Vill umbylta bakgrunnskönnunum vegna öryggisheimilda Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2018 12:07 Talið er að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Vísir/Getty Yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum, Dan Coats, segir að það kerfi Bandaríkjanna sem ætlað er að veita háttsettum embættismönnum leyfi til að meðhöndla leynileg gögn sé bilað og nauðsynlegt sé að taka það til endurskoðunar. Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar.Samkvæmt frétt CNN er talið að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Þeirra á meðal er Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum.Umsóknir um öryggisheimildir fela oft í sér ítarlegar bakgrunnsskoðanir svo hægt sé að dæma hvort opinberum starfsmönnum sé treystandi til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Frá því að Rob Porter sagði af sér á dögunum vegna ásakana um heimilisofbeldi hafa heimildir þessar vakið mikla athygli. Porter var á undanþágu þrátt fyrir að hafa meðhöndlað leynilegar upplýsingar í starfi sínu í Hvíta húsinu í um ár. Hvíta húsinu var gert grein fyrir ásökunum gegn Porter fyrir mörgum vikum og leit út fyrir að hann myndi ekki hljóta öryggisheimild. Þrátt fyrir það hélt hann starfi sínu og vann með leynilegar upplýsingar.Ástand Hvíta hússins hefur vakið upp spurningar um hvort að starfsmenn Donald Trump, sem margir hverjir hafi umtalsverðar tengingar við erlend ríki og viðskiptamenn um heim allan, séu hæfir til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Deilur meðal starfsmanna Hvíta hússins, afsagnir og brottrekstrar hafa ekki fegrað ástandið. Þá hafa fjórir fyrrverandi starfsmenn Trump verið ákærðir af Robert Mueller, sérstökum saksóknara. Í samtali við CNN segja nokkrir heimildarmenn innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að það sé verulega óvenjulegt að svo margir starfsmenn Hvíta hússins séu enn á undanþágum. Þrátt fyrir að þúsundir slíkra umsókna séu til skoðunar fái starfsmenn Hvíta hússins forgang.Vill nýta samfélagsmiðla Coats segir að umrætt ferli verði að nýta nýja tækni og upplýsingar á samfélagsmiðlum. Þannig væri hægt að fá ákveðna grunnmynd af því fólki sem sótt hefur um öryggisheimild. Það tæki mun minni tíma en að fara og ræða við samstarfsmenn þeirra, nágranna og aðra. „Við þurfum að hafa þetta í forgangi því þetta er að draga úr getu okkar til að koma réttu fólki á réttan stað á réttum tíma,“ sagði Coats. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum, Dan Coats, segir að það kerfi Bandaríkjanna sem ætlað er að veita háttsettum embættismönnum leyfi til að meðhöndla leynileg gögn sé bilað og nauðsynlegt sé að taka það til endurskoðunar. Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar.Samkvæmt frétt CNN er talið að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Þeirra á meðal er Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum.Umsóknir um öryggisheimildir fela oft í sér ítarlegar bakgrunnsskoðanir svo hægt sé að dæma hvort opinberum starfsmönnum sé treystandi til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Frá því að Rob Porter sagði af sér á dögunum vegna ásakana um heimilisofbeldi hafa heimildir þessar vakið mikla athygli. Porter var á undanþágu þrátt fyrir að hafa meðhöndlað leynilegar upplýsingar í starfi sínu í Hvíta húsinu í um ár. Hvíta húsinu var gert grein fyrir ásökunum gegn Porter fyrir mörgum vikum og leit út fyrir að hann myndi ekki hljóta öryggisheimild. Þrátt fyrir það hélt hann starfi sínu og vann með leynilegar upplýsingar.Ástand Hvíta hússins hefur vakið upp spurningar um hvort að starfsmenn Donald Trump, sem margir hverjir hafi umtalsverðar tengingar við erlend ríki og viðskiptamenn um heim allan, séu hæfir til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Deilur meðal starfsmanna Hvíta hússins, afsagnir og brottrekstrar hafa ekki fegrað ástandið. Þá hafa fjórir fyrrverandi starfsmenn Trump verið ákærðir af Robert Mueller, sérstökum saksóknara. Í samtali við CNN segja nokkrir heimildarmenn innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að það sé verulega óvenjulegt að svo margir starfsmenn Hvíta hússins séu enn á undanþágum. Þrátt fyrir að þúsundir slíkra umsókna séu til skoðunar fái starfsmenn Hvíta hússins forgang.Vill nýta samfélagsmiðla Coats segir að umrætt ferli verði að nýta nýja tækni og upplýsingar á samfélagsmiðlum. Þannig væri hægt að fá ákveðna grunnmynd af því fólki sem sótt hefur um öryggisheimild. Það tæki mun minni tíma en að fara og ræða við samstarfsmenn þeirra, nágranna og aðra. „Við þurfum að hafa þetta í forgangi því þetta er að draga úr getu okkar til að koma réttu fólki á réttan stað á réttum tíma,“ sagði Coats.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira