Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 12:09 Robert Mueller rannsakar meint samráð framboðs Trump við Rússa og hvort forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Vísir/Getty Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi sjálfur sagst hlakka til þess að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á því hvort að framboð hans hafi átt samráð við Rússa, telja lögmenn forsetans að Mueller hafi ekki gert nóg til að sýna að hann verði að ná tali af Trump augliti til auglitis. Greint hefur verið frá því í bandarískum fjölmiðlum að Mueller vilji ná tali af Trump á næstu vikum. Rannsókn hans er nú ekki síst talin beinast að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, til dæmis með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í maí. Á dögunum sagði Trump við fréttamenn að hann „hlakkaði til“ að ræða við rannsakendur Mueller og að hann myndi gera það eiðsvarinn. Sló hann þó þann varnagla að lögmenn hans þyrftu að samþykkja viðtal við Mueller.Engin fordæmi um að forseti geti forðast að bera vitniCNN-fréttastöðin segir að afstaða lögmannanna sé sú að Trump þurfi ekki að ræða við Mueller. Vísa þeir til fordæma þar sem opinberir embættismenn hafa verið til rannsóknar. Þá hafi dómstólar talið að aðeins væri hægt að kalla þá til vitnis ef rannsakendur hefðu enga aðra leið til að komast yfir tilteknar upplýsingar. Lögmennirnir telja að Mueller hafi ekki uppfyllt það skilyrði. Þeir vilja að Mueller sýni fram á að aðeins Trump geti svarað þeim spurningum sem hann hefur. CNN segir að sú afstaða sé þó ekki endanleg og viðræður standi enn yfir á milli rannsakendanna og lögmannanna. Neiti Trump að ræða við Mueller gæti rannsakandinn stefnt honum fyrir ákærudómstól. CNN segir að ekkert lagalegt fordæmi sé fyrir því að forseti geti alfarið vikið sér undan því að bera vitni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. 27. janúar 2018 21:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi sjálfur sagst hlakka til þess að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á því hvort að framboð hans hafi átt samráð við Rússa, telja lögmenn forsetans að Mueller hafi ekki gert nóg til að sýna að hann verði að ná tali af Trump augliti til auglitis. Greint hefur verið frá því í bandarískum fjölmiðlum að Mueller vilji ná tali af Trump á næstu vikum. Rannsókn hans er nú ekki síst talin beinast að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, til dæmis með því að reka James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í maí. Á dögunum sagði Trump við fréttamenn að hann „hlakkaði til“ að ræða við rannsakendur Mueller og að hann myndi gera það eiðsvarinn. Sló hann þó þann varnagla að lögmenn hans þyrftu að samþykkja viðtal við Mueller.Engin fordæmi um að forseti geti forðast að bera vitniCNN-fréttastöðin segir að afstaða lögmannanna sé sú að Trump þurfi ekki að ræða við Mueller. Vísa þeir til fordæma þar sem opinberir embættismenn hafa verið til rannsóknar. Þá hafi dómstólar talið að aðeins væri hægt að kalla þá til vitnis ef rannsakendur hefðu enga aðra leið til að komast yfir tilteknar upplýsingar. Lögmennirnir telja að Mueller hafi ekki uppfyllt það skilyrði. Þeir vilja að Mueller sýni fram á að aðeins Trump geti svarað þeim spurningum sem hann hefur. CNN segir að sú afstaða sé þó ekki endanleg og viðræður standi enn yfir á milli rannsakendanna og lögmannanna. Neiti Trump að ræða við Mueller gæti rannsakandinn stefnt honum fyrir ákærudómstól. CNN segir að ekkert lagalegt fordæmi sé fyrir því að forseti geti alfarið vikið sér undan því að bera vitni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. 27. janúar 2018 21:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Trump sagður vilja losna við aðstoðarráðherrann sem skipaði Mueller Aðstoðardómsmálaráðherrann skipaði Robert Mueller eftir að Trump rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 27. janúar 2018 11:12
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Demókratar vilja koma hlífðarskildi yfir Mueller Það vilja þeir gera eftir að í ljós kom að Trump ætlaði sér að reka Mueller í júní í fyrra. 27. janúar 2018 21:30
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00