Sokkar sem bjarga mannslífum Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. mars 2018 06:00 Þeir eru helsti höfuðverkur þvottasnúrunnar. Sameinaðir standa þeir – sundraðir þorna þeir. Sokkar. Svo erfitt er að sameina sokka í pör eftir þvott að kenningar eru uppi um handanheim stakra sokka sem hafa horfið með dularfullum hætti. Við gefum sokkum sjaldan gaum. Það er kannski helst þegar við eigum ekki hreint par að við veltum fyrir okkur tilvist þeirra. En talið er að sokkar hafi fylgt manninum lengst alls fatnaðar. Sögu sokksins má rekja allt aftur til steinaldar. Fornleifar og hellamyndir benda til þess að 5000 árum f. Kr. hafi forfeður okkar bundið skinn af dýrum um fætur sér í eins konar sokka. Fyrsta skriflega heimildin um sokka er kvæðið Verk og dagar eftir gríska skáldið Hesíódos sem uppi var um 700 f. Kr. Um er að ræða eins konar sjálfshjálpar-kveðskap þar sem Hesíódos leggur samtíðarmönnum sínum lífsreglurnar og hvetur þá meðal annars til að klæðast flíkinni „piloi“, fléttuðum sokkum úr dýrahári, með sandölum sínum. Elstu ullarsokkar sögunnar fundust við fornleifauppgröft á Norður-Englandi við rústir rómverska virkisins Vindolanda. Parið er saumað úr ullarefni og er frá annarri öld e. Kr. Ekki langt frá sokkunum fannst rómversk viðartafla, eins konar sendibréf, þar sem hermaður biður fyrir kveðju heim ásamt orðunum: „Sendið fleiri pör af sokkum.“ Bylting átti sér stað í sokkagerð árið 1589 þegar William Lee, enskur klerkur, fann upp prjónavélina. Með henni var hægt að prjóna sokka sex sinnum hraðar en í höndunum. Fer tvennum sögum af því hvers vegna Lee smíðaði vélina. Sumir segja að hann hafi viljað létta undir með ástkærri eiginkonu sinni sem þurfti að prjóna sokka til að drýgja heimilistekjurnar. Aðrir segja að hvati Lee hafi verið gremja. Hann hafi átt ástkonu sem hafði svo mikla unun af því að prjóna að hún hafði ekki tíma til að sinna honum. Lee vildi koma áhugamáli hennar fyrir kattarnef. Banvæn blaðra En hvers vegna klæðumst við sokkum? Jú, auðvitað til að halda á okkur hita. Það er þó ekki eina ástæðan. Í fótum okkar eru 250.000 svitakirtlar. Fætur geta svitnað allt að 250 millilítrum af vökva á dag en sokkar hjálpa til við að draga svitann í sig. Enn eru ástæðurnar þó ekki taldar. Calvin Coolidge var yngri sonur þrítugasta forseta Bandaríkjanna sem einnig hét Calvin Coolidge. Dag einn, sumarið 1924, hirti Calvin yngri, þá sextán ára, ekki um að klæða sig í sokka áður en hann hélt út í garð Hvíta hússins til að leika tennis. En sokkar verja fætur okkar undan núningi við skó. Ekki leið á löngu uns Calvin fékk blöðru undan öðrum skóm sínum. Þetta var fyrir tíma sýklalyfja. Sýking komst í blöðruna og dró meinið drenginn til dauða. Íslenskir sokkar í skotgröfum Árið 1915 gekk Gunnar Richardsson, nítján ára Íslendingur, í kanadíska herinn svo hann mætti berjast í fyrri heimsstyrjöldinni. Í bréfum til fjölskyldu sinnar heima á Íslandi lýsir Gunnar vígstöðvunum sem ógnvekjandi stað, fullum af „dauðum mönnum, hestum, múldýrum, brotnum vögnum, byssum, rifflum, og fleiru“. Verst þótti honum þó „regnið og forin“. „Skotgrafirnar eru upp fyrir hné í for og vatni, hvergi staður til að setjast eða leggjast. Forin er um allt, hvergi gras, allt landið tætt af sprengikúlum, stráð dauðra manna búkum.“ Gunnar fékk stundum senda pakka að heiman með alls kyns kræsingum og þörfum hlutum. Þakklátastur var Gunnar fyrir „þann besta hlut sem við gátum óskað, þurra sokka“. Hann sagði íslensku ullarsokkana miklu betri en sokkana sem herinn skaffaði. Vantar þig sokka? Sokkar. Máttur þeirra er mikill. Og enn geta sokkar bjargað mannslífum. Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini í körlum. Krabbameinsfélagið selur nú sérdeilis glæsilega sokka til styrktar baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Þeir sem vilja leggja átakinu lið – eða eiga ekki lengur samstæða sokka – geta keypt sér par á slóðinni www.mottumars.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru helsti höfuðverkur þvottasnúrunnar. Sameinaðir standa þeir – sundraðir þorna þeir. Sokkar. Svo erfitt er að sameina sokka í pör eftir þvott að kenningar eru uppi um handanheim stakra sokka sem hafa horfið með dularfullum hætti. Við gefum sokkum sjaldan gaum. Það er kannski helst þegar við eigum ekki hreint par að við veltum fyrir okkur tilvist þeirra. En talið er að sokkar hafi fylgt manninum lengst alls fatnaðar. Sögu sokksins má rekja allt aftur til steinaldar. Fornleifar og hellamyndir benda til þess að 5000 árum f. Kr. hafi forfeður okkar bundið skinn af dýrum um fætur sér í eins konar sokka. Fyrsta skriflega heimildin um sokka er kvæðið Verk og dagar eftir gríska skáldið Hesíódos sem uppi var um 700 f. Kr. Um er að ræða eins konar sjálfshjálpar-kveðskap þar sem Hesíódos leggur samtíðarmönnum sínum lífsreglurnar og hvetur þá meðal annars til að klæðast flíkinni „piloi“, fléttuðum sokkum úr dýrahári, með sandölum sínum. Elstu ullarsokkar sögunnar fundust við fornleifauppgröft á Norður-Englandi við rústir rómverska virkisins Vindolanda. Parið er saumað úr ullarefni og er frá annarri öld e. Kr. Ekki langt frá sokkunum fannst rómversk viðartafla, eins konar sendibréf, þar sem hermaður biður fyrir kveðju heim ásamt orðunum: „Sendið fleiri pör af sokkum.“ Bylting átti sér stað í sokkagerð árið 1589 þegar William Lee, enskur klerkur, fann upp prjónavélina. Með henni var hægt að prjóna sokka sex sinnum hraðar en í höndunum. Fer tvennum sögum af því hvers vegna Lee smíðaði vélina. Sumir segja að hann hafi viljað létta undir með ástkærri eiginkonu sinni sem þurfti að prjóna sokka til að drýgja heimilistekjurnar. Aðrir segja að hvati Lee hafi verið gremja. Hann hafi átt ástkonu sem hafði svo mikla unun af því að prjóna að hún hafði ekki tíma til að sinna honum. Lee vildi koma áhugamáli hennar fyrir kattarnef. Banvæn blaðra En hvers vegna klæðumst við sokkum? Jú, auðvitað til að halda á okkur hita. Það er þó ekki eina ástæðan. Í fótum okkar eru 250.000 svitakirtlar. Fætur geta svitnað allt að 250 millilítrum af vökva á dag en sokkar hjálpa til við að draga svitann í sig. Enn eru ástæðurnar þó ekki taldar. Calvin Coolidge var yngri sonur þrítugasta forseta Bandaríkjanna sem einnig hét Calvin Coolidge. Dag einn, sumarið 1924, hirti Calvin yngri, þá sextán ára, ekki um að klæða sig í sokka áður en hann hélt út í garð Hvíta hússins til að leika tennis. En sokkar verja fætur okkar undan núningi við skó. Ekki leið á löngu uns Calvin fékk blöðru undan öðrum skóm sínum. Þetta var fyrir tíma sýklalyfja. Sýking komst í blöðruna og dró meinið drenginn til dauða. Íslenskir sokkar í skotgröfum Árið 1915 gekk Gunnar Richardsson, nítján ára Íslendingur, í kanadíska herinn svo hann mætti berjast í fyrri heimsstyrjöldinni. Í bréfum til fjölskyldu sinnar heima á Íslandi lýsir Gunnar vígstöðvunum sem ógnvekjandi stað, fullum af „dauðum mönnum, hestum, múldýrum, brotnum vögnum, byssum, rifflum, og fleiru“. Verst þótti honum þó „regnið og forin“. „Skotgrafirnar eru upp fyrir hné í for og vatni, hvergi staður til að setjast eða leggjast. Forin er um allt, hvergi gras, allt landið tætt af sprengikúlum, stráð dauðra manna búkum.“ Gunnar fékk stundum senda pakka að heiman með alls kyns kræsingum og þörfum hlutum. Þakklátastur var Gunnar fyrir „þann besta hlut sem við gátum óskað, þurra sokka“. Hann sagði íslensku ullarsokkana miklu betri en sokkana sem herinn skaffaði. Vantar þig sokka? Sokkar. Máttur þeirra er mikill. Og enn geta sokkar bjargað mannslífum. Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini í körlum. Krabbameinsfélagið selur nú sérdeilis glæsilega sokka til styrktar baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Þeir sem vilja leggja átakinu lið – eða eiga ekki lengur samstæða sokka – geta keypt sér par á slóðinni www.mottumars.is.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun