Sagði að minnisblað Demókrata verið birt „bráðum“ en hætti við Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2018 23:40 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að opinbera ekki minnisblað Demókrata í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísaði forsetinn til þjóðaröryggis en minnisblaðið byggir á leynilegum gögnum. Trump sagði þó fyrr í dag að minnisblaðið yrði birt „bráðum“. Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. Lögmaður Hvíta hússins, Don McGahn sagði að minnisblaðið innihéldi of mikið af leynilegum upplýsingum og að meðlimir nefndarinnar hefðu verið beðnir um að breyta því með tilliti til ábendinga Dómsmálaráðuneytisins. Hann sagði Trump vera tilbúinn til að svipta leyndinni af minnisblaðinu ef breytingar yrðu gerðar. Umræddu minnisblaði er ætlað að vera andsvar við minnisblaði sem Repúblikaninn Devin Nunes skrifaði og opinberað var í síðustu viku. Í því minnisblaði var því haldið fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, og Dómsmálaráðuneytisins hefðu beitt óviðeigandi aðferðum til þess að fá heimildir til að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump, Carter Page, og markmið þeirra hefði verið að grafa undan Trump. Stuðningsmenn forsetans hafa notað minnisblað Nunes til þess að gagnrýna Rússarannsókn Robert Mueller og jafnvel sagt að hún eigi ekki rétt á sér. Þó fram hafi komið í minnisblaðinu að upphaf rannsóknarinnar megi reka til þess að George Papadopoulos, sem starfaði fyrir framboð Trump og varð í október fyrsti einstaklingurinn til þess að játa sök í tengslum við sérstakri rannsókn á meintum tengslum framboðs Trump við Rússland, hafi sagt við ástralskan embættismann í London að Rússar byggju yfir upplýsingum um Hillary Clinton áður en það var opinbert. Nunes hélt því svo fram í útvarpsviðtali á miðvikudaginn að Demókratar væru að reyna að fela þá staðreynd að Hillary Clinton hefði starfað með Rússum til þess að öðlast neikvæðar upplýsingar um Donald Trump og koma þeim til FBI og þannig hefja Rússarannsóknina. Sú staðhæfing á hins vegar ekki við rök að styðjast. Forsvarsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, Dómsmálaráðuneytisins mótmæltu birtingu minnisblaðs Nunes og það gerðu Demókratar sömuleiðis. Þeir sögðu minnisblaðið draga upp ákaflega misvísandi mynd af hvernig FBI og dómsmálaráðuneytið hafa hagað störfum sínum í tengslum við rannsóknina. Þannig sérvelji Nunes gögn til að styðja kenningu sína um hlutdrægni FBI en líti fram hjá öðrum gögnum sem rannsóknin hefur byggt á. Repúblikanar í leyniþjónustunefndinni höfnuðu hins vegar að birta opinberlega minnisblað minnihluta demókrata í nefndinni sem lýst er sem andsvari við skjal Nunes á sama tíma. Repúblikanar í nefndinni samþykktu það svo á þriðjudaginn og sendu skjalið til Trump sem hefur fimm daga frá þriðjudeginum til að taka ákvörðun. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til tilkynningar Trump. Upprunalega fjallaði hún um að Hann sagði í dag að minnisblaðið yrði birt „bráðum“. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Minnisblað Demókrata sent til Trump Þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál hefur ákveðið að opinbera minnisblað Demókrata, sem er svar þeirra við umdeildu minnisblaði Devin Nunes. 5. febrúar 2018 23:46 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að opinbera ekki minnisblað Demókrata í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísaði forsetinn til þjóðaröryggis en minnisblaðið byggir á leynilegum gögnum. Trump sagði þó fyrr í dag að minnisblaðið yrði birt „bráðum“. Talsmaður Hvíta hússins sagði þó skömmu seinna að Trump væri að meta stöðuna og myndi ákveða sig innan skamms. Lögmaður Hvíta hússins, Don McGahn sagði að minnisblaðið innihéldi of mikið af leynilegum upplýsingum og að meðlimir nefndarinnar hefðu verið beðnir um að breyta því með tilliti til ábendinga Dómsmálaráðuneytisins. Hann sagði Trump vera tilbúinn til að svipta leyndinni af minnisblaðinu ef breytingar yrðu gerðar. Umræddu minnisblaði er ætlað að vera andsvar við minnisblaði sem Repúblikaninn Devin Nunes skrifaði og opinberað var í síðustu viku. Í því minnisblaði var því haldið fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, og Dómsmálaráðuneytisins hefðu beitt óviðeigandi aðferðum til þess að fá heimildir til að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump, Carter Page, og markmið þeirra hefði verið að grafa undan Trump. Stuðningsmenn forsetans hafa notað minnisblað Nunes til þess að gagnrýna Rússarannsókn Robert Mueller og jafnvel sagt að hún eigi ekki rétt á sér. Þó fram hafi komið í minnisblaðinu að upphaf rannsóknarinnar megi reka til þess að George Papadopoulos, sem starfaði fyrir framboð Trump og varð í október fyrsti einstaklingurinn til þess að játa sök í tengslum við sérstakri rannsókn á meintum tengslum framboðs Trump við Rússland, hafi sagt við ástralskan embættismann í London að Rússar byggju yfir upplýsingum um Hillary Clinton áður en það var opinbert. Nunes hélt því svo fram í útvarpsviðtali á miðvikudaginn að Demókratar væru að reyna að fela þá staðreynd að Hillary Clinton hefði starfað með Rússum til þess að öðlast neikvæðar upplýsingar um Donald Trump og koma þeim til FBI og þannig hefja Rússarannsóknina. Sú staðhæfing á hins vegar ekki við rök að styðjast. Forsvarsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, Dómsmálaráðuneytisins mótmæltu birtingu minnisblaðs Nunes og það gerðu Demókratar sömuleiðis. Þeir sögðu minnisblaðið draga upp ákaflega misvísandi mynd af hvernig FBI og dómsmálaráðuneytið hafa hagað störfum sínum í tengslum við rannsóknina. Þannig sérvelji Nunes gögn til að styðja kenningu sína um hlutdrægni FBI en líti fram hjá öðrum gögnum sem rannsóknin hefur byggt á. Repúblikanar í leyniþjónustunefndinni höfnuðu hins vegar að birta opinberlega minnisblað minnihluta demókrata í nefndinni sem lýst er sem andsvari við skjal Nunes á sama tíma. Repúblikanar í nefndinni samþykktu það svo á þriðjudaginn og sendu skjalið til Trump sem hefur fimm daga frá þriðjudeginum til að taka ákvörðun. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til tilkynningar Trump. Upprunalega fjallaði hún um að Hann sagði í dag að minnisblaðið yrði birt „bráðum“.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Minnisblað Demókrata sent til Trump Þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál hefur ákveðið að opinbera minnisblað Demókrata, sem er svar þeirra við umdeildu minnisblaði Devin Nunes. 5. febrúar 2018 23:46 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu 2. febrúar 2018 22:00
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Comey um minnisblaðið: „Er þetta allt og sumt?“ James Comey, sem rekinn var sem forstjóri FBI af Donald Trump á síðasta ári, furðar sig á innihaldi hins umdeilda minnisblaðs sem gert var opinbert í dag. 2. febrúar 2018 23:45
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00
Minnisblað Demókrata sent til Trump Þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál hefur ákveðið að opinbera minnisblað Demókrata, sem er svar þeirra við umdeildu minnisblaði Devin Nunes. 5. febrúar 2018 23:46