Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Pétur Marinó Jónsson skrifar 20. janúar 2018 17:15 Þegar Ngannou rotaði Overeem í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. Þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í nótt um þungavigtartitil UFC. Afríska undrið Ngannou hefur komið eins og stormsveipur í UFC og klárað alla bardaga sína. Í nótt fær hann sitt erfiðasta verkefni til þessa þegar hann mætir sjálfum þungavigtarmeistaranum Stipe Miocic. Engum hefur tekist að halda þungavigtarbeltinu lengi eða frá því þungavigtin var fyrst sett á laggirnar á UFC 12 árið 1997. Enginn hefur varið titilinn oftar en tvisvar en fimm menn hafa afrekað það (Randy Couture, Tim Sylvia, Brock Lesnar, Cain Velasquez, og Stipe Miocic). Með sigri getur Miocic bætt hið arfaslaka met yfir flestar titilvarnir í sögu þungavigtarinnar í UFC. Þrjár titilvarnir í röð er ekkert stórkostlegur árangur en væri nýtt met í þungavigtinni. Þegar verið er að ræða um svo stóra menn þarf oft ekki nema eitt gott högg og þá er bardaginn búinn. Það er því ekki mikið rúm fyrir mistök í þungavigtinni. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic er oft vanmetinn. Til marks um það er áskorandinn Francis Ngannou talinn sigurstranglegri af veðbönkum. Miocic gerir einfalda hluti vel og kemst seint á forsíður blaðanna með kjaftinum sínum. Hann vill bara klára málin í búrinu og halda svo heim til Cleveland þar sem hann starfar enn sem slökkviliðsmaður meðfram bardagaferlinum. Upprisa Francis Ngannou hefur verið með ólíkindum. Þessi kamerúnski bardagamaður byrjaði bara að æfa MMA fyrir fjórum árum síðan og sýnir miklar framfarir í hverjum bardaga. Ngannou var með stóra drauma í Kamerún sem ungur maður og ætlaði sér að verða heimsmeistari í boxi. Þar var hlegið að honum enda vann hann þá í sandnámu í bænum Batié í Kamerún og ekkert sem benti til þess að hann myndi afreka nokkuð í bardagaheiminum. Hann ákvað þó að taka skrefið og flytja í höfuðborgina til að læra box og flutti síðar til Parísar. Hann hafði ekkert á milli handanna í Frakklandi og bjó á götunni. Hann fann þó bardagaklúbb og þar var hann sannfærður um að gefa MMA séns frekar en boxinu. Ekki leið á löngu þar til hann var kominn í UFC og er hann nú einn mest spennandi þungavigtarmaður heims. Ngannou hefur verið gríðarlega fljótur að bæta sig tæknilega og er ofan á það með alla þá líkamlegu þætti sem þungavigtarmaður þarf að bera. Uppgangur hans hefur því verið mjög hraður enda hefur hann klárað alla sína andstæðinga í UFC. Rothöggin hans hafa heyrst um allan heim og má segja að hann sé á barmi þess að verða stjarna. Rothöggið hans gegn Alistair Overeem í desember var til að mynda eitt af rothöggum ársins 2017. Það verður því gríðarlega athyglisvert að sjá hvað gerist þegar þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í búrinu í nótt. Nær Miocic að bæta metið eða verður Ngannou enn einn nýji þungavigtarmeistarinn? UFC 220 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. Þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í nótt um þungavigtartitil UFC. Afríska undrið Ngannou hefur komið eins og stormsveipur í UFC og klárað alla bardaga sína. Í nótt fær hann sitt erfiðasta verkefni til þessa þegar hann mætir sjálfum þungavigtarmeistaranum Stipe Miocic. Engum hefur tekist að halda þungavigtarbeltinu lengi eða frá því þungavigtin var fyrst sett á laggirnar á UFC 12 árið 1997. Enginn hefur varið titilinn oftar en tvisvar en fimm menn hafa afrekað það (Randy Couture, Tim Sylvia, Brock Lesnar, Cain Velasquez, og Stipe Miocic). Með sigri getur Miocic bætt hið arfaslaka met yfir flestar titilvarnir í sögu þungavigtarinnar í UFC. Þrjár titilvarnir í röð er ekkert stórkostlegur árangur en væri nýtt met í þungavigtinni. Þegar verið er að ræða um svo stóra menn þarf oft ekki nema eitt gott högg og þá er bardaginn búinn. Það er því ekki mikið rúm fyrir mistök í þungavigtinni. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic er oft vanmetinn. Til marks um það er áskorandinn Francis Ngannou talinn sigurstranglegri af veðbönkum. Miocic gerir einfalda hluti vel og kemst seint á forsíður blaðanna með kjaftinum sínum. Hann vill bara klára málin í búrinu og halda svo heim til Cleveland þar sem hann starfar enn sem slökkviliðsmaður meðfram bardagaferlinum. Upprisa Francis Ngannou hefur verið með ólíkindum. Þessi kamerúnski bardagamaður byrjaði bara að æfa MMA fyrir fjórum árum síðan og sýnir miklar framfarir í hverjum bardaga. Ngannou var með stóra drauma í Kamerún sem ungur maður og ætlaði sér að verða heimsmeistari í boxi. Þar var hlegið að honum enda vann hann þá í sandnámu í bænum Batié í Kamerún og ekkert sem benti til þess að hann myndi afreka nokkuð í bardagaheiminum. Hann ákvað þó að taka skrefið og flytja í höfuðborgina til að læra box og flutti síðar til Parísar. Hann hafði ekkert á milli handanna í Frakklandi og bjó á götunni. Hann fann þó bardagaklúbb og þar var hann sannfærður um að gefa MMA séns frekar en boxinu. Ekki leið á löngu þar til hann var kominn í UFC og er hann nú einn mest spennandi þungavigtarmaður heims. Ngannou hefur verið gríðarlega fljótur að bæta sig tæknilega og er ofan á það með alla þá líkamlegu þætti sem þungavigtarmaður þarf að bera. Uppgangur hans hefur því verið mjög hraður enda hefur hann klárað alla sína andstæðinga í UFC. Rothöggin hans hafa heyrst um allan heim og má segja að hann sé á barmi þess að verða stjarna. Rothöggið hans gegn Alistair Overeem í desember var til að mynda eitt af rothöggum ársins 2017. Það verður því gríðarlega athyglisvert að sjá hvað gerist þegar þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í búrinu í nótt. Nær Miocic að bæta metið eða verður Ngannou enn einn nýji þungavigtarmeistarinn? UFC 220 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30
Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00