri fjarlægð og hefur reynt að forðast mistök annarra sem haf verið í álíka stöðu. Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Írak var til að mynda steypt af stóli vegna þess að Bandaríkin töldu hann halda gereyðingarvopn. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, samþykkti þá að hætta við kjarnorkuáætlun sína en var fyrir vikið steypt af stóli af uppreisnarmönnum studdum af Bandaríkjunum. Kim fjölskyldan hefur fram að þessu forðast sömu mistök og talið að fjandsamleg utanríkisstefna og ógnandi tilburðir tryggi þeim áframhaldandi tangarhald á ríki sínu. Því vakti það furðu og athygli að leiðtoginn skyldi mýkjast svo gagnvart óvinveittum ríkjum. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
„Kim Jong-Un, formaður Verkamannaflokks Kóreu og formaður utanríkismálanefndar Alþýðulýðveldis Kóreu fór í óopinbera heimsókn til Kína frá 25 til 28 mars,“ sagði Ri Chun-hee, sem gjarnan er kölluð bleika konan, á sinn sérstæða máta í ríkisfréttatíma Norður Kóreu eftir að opinberað var um fund leiðtogans og Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem Kim Jong Un, leiðtogi einræðisríkisins einmana fer út fyrir landsteinana frá því að hann tók við embætti árið 2011 og þykir vera til marks um þýðu í samskiptum ríkisins við nágranna sína. Xi-Jingping hafði eftir leiðtoganum að hann telji horfurnar á Kóreuskaga mun betri en áður og að friðarumleitanir geti skilað árangri að þessu sinni. Þá sé hann tilbúinn til viðræðna um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga en kjarnorkuáætlun Norður Kóreu hefur verið ein helsta ástæða ástæða þess að önnur ríki hafa beitt Norður Kóreu þvingunaraðgerðum."Konan í bleiku" tilkynnti Norður Kóreubúum um að leiðtoginn hefði í fyrsta sinn yfirgefið landið frá því að hann tók við árið 2011.Mynd/SkjáskotEnnfremur segist leiðtoginn tilbúinn í viðræður við Bandaríkin á þeim forsendum að friðarumleitanir einkennist af frið og trausti. Hann hlakki til að funda með Bandaríkjaforseta en sá fundir gæti hugsanlega farið fram í Maí. Í apríl stendur til að hann fundi með Moon Jae-In., forseta Suður-Kóreu. Líklegt þykir að hann hafi sótt fund Kínaforseta til að leitast eftir stuðningi fyrir komandi friðarumleitanir enda gott að hafa hauk í horni líkt og Suður Kórea hefur í bandamönnum sínum í Washington. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þá á Twitter í dag að hann hefði fengið skilaboð frá Kínaforseta eftir fundinn og að hann fagni áfanganum. Hann hlakki einnig til fundarins með Kim en þangað til að árangur næst í samningaviðræðum þurfi þvingunarúrræði, því miður, að vera enn til staðar.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fagnar áfanganum.Vísir/skjáskotÞað vakti mikla athygli þegar skilaboð komu frá leiðtoga Norður Kóreu um að hann hefði áhuga á friðarumleitunum. Þíða í samskiptum Norður og Suður Kóreu hófst á Ólympíuleikunum í Peongcheng í Suður Kóreu fyrr á árinu. Ólympíukeppendur ríkjanna beggja kepptu meðal annars undir sameiningarfána Kóreu auk þess sem systir leiðtogans, Kim Yo-Jong, sendi nágrönnunum í suðri vingjarnleg skilaboð fyrir hönd bróður síns. Hingað til hefur Kim Jong-Un treyst á einangrun ríkisins og kjarnorkuvopnaáætlunina til að halda andstæðingum í hæfilegri fjarlægð og hefur reynt að forðast mistök annarra sem haf verið í álíka stöðu. Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Írak var til að mynda steypt af stóli vegna þess að Bandaríkin töldu hann halda gereyðingarvopn. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, samþykkti þá að hætta við kjarnorkuáætlun sína en var fyrir vikið steypt af stóli af uppreisnarmönnum studdum af Bandaríkjunum. Kim fjölskyldan hefur fram að þessu forðast sömu mistök og talið að fjandsamleg utanríkisstefna og ógnandi tilburðir tryggi þeim áframhaldandi tangarhald á ríki sínu. Því vakti það furðu og athygli að leiðtoginn skyldi mýkjast svo gagnvart óvinveittum ríkjum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira