Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2018 09:10 Hinrik prins og Margrét Þórhildur í Château de Cayx árið 1997. Vísir/AFP Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. „Heimsborgari í litlu landi“, „prinsinn sem vildi gjarnan verða kóngur“ og prins sem „kom með ást og djörfung inn í líf drottningar“, er meðal þess sem dönsku blöðin skrifa um prinsinn í morgun. Blöðin segja að ósk prinsins hafi verið að vera minnst sem manns sem hafi þorað að vera öðruvísi. TV2 lýsir drottningarmanninum sem framandi manni „með útlit kvikmyndastjörnu“. Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934. Hann stundaði nám í lögfræði og stjórnmálafræði, kínversku og víetnömsku og hætti á sínum tíma í frönsku utanríkisþjónustunni 32 ára gamall til að ganga að eiga Margréti Þórhildi árið 1967. Á sama tíma varð hann sömuleiðis að skipta um nafn, tungumál og trú. Átti erfitt með að aðlagast tignarröðinni Mikið hefur verið fjallað um að prinsinn hafi átt í vandræðum með að aðlaga sig tignarröðinni innan danska konungsveldisins og gagnrýndi hann margoft að hann væri ekki með sömu stöðu og drottningin. Árið 2005 fékk hann titilinn „prinsgemal“ (drottningarmaður) til að aðskilja hann frá öðrum prinsum. Ekstra Bladet greinir frá því að prinsinn hafi barist fyrir kóngatitli í hálfa öld. Hann hafi ætíð verið „franskur að eðlisfari“, en þó verið einn sá alþýðlegasti og vinsælasti í hinum konunglega sirkús Danmerkur. Honum er lýst sem gáfuðum aðalsmanni sem orti ljóð, skapaði höggmyndir og var mikið fyrir vín, mat og ferðalög. Vísir/AFP Fastur á sínu Vinsældir hans meðal dönsku þjóðarinnar voru ekki alltaf miklar, en sjálfur stóð hann fastur á sínu og var óhræddur að segja sína skoðun. Jyllandsposten skrifar í leiðara sínum í morgun að „Le Orince est mort“, Prinsinn er látinn. Þar segir að Hinrik hafi að lokum tekist að vinna hjörtu Dana, sem þekktir eru fyrir að vera miklir efasemdarmenn. Hann hafi einnig átt þátt í að gera dönsku konungsfjölskylduna að einni þeirri vinsælustu í Evrópu. Á síðasta ári vakti Hinrik mikla athygli þegar hann lét hafa eftir sér að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar, drottningarinnar, í Hróarskeldu að þeim gengnum. Skömmu síðar tilkynnti konungsfjölskyldan frá því að prinsinn hafi greinst með heilabilun. Lifa ætti lífinu og upplifa Síðustu mánuði ævi sinnar varði prinsinn í Fredensborgarhöll konungsfjölskyldunnar. Prinsinn sagði að höllinn minnti sig á frönsku höllina Château de Cayx sem þau hjónin keyptu árið 1974. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsir Hinrik sem hugrökkum og einstökum manni í minningarorðum sínum sem hann birtir á Facebook. „Hann þorði að leggja sjálfan sig og persónu sína undir, og leitaði að vera áhorfandi í lífinu. Lifa ætti lífinu og upplifa.“ Karl Gústaf Svíaprins segir í yfirlýsingu að sænska konungsfjölskyldan minnist Hinriks með mikilli hlýju. Haraldur Noregskonungur minnist sömuleiðis prinsins í yfirlýsingu og segir hugur hans og norsku konungsfjölskyldunnar vera hjá Margréti Þórhildi og nánustu aðstandendum prinsins. Andlát Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. „Heimsborgari í litlu landi“, „prinsinn sem vildi gjarnan verða kóngur“ og prins sem „kom með ást og djörfung inn í líf drottningar“, er meðal þess sem dönsku blöðin skrifa um prinsinn í morgun. Blöðin segja að ósk prinsins hafi verið að vera minnst sem manns sem hafi þorað að vera öðruvísi. TV2 lýsir drottningarmanninum sem framandi manni „með útlit kvikmyndastjörnu“. Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934. Hann stundaði nám í lögfræði og stjórnmálafræði, kínversku og víetnömsku og hætti á sínum tíma í frönsku utanríkisþjónustunni 32 ára gamall til að ganga að eiga Margréti Þórhildi árið 1967. Á sama tíma varð hann sömuleiðis að skipta um nafn, tungumál og trú. Átti erfitt með að aðlagast tignarröðinni Mikið hefur verið fjallað um að prinsinn hafi átt í vandræðum með að aðlaga sig tignarröðinni innan danska konungsveldisins og gagnrýndi hann margoft að hann væri ekki með sömu stöðu og drottningin. Árið 2005 fékk hann titilinn „prinsgemal“ (drottningarmaður) til að aðskilja hann frá öðrum prinsum. Ekstra Bladet greinir frá því að prinsinn hafi barist fyrir kóngatitli í hálfa öld. Hann hafi ætíð verið „franskur að eðlisfari“, en þó verið einn sá alþýðlegasti og vinsælasti í hinum konunglega sirkús Danmerkur. Honum er lýst sem gáfuðum aðalsmanni sem orti ljóð, skapaði höggmyndir og var mikið fyrir vín, mat og ferðalög. Vísir/AFP Fastur á sínu Vinsældir hans meðal dönsku þjóðarinnar voru ekki alltaf miklar, en sjálfur stóð hann fastur á sínu og var óhræddur að segja sína skoðun. Jyllandsposten skrifar í leiðara sínum í morgun að „Le Orince est mort“, Prinsinn er látinn. Þar segir að Hinrik hafi að lokum tekist að vinna hjörtu Dana, sem þekktir eru fyrir að vera miklir efasemdarmenn. Hann hafi einnig átt þátt í að gera dönsku konungsfjölskylduna að einni þeirri vinsælustu í Evrópu. Á síðasta ári vakti Hinrik mikla athygli þegar hann lét hafa eftir sér að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar, drottningarinnar, í Hróarskeldu að þeim gengnum. Skömmu síðar tilkynnti konungsfjölskyldan frá því að prinsinn hafi greinst með heilabilun. Lifa ætti lífinu og upplifa Síðustu mánuði ævi sinnar varði prinsinn í Fredensborgarhöll konungsfjölskyldunnar. Prinsinn sagði að höllinn minnti sig á frönsku höllina Château de Cayx sem þau hjónin keyptu árið 1974. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsir Hinrik sem hugrökkum og einstökum manni í minningarorðum sínum sem hann birtir á Facebook. „Hann þorði að leggja sjálfan sig og persónu sína undir, og leitaði að vera áhorfandi í lífinu. Lifa ætti lífinu og upplifa.“ Karl Gústaf Svíaprins segir í yfirlýsingu að sænska konungsfjölskyldan minnist Hinriks með mikilli hlýju. Haraldur Noregskonungur minnist sömuleiðis prinsins í yfirlýsingu og segir hugur hans og norsku konungsfjölskyldunnar vera hjá Margréti Þórhildi og nánustu aðstandendum prinsins.
Andlát Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira