„Ef það eimir enn eftir af réttlæti í kerfinu mun hann taka út refsingu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 14:36 Harvey Weinstein og Meryl Streep hafa unnið mikið saman í gegnum tíðina. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Meryl Streep segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem sakaður hefur verið um kynferðisofbeldi í garð fjölmargra kvenna, „aumkunarverðan“ eftir að lögfræðingar Weinstein notuðu umsögn Streep í málsvörn sinni. Sex konur, Louisette Geiss, Katherine Kendall, Zoe Brock, Sarah Ann Thomas, Melissa Sagemiller og Nannette Klatt, hafa kært Weinstein fyrir að beita sig kynferðislegu ofbeldi og/eða áreita þær kynferðislega. Þá halda þær því fram að ofbeldið hafi verið þaggað kerfisbundið niður innan fyrirtækja Weinstein, kvikmyndaveranna Miramax og The Weinstein Company. Sjá einnig: Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Lögfræðingar Weinstein hafa farið fram á að lögsókninni verði vísað frá, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Máli sínu til stuðnings hafa þeir tekið dæmi um vitnisburð kvenna á borð við Jennifer Lawrence og áðurnefndrar Meryl Streep, sem hefur lýst því yfir að Weinstein hafi alltaf hagað sér sómasamlega í samskiptum við hana. Aumkunarverð notkun á yfirlýsingunni Í yfirlýsingu fordæmir Streep notkun lögfræðinga Weinsteins á ummælum sínum. „Notkun lögfræðinga Harvey Weinstein á yfirlýsingu minni, þ.e. að hann hafi ekki sýnt af sér kynferðislega tilburði eða beitt mig ofbeldi í faglegu sambandi okkar, sem sönnun þess að hann hafi ekki beitt margar aðrar konur ofbeldi er aumkunarverð,“ segir í yfirlýsingu sem Streep sendi frá sér vegna málsins. Þá vill hún að Weinstein beri ábyrgð á því ofbeldi sem hann hefur beitt umræddar konur. „Ef það eimir enn eftir af réttlæti í kerfinu mun hann taka út refsingu,“ segir í yfirlýsingunni. Hafa unnið náið saman Streep hefur sjálf verið gagnrýnd fyrir að stíga of seint fram og fordæma hegðun Harvey Weinstein. Hún hefur auk þess verið sökuð um að hafa vitað af því sem fór fram bak við tjöldin hjá fyrirtækjum Weinstein, en að hafa þrátt fyrir það haldið áfram að vinna með honum. Rúmlega 75 konur hafa nú stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Weinstein þvertekur fyrir allar ásakanir. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Bandaríska leikkonan Meryl Streep segir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem sakaður hefur verið um kynferðisofbeldi í garð fjölmargra kvenna, „aumkunarverðan“ eftir að lögfræðingar Weinstein notuðu umsögn Streep í málsvörn sinni. Sex konur, Louisette Geiss, Katherine Kendall, Zoe Brock, Sarah Ann Thomas, Melissa Sagemiller og Nannette Klatt, hafa kært Weinstein fyrir að beita sig kynferðislegu ofbeldi og/eða áreita þær kynferðislega. Þá halda þær því fram að ofbeldið hafi verið þaggað kerfisbundið niður innan fyrirtækja Weinstein, kvikmyndaveranna Miramax og The Weinstein Company. Sjá einnig: Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Lögfræðingar Weinstein hafa farið fram á að lögsókninni verði vísað frá, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Máli sínu til stuðnings hafa þeir tekið dæmi um vitnisburð kvenna á borð við Jennifer Lawrence og áðurnefndrar Meryl Streep, sem hefur lýst því yfir að Weinstein hafi alltaf hagað sér sómasamlega í samskiptum við hana. Aumkunarverð notkun á yfirlýsingunni Í yfirlýsingu fordæmir Streep notkun lögfræðinga Weinsteins á ummælum sínum. „Notkun lögfræðinga Harvey Weinstein á yfirlýsingu minni, þ.e. að hann hafi ekki sýnt af sér kynferðislega tilburði eða beitt mig ofbeldi í faglegu sambandi okkar, sem sönnun þess að hann hafi ekki beitt margar aðrar konur ofbeldi er aumkunarverð,“ segir í yfirlýsingu sem Streep sendi frá sér vegna málsins. Þá vill hún að Weinstein beri ábyrgð á því ofbeldi sem hann hefur beitt umræddar konur. „Ef það eimir enn eftir af réttlæti í kerfinu mun hann taka út refsingu,“ segir í yfirlýsingunni. Hafa unnið náið saman Streep hefur sjálf verið gagnrýnd fyrir að stíga of seint fram og fordæma hegðun Harvey Weinstein. Hún hefur auk þess verið sökuð um að hafa vitað af því sem fór fram bak við tjöldin hjá fyrirtækjum Weinstein, en að hafa þrátt fyrir það haldið áfram að vinna með honum. Rúmlega 75 konur hafa nú stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Weinstein þvertekur fyrir allar ásakanir.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25 New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42 Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Ég gerði allt til að koma mér undan, segir Uma Thurman. 3. febrúar 2018 20:25
New York ríki kærir fyrirtæki Weinstein Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. 11. febrúar 2018 22:42
Segir Weinstein hafa vísvitandi eyðilagt feril sinn Leikkonan Mira Sorvino þakkar Peter Jackson fyrir hreinskilni sína eftir að hann sagði í viðtali á dögunum að Weinstein hafi komið í veg fyrir að hún yrði valin fyrir hlutverk í Lord of the Rings þríleiknum. 16. desember 2017 12:06