Norsk skíðastjarna hágrét þegar hún var dæmd í bann og nú flýr hún Noreg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2018 14:30 Therese Johaug. Vísir/EPA Therese Johaug vann til verðlauna á síðustu tveimur Vetrarólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og þessi 29 ára norska skíðagöngukona var líkleg til afreka á leikunum sem hefjast í Pyeongchang í febrúar. Therese Johaug er sjöfaldur heimsmeistari í skíðagöngu og vann Ólympíugull í Vancouver 2010. Það verður hinsvegar engin Therese Johaug í norska Ólympíuliðinu í Suður Kóreu því hún tekur þar út keppnisbann sem henni sjálfri fannst mjög ósanngjarnt. Therese Johaug féll á lyfjaprófi í október 2016 þegar anabólískir sterar fundust í sýni hennar. Hún sagði að þeir höfðu komið í gegnum Trofodermin krem sem hún notaði vegna mikils varaþurrks hennar í æfingabúðum á Ítalíu í september sama ár. Norski íþróttaheimurinn skalf vegna málsins enda var ein stærsta íþróttastjarna liðsins að falla á lyfjaprófi. Viðbrögð hennar sjálfar vöktu líka mikla athygli enda hágrét hún á blaðamannafundi þar sem hún lýsti yfir sakleysi sínu. Íþróttadómstóll í Noregi dæmdi hana fyrst í þrettán mánaða bann sem hefði þýtt það að hún hefði verið komin úr banninu fyrir Ólympíuleikana í Pyeongchang. Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði hinsvegar dómnum og málið endaði með því að fara fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn.Vísir/GettyJohaug fékk á endanum átján mánaða bann frá og með 18. október 2016. Þar með var Ólympíudraumur hennar úr sögunni. Therese Johaug gat ekki hugsað sér að vera í Noregi á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir enda öll norska þjóðin með augun á leikunum sem eru líka aðalumfjöllunnarefnið í öllum norskum fjölmiðlum. „Það eru tvær ástæður fyrir þessu. Það er gott fyrir hana að komast frá Noregi og það er gott fyrir hana að fá að æfa í friði í Seiser Alm,“ sagði þjálfari hennar Pål Gunnar Mikkelsplass við NRK. „Hún er að reyna að losna við Ólympíuleikana úr huga sér. Við verðum aftur á móti að sjá hvernig það gengur. Við höfum ekki talað um Ólympíuleikana. Heimsmeistaramótið í Seefeld 2019 er markmiðið. Við höfum heldur ekki rætt Ólympíuleikana 2022 en kannski horfir hún þangað. Ég vona það. Það væri gaman fyrir hana að komast aftur á Ólympíuleikana áður ferillinn klárast,“ sagði Pål Gunnar Mikkelsplass við SportExpressen.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Therese Johaug vann til verðlauna á síðustu tveimur Vetrarólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og þessi 29 ára norska skíðagöngukona var líkleg til afreka á leikunum sem hefjast í Pyeongchang í febrúar. Therese Johaug er sjöfaldur heimsmeistari í skíðagöngu og vann Ólympíugull í Vancouver 2010. Það verður hinsvegar engin Therese Johaug í norska Ólympíuliðinu í Suður Kóreu því hún tekur þar út keppnisbann sem henni sjálfri fannst mjög ósanngjarnt. Therese Johaug féll á lyfjaprófi í október 2016 þegar anabólískir sterar fundust í sýni hennar. Hún sagði að þeir höfðu komið í gegnum Trofodermin krem sem hún notaði vegna mikils varaþurrks hennar í æfingabúðum á Ítalíu í september sama ár. Norski íþróttaheimurinn skalf vegna málsins enda var ein stærsta íþróttastjarna liðsins að falla á lyfjaprófi. Viðbrögð hennar sjálfar vöktu líka mikla athygli enda hágrét hún á blaðamannafundi þar sem hún lýsti yfir sakleysi sínu. Íþróttadómstóll í Noregi dæmdi hana fyrst í þrettán mánaða bann sem hefði þýtt það að hún hefði verið komin úr banninu fyrir Ólympíuleikana í Pyeongchang. Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði hinsvegar dómnum og málið endaði með því að fara fyrir Alþjóðaíþróttadómstólinn.Vísir/GettyJohaug fékk á endanum átján mánaða bann frá og með 18. október 2016. Þar með var Ólympíudraumur hennar úr sögunni. Therese Johaug gat ekki hugsað sér að vera í Noregi á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir enda öll norska þjóðin með augun á leikunum sem eru líka aðalumfjöllunnarefnið í öllum norskum fjölmiðlum. „Það eru tvær ástæður fyrir þessu. Það er gott fyrir hana að komast frá Noregi og það er gott fyrir hana að fá að æfa í friði í Seiser Alm,“ sagði þjálfari hennar Pål Gunnar Mikkelsplass við NRK. „Hún er að reyna að losna við Ólympíuleikana úr huga sér. Við verðum aftur á móti að sjá hvernig það gengur. Við höfum ekki talað um Ólympíuleikana. Heimsmeistaramótið í Seefeld 2019 er markmiðið. Við höfum heldur ekki rætt Ólympíuleikana 2022 en kannski horfir hún þangað. Ég vona það. Það væri gaman fyrir hana að komast aftur á Ólympíuleikana áður ferillinn klárast,“ sagði Pål Gunnar Mikkelsplass við SportExpressen.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira