Fagnaði Ólympíugullinu sínu með því að borða ís í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 10:00 Chloe Kim fagnar sigri. Vísir/Getty Chloe Kim endurskrifaði snjóbrettasögu Ólympíuleikanna á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í morgun þegar hún varð yngsta konan til að vinna Ólympíugull. Chloe Kim vann þá öruggan sigur í hálfpípunni en hún fékk langhæstu einkunnina eða næstum því níu stigum meira en silfurhafinn Liu Jiayu frá Kína og næstum því fullkomna einkunn (98.25). Chloe Kim er aðeins sautján ára gömul og fyrir löngu orðin stórstjarna í heimalandi sínu enda ekki aðeins frábær í sinni íþrótt heldur einnig opin og skemmtilegur karakter. Hún var ung til að keppa á síðustu leikum en vann nú gull í sinni fyrstu Ólympíugrein. „Ég er búin að legga svo mikið á mig til að komast hingað og ná markmiðinu mínu. Ég er svo ánægð með að hafa náð í gullið,“ sagði Chloe Kim eftir keppnina. Chloe Kim var sigurstranglegust fyrir keppnina og stóðst þá pressu með glæsibrag. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en faðir hennar fórnaði öllu til þess að hjálpa henni að upplifa drauminn sinn. Hann var mættur í stúkuna ásamt fleiri úr fjölskyldunni en foreldrar Chloe Kim eru einmitt innflytjendur frá Suður-Kóreu. „Fjölskyldan fórnaði svo miklu fyrir mig svo ég gæti náð draumnum mínum. Það er æðislegt að geta gert það í þeirra heimalandi,“ sagði Chloe Kim. Chloe Kim talaði um ást sína á ís eftir undankeppnina og fékk mikil viðbrögð við því. Hún fékk líka ís í verðlaun strax eftir að hún var búin að tryggja sér gullið. Chloe Kim beið ekkert með að borða ísinn heldur gæddi sér á honum um leið og hún fór í sjónvarpsviðtölin.chloe kim finally got her ice cream, and she’s eating it while doing interviews pic.twitter.com/9GL9waqDUQ — Joon Lee (@iamjoonlee) February 13, 2018 Chloe Kim þurfti reyndar að „sætta“ sig við súkkulaði ís en uppáhaldið hennar er víst „Cookies & Cream“ ísinn. Ísgerðirnar Coolhaus og Ben & Jerry’s stuttu strax á vagninn og það má búast við stórum styrktarsamningum fyrir stelpuna þegar hún snýr aftur heim til Bandaríkjanna. Þá gæti Chloe Kim samt verið búin að vinna fleiri Ólympíugull en hún tekur alls þátt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang.Winning Olympic gold comes with its perks!#Pyeongchang2018#bbcolympicspic.twitter.com/bfa43xZ0bD — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2018With an Olympic gold medal at 17, Chloe Kim is in elite company. #BestOfUSpic.twitter.com/7zK12re0qM — NBC Olympics (@NBCOlympics) February 13, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Chloe Kim endurskrifaði snjóbrettasögu Ólympíuleikanna á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í morgun þegar hún varð yngsta konan til að vinna Ólympíugull. Chloe Kim vann þá öruggan sigur í hálfpípunni en hún fékk langhæstu einkunnina eða næstum því níu stigum meira en silfurhafinn Liu Jiayu frá Kína og næstum því fullkomna einkunn (98.25). Chloe Kim er aðeins sautján ára gömul og fyrir löngu orðin stórstjarna í heimalandi sínu enda ekki aðeins frábær í sinni íþrótt heldur einnig opin og skemmtilegur karakter. Hún var ung til að keppa á síðustu leikum en vann nú gull í sinni fyrstu Ólympíugrein. „Ég er búin að legga svo mikið á mig til að komast hingað og ná markmiðinu mínu. Ég er svo ánægð með að hafa náð í gullið,“ sagði Chloe Kim eftir keppnina. Chloe Kim var sigurstranglegust fyrir keppnina og stóðst þá pressu með glæsibrag. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en faðir hennar fórnaði öllu til þess að hjálpa henni að upplifa drauminn sinn. Hann var mættur í stúkuna ásamt fleiri úr fjölskyldunni en foreldrar Chloe Kim eru einmitt innflytjendur frá Suður-Kóreu. „Fjölskyldan fórnaði svo miklu fyrir mig svo ég gæti náð draumnum mínum. Það er æðislegt að geta gert það í þeirra heimalandi,“ sagði Chloe Kim. Chloe Kim talaði um ást sína á ís eftir undankeppnina og fékk mikil viðbrögð við því. Hún fékk líka ís í verðlaun strax eftir að hún var búin að tryggja sér gullið. Chloe Kim beið ekkert með að borða ísinn heldur gæddi sér á honum um leið og hún fór í sjónvarpsviðtölin.chloe kim finally got her ice cream, and she’s eating it while doing interviews pic.twitter.com/9GL9waqDUQ — Joon Lee (@iamjoonlee) February 13, 2018 Chloe Kim þurfti reyndar að „sætta“ sig við súkkulaði ís en uppáhaldið hennar er víst „Cookies & Cream“ ísinn. Ísgerðirnar Coolhaus og Ben & Jerry’s stuttu strax á vagninn og það má búast við stórum styrktarsamningum fyrir stelpuna þegar hún snýr aftur heim til Bandaríkjanna. Þá gæti Chloe Kim samt verið búin að vinna fleiri Ólympíugull en hún tekur alls þátt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang.Winning Olympic gold comes with its perks!#Pyeongchang2018#bbcolympicspic.twitter.com/bfa43xZ0bD — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2018With an Olympic gold medal at 17, Chloe Kim is in elite company. #BestOfUSpic.twitter.com/7zK12re0qM — NBC Olympics (@NBCOlympics) February 13, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira