Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2018 10:00 Kim og Xi áttu fund í Kína. Norðurkóreskir miðlar segja fundin vel heppnaðan. Vísir/Getty Kína Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lofað því að losa sig við kjarnorkuvopnin. „Það er eindreginn vilji okkar að stuðla að afvopnun á Kóreuskaga í samræmi við óskir Kim Il-sung og Kim Jong-il,“ sagði einræðisherrann á fundi með Xi Jinping, forseta Kína. Norðurkóreska ríkissjónvarpið, KCNA, staðfesti í gær fréttir af því að Kim hafi verið í óopinberri heimsókn í Kína. Þeirri fyrstu sem Kim fer í frá því hann tók við leiðtogasætinu. Heimsókninni lýkur í dag en samkvæmt KCNA hefur Xi þegið boð Norður-Kóreumannsins um að ferðast til Norður-Kóreu síðar á árinu. Fundur leiðtoganna er ekki sá eini sem Kim mun taka þátt í á árinu. Á dagskrá einræðisherrans er fundur með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í apríl og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, stuttu seinna, líklegast í maí. Á fundi leiðtoganna sagði Kim við Xi að ástandið á Kóreuskaga færi batnandi vegna frumkvæðis Norður-Kóreumanna. Sagði Kim jafnframt að Norður-Kórea væri opin fyrir fleiri fundum með leiðtogum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, að því er kínverski ríkismiðillinn Xinhua greindi frá. „Hægt er að leysa afvopnunarmálin á Kóreuskaga ef Bandaríkin og Suður-Kórea svara viðleitni okkar með frekari velvild. Hægt er að koma á friði og stöðugleika ef við erum samstiga,“ hafði Xinhua eftir Kim. Ljóst er að heimsóknin vakti áhuga Norður-Kóreumanna. Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, gaf út sérstaka viðhafnarútgáfu í gær og var fjallað um Kínaheimsóknina á sjö heilum síðum af átta. Sú síðasta fjallaði um innanríkismál. Birti blaðið myndir frá heimsókninni ásamt brotum úr ræðum leiðtoganna. Suður-Kóreumenn höfðu sömuleiðis áhuga á fundinum. Að sögn talsmanns forseta létu Kínverjar þá vita af fundinum með nokkrum fyrirvara. Talsmaðurinn vildi þó ekki svara spurningu blaðamanna um hvenær sú tilkynning barst. „Heimsóknin er tilraun til að bæta stirð samskipti við Kína, eina bandamann og helsta viðskiptaríki Norður-Kóreu, sem hefur tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn norðrinu,“ sagði í umfjöllun suðurkóreska miðilsins Yonhap um fundinn. Aðrir suðurkóreskir miðlar sögðu ástæðu heimsóknarinnar þá að Kim vildi reyna að létta á viðskiptaþvingununum. Íhaldsmiðillinn Chosun Ilbo sagði frá því að Kim vildi koma sér vel fyrir undir verndarvæng Kínverja ef svo færi að viðræðurnar við Trump misheppnuðust. Frjálslyndi miðillinn Hankyoreh sagði Xi staðráðinn í að leika lykilhlutverk í Kóreudeilunni. Kínverski ríkismiðillinn Global Times fagnaði nýjum kafla í samskiptum Kínverja og Norður-Kóreumanna. „Alþjóðasamfélagið ætti að styðja heimsóknir sem þessa. Líklegt er að þær verði drifkraftur í átt að friði og hagsæld á Kóreuskaga.“Af hverju vil Kim nú stilla til friðar? Eftir að hafa gert sextán eldflaugatilraunir og eina kjarnorkutilraun, raunar þá stærstu í sögu ríkisins, á síðasta ári þykir einkennilegt að Kim vilji nú reyna að stilla til friðar. Hafa Norður-Kóreumenn ekki gert neina slíka tilraun það sem af er ári, höfðu gert tvær á sama tíma í fyrra. Togstreitan á Kóreuskaga, og á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna, var gríðarleg áður en boðað var til viðræðnanna á milli suðurs og norðurs og svo norðurs og vesturs. En hvað breyttist? Fréttaskýrendur víða um heim hafa bent á að mögulega séu viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu nú að bera árangur. Norður-Kórea þurfi nauðsynlega á því að halda að á þeim verði slakað. Því sé Kim nú opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar verði tryggt. Blaðamaður Washington Post kom með þá skýringu að með því að funda með Trump öðlaðist Kim það sem hann þráði helst. Viðurkenningu á lögmæti stjórnar sinnar. Hann þyrfti að umgangast og fjalla um sem jafningja forseta stórveldisins og fundurinn gæti tryggt það. Aðrir hafa haldið því fram að með því að sýna núna vilja til viðræðna, til þess að stilla til friðar, sé Kim að reyna að vinna tíma svo að hægt sé að klára smíði eldflauga sem geti flutt kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna með ásættanlegri nákvæmni.Dagbók Kim Jong-un1. janúar Kveður við sáttatón í nýársávarpi Kim þar sem hann segist íhuga að senda keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu.3. janúar Opnað á neyðarlínu á milli ríkjanna eftir tveggja ára lokun.8. janúar Norður-Kórea samþykkir að senda keppendur og klapplið á Vetrarólympíuleikana.9.-25. febrúar Norður-Kórea tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum. Ganga inn undir sama fána og senda sameiginlegt lið í íshokkí kvenna. Sendinefnd undir forystu Kim Yo-jong, systur einræðisherrans, fundar með Suður-Kóreumönnum.4. mars Suðurkóresk sendinefnd mætir til fundar með Kim í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang. Kim segist opinn fyrir afvopnun.7. mars Samkomulag næst um að Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fundi með Kim í fyrsta skipti.8. mars Kim býður Donald Trump Bandaríkjaforseta til viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Trump samþykkir og stefnt að viðræðum innan tveggja mánaða.20. mars Suður-Kórea tilkynnir að ríkið muni senda tónlistarmenn til að spila á tónlistarhátíð í Pjongjang.27. mars Kim kemur til Kína. Heimsóknin er sú fyrsta sem hann fer í frá því hann tók við leiðtogasætinu.29. mars (í dag) Sendinefndir Kóreuríkjanna skipuleggja leiðtogafund Kim og Moon. Búist er við því að þeir fundi í næstu viku í landamærabænum Panmunjom.31. mars Tónlistarhátíð suðurkóreskra listamanna hefst í Pjongjang.Apríl Moon fundar með Kim.Maí Trump fundar með Kim. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Einræðisríkið einmana kemur út úr skelinni Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu og Xi Jinping áttu árangursríkan fund. Bæði leiðtogi Norður Kóreu og Bandaríkjaforseti hlakka til að funda. 28. mars 2018 20:00 Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38 Mikilvægt skref fyrir komandi viðræður Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína 28. mars 2018 06:26 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Kína Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lofað því að losa sig við kjarnorkuvopnin. „Það er eindreginn vilji okkar að stuðla að afvopnun á Kóreuskaga í samræmi við óskir Kim Il-sung og Kim Jong-il,“ sagði einræðisherrann á fundi með Xi Jinping, forseta Kína. Norðurkóreska ríkissjónvarpið, KCNA, staðfesti í gær fréttir af því að Kim hafi verið í óopinberri heimsókn í Kína. Þeirri fyrstu sem Kim fer í frá því hann tók við leiðtogasætinu. Heimsókninni lýkur í dag en samkvæmt KCNA hefur Xi þegið boð Norður-Kóreumannsins um að ferðast til Norður-Kóreu síðar á árinu. Fundur leiðtoganna er ekki sá eini sem Kim mun taka þátt í á árinu. Á dagskrá einræðisherrans er fundur með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í apríl og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, stuttu seinna, líklegast í maí. Á fundi leiðtoganna sagði Kim við Xi að ástandið á Kóreuskaga færi batnandi vegna frumkvæðis Norður-Kóreumanna. Sagði Kim jafnframt að Norður-Kórea væri opin fyrir fleiri fundum með leiðtogum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, að því er kínverski ríkismiðillinn Xinhua greindi frá. „Hægt er að leysa afvopnunarmálin á Kóreuskaga ef Bandaríkin og Suður-Kórea svara viðleitni okkar með frekari velvild. Hægt er að koma á friði og stöðugleika ef við erum samstiga,“ hafði Xinhua eftir Kim. Ljóst er að heimsóknin vakti áhuga Norður-Kóreumanna. Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, gaf út sérstaka viðhafnarútgáfu í gær og var fjallað um Kínaheimsóknina á sjö heilum síðum af átta. Sú síðasta fjallaði um innanríkismál. Birti blaðið myndir frá heimsókninni ásamt brotum úr ræðum leiðtoganna. Suður-Kóreumenn höfðu sömuleiðis áhuga á fundinum. Að sögn talsmanns forseta létu Kínverjar þá vita af fundinum með nokkrum fyrirvara. Talsmaðurinn vildi þó ekki svara spurningu blaðamanna um hvenær sú tilkynning barst. „Heimsóknin er tilraun til að bæta stirð samskipti við Kína, eina bandamann og helsta viðskiptaríki Norður-Kóreu, sem hefur tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn norðrinu,“ sagði í umfjöllun suðurkóreska miðilsins Yonhap um fundinn. Aðrir suðurkóreskir miðlar sögðu ástæðu heimsóknarinnar þá að Kim vildi reyna að létta á viðskiptaþvingununum. Íhaldsmiðillinn Chosun Ilbo sagði frá því að Kim vildi koma sér vel fyrir undir verndarvæng Kínverja ef svo færi að viðræðurnar við Trump misheppnuðust. Frjálslyndi miðillinn Hankyoreh sagði Xi staðráðinn í að leika lykilhlutverk í Kóreudeilunni. Kínverski ríkismiðillinn Global Times fagnaði nýjum kafla í samskiptum Kínverja og Norður-Kóreumanna. „Alþjóðasamfélagið ætti að styðja heimsóknir sem þessa. Líklegt er að þær verði drifkraftur í átt að friði og hagsæld á Kóreuskaga.“Af hverju vil Kim nú stilla til friðar? Eftir að hafa gert sextán eldflaugatilraunir og eina kjarnorkutilraun, raunar þá stærstu í sögu ríkisins, á síðasta ári þykir einkennilegt að Kim vilji nú reyna að stilla til friðar. Hafa Norður-Kóreumenn ekki gert neina slíka tilraun það sem af er ári, höfðu gert tvær á sama tíma í fyrra. Togstreitan á Kóreuskaga, og á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna, var gríðarleg áður en boðað var til viðræðnanna á milli suðurs og norðurs og svo norðurs og vesturs. En hvað breyttist? Fréttaskýrendur víða um heim hafa bent á að mögulega séu viðskiptaþvinganir gegn einræðisríkinu nú að bera árangur. Norður-Kórea þurfi nauðsynlega á því að halda að á þeim verði slakað. Því sé Kim nú opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopnin gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar verði tryggt. Blaðamaður Washington Post kom með þá skýringu að með því að funda með Trump öðlaðist Kim það sem hann þráði helst. Viðurkenningu á lögmæti stjórnar sinnar. Hann þyrfti að umgangast og fjalla um sem jafningja forseta stórveldisins og fundurinn gæti tryggt það. Aðrir hafa haldið því fram að með því að sýna núna vilja til viðræðna, til þess að stilla til friðar, sé Kim að reyna að vinna tíma svo að hægt sé að klára smíði eldflauga sem geti flutt kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna með ásættanlegri nákvæmni.Dagbók Kim Jong-un1. janúar Kveður við sáttatón í nýársávarpi Kim þar sem hann segist íhuga að senda keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu.3. janúar Opnað á neyðarlínu á milli ríkjanna eftir tveggja ára lokun.8. janúar Norður-Kórea samþykkir að senda keppendur og klapplið á Vetrarólympíuleikana.9.-25. febrúar Norður-Kórea tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum. Ganga inn undir sama fána og senda sameiginlegt lið í íshokkí kvenna. Sendinefnd undir forystu Kim Yo-jong, systur einræðisherrans, fundar með Suður-Kóreumönnum.4. mars Suðurkóresk sendinefnd mætir til fundar með Kim í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang. Kim segist opinn fyrir afvopnun.7. mars Samkomulag næst um að Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fundi með Kim í fyrsta skipti.8. mars Kim býður Donald Trump Bandaríkjaforseta til viðræðna um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Trump samþykkir og stefnt að viðræðum innan tveggja mánaða.20. mars Suður-Kórea tilkynnir að ríkið muni senda tónlistarmenn til að spila á tónlistarhátíð í Pjongjang.27. mars Kim kemur til Kína. Heimsóknin er sú fyrsta sem hann fer í frá því hann tók við leiðtogasætinu.29. mars (í dag) Sendinefndir Kóreuríkjanna skipuleggja leiðtogafund Kim og Moon. Búist er við því að þeir fundi í næstu viku í landamærabænum Panmunjom.31. mars Tónlistarhátíð suðurkóreskra listamanna hefst í Pjongjang.Apríl Moon fundar með Kim.Maí Trump fundar með Kim.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Einræðisríkið einmana kemur út úr skelinni Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu og Xi Jinping áttu árangursríkan fund. Bæði leiðtogi Norður Kóreu og Bandaríkjaforseti hlakka til að funda. 28. mars 2018 20:00 Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38 Mikilvægt skref fyrir komandi viðræður Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína 28. mars 2018 06:26 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Einræðisríkið einmana kemur út úr skelinni Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu og Xi Jinping áttu árangursríkan fund. Bæði leiðtogi Norður Kóreu og Bandaríkjaforseti hlakka til að funda. 28. mars 2018 20:00
Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38
Mikilvægt skref fyrir komandi viðræður Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína 28. mars 2018 06:26