Oprah Winfrey kallar áhrifakonur á sinn fund Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 23:26 Oprah Winfrey stýrði á dögunum pallborðsumræðum um kvennabyltingu í Hollywood. Vísir/EPA Oprah Winfrey kallaði á sinn fund áhrifakonur í skemmtana-og kvikmyndageiranum til að ræða um áhrif „Time's up-átaksins“ svokallaða sem hefur vakið talsverða athygli. Átakinu er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem hefur ríkt bæði í skemmtana- og kvikmyndaðinaðinum og á almennum og opinberum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. America Ferrera, Natalie Portman, Tracee Ellis-Ross, Reese Witherspoon, Shonda Rhimes, Kathleen Kennedy og Nina Shaw sátu fyrir svörum og voru mættar til þess að ræða opinskátt um átakið og markmið þess. Pallborðsumræðunum, sem Oprah Winfrey stýrir, verður sjónvarpað í þættinum „Sunday Morning“ þann fjórtánda janúar á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. Þrátt fyrir að þátturinn verði sýndur á morgun gaf sjónvarpsstöðin áhorfendum sýnishorn af honum. Í sýnishorninu spyr Oprah Winfrey leikkonuna Reese Witherspoon út í kynferðislega árás sem hún varð fyrir af hendi leikstjóra þegar hún var sextán ára gömul. Reese Witherspoon er lítur framtíðina björtum augum og vonar að konur haldi áfram að vera hugrakkar að segja frá. Reese vitnaði í Elie Wiesel til að leggja áherslu á mál sitt: „Við verðum að taka afstöðu. Hlutleysi hjálpar kúgaranum en aldrei þolandanum. Þögn hvetur kvalara en aldrei þá sem kveljast.“Reese sagði að á stundum þyrftu þolendur að vega og meta hvort þögnin sé þeirra val og að einu sinni hafi það verið raunveruleikinn. „Sá tími er liðinn,“ sagði Reese staðföst. MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir „Tíminn er útrunninn“ Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í dag í bandaríska dagblaðinu New York Times. 1. janúar 2018 23:30 Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið. 7. janúar 2018 14:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Oprah Winfrey kallaði á sinn fund áhrifakonur í skemmtana-og kvikmyndageiranum til að ræða um áhrif „Time's up-átaksins“ svokallaða sem hefur vakið talsverða athygli. Átakinu er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem hefur ríkt bæði í skemmtana- og kvikmyndaðinaðinum og á almennum og opinberum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. America Ferrera, Natalie Portman, Tracee Ellis-Ross, Reese Witherspoon, Shonda Rhimes, Kathleen Kennedy og Nina Shaw sátu fyrir svörum og voru mættar til þess að ræða opinskátt um átakið og markmið þess. Pallborðsumræðunum, sem Oprah Winfrey stýrir, verður sjónvarpað í þættinum „Sunday Morning“ þann fjórtánda janúar á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. Þrátt fyrir að þátturinn verði sýndur á morgun gaf sjónvarpsstöðin áhorfendum sýnishorn af honum. Í sýnishorninu spyr Oprah Winfrey leikkonuna Reese Witherspoon út í kynferðislega árás sem hún varð fyrir af hendi leikstjóra þegar hún var sextán ára gömul. Reese Witherspoon er lítur framtíðina björtum augum og vonar að konur haldi áfram að vera hugrakkar að segja frá. Reese vitnaði í Elie Wiesel til að leggja áherslu á mál sitt: „Við verðum að taka afstöðu. Hlutleysi hjálpar kúgaranum en aldrei þolandanum. Þögn hvetur kvalara en aldrei þá sem kveljast.“Reese sagði að á stundum þyrftu þolendur að vega og meta hvort þögnin sé þeirra val og að einu sinni hafi það verið raunveruleikinn. „Sá tími er liðinn,“ sagði Reese staðföst.
MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir „Tíminn er útrunninn“ Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í dag í bandaríska dagblaðinu New York Times. 1. janúar 2018 23:30 Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið. 7. janúar 2018 14:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
„Tíminn er útrunninn“ Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í dag í bandaríska dagblaðinu New York Times. 1. janúar 2018 23:30
Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið. 7. janúar 2018 14:00