Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 16:36 Gríðarleg flóð fylgdu öflugum fellibyljum sem gengu á land í Bandaríkjunum í ágúst og september. Vísir/AFP Fellibyljir og skógareldar voru á meðal náttúruhamfara sem ollu meira en þrjú hundruð milljarða dollara tjóni í Bandaríkjunum í fyrra. Kostnaðurinn við tjón af völdum náttúruhamfara hefur aldrei verið meira samkvæmt nýjum tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Dýrustu einstöku náttúruhamfarirnar voru fellibylurinn Harvey sem skall á Texas og fleiri ríkjum á suðurströnd Bandaríkjanna í águst og september. Hann olli gríðarlegum flóðum í Houston og nærliggjandi svæðum. Tjónið þar nam um 125 milljörðum dollara, að því er segir í frétt Washington Post. Harvey er næstkostnaðarsömustu náttúruhamfarir sem gengi ð hafa yfir Bandaríkin. Aðeins Fellibylurinn Katrína árið 2005 olli meira tjóni. Fellibylurinn María sem olli mannskaða og eyðileggingu og heldur áfram að plaga íbúa Púertó Ríko olli 90 milljarða dollara tjóni. Irma, sem skall á Flórída í september, olli tjóni sem nam um 50 milljörðum dollara. Í heildina urðu sextán veður- og loftslagshamfarir sem ollu milljarðar dollara tjóni eða meira og er það einnig met. Alls fórust 362 í hamförunum og fjöldi manns til viðbótar slasaðist. NOAA gerir ráð fyrir að uppbygging eftir þrjá meiriháttar fellibylji og áframhaldandi elda í vesturhluta Bandaríkjanna eigi eftir að halda áfram langt fram á þetta ár.Flóð, þurrkar, frost, fellibyljir, stormar og hvirfilbyljir voru á meðal hamfara sem þjökuðu Bandaríkin í fyrra.NOAA NCEIMælingar NOAA sýndu jafnframt að árið 2017 var það þriðja hlýjasta í Bandaríkjunum frá því að mælingar hófust fyrir 123 árum. Fimm hlýjustu árin hafa öll verið eftir árið 2006 og árið í fyrra var það tuttugasta og fyrsta í röð þar sem meðalhiti var yfir meðaltali. Öll ríkin á meginlandi Bandaríkjanna og Alaska voru hlýrri en að meðaltali. Spáð er að hlýnandi loftslag á jörðinni af völdum manna muni leiða til meiri öfga í veðurfari. Tölur NOAA beina því sjónum að því að tjón af völdum náttúruhamfara í framtíðinni gæti orðið enn verra. Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Fellibyljir og skógareldar voru á meðal náttúruhamfara sem ollu meira en þrjú hundruð milljarða dollara tjóni í Bandaríkjunum í fyrra. Kostnaðurinn við tjón af völdum náttúruhamfara hefur aldrei verið meira samkvæmt nýjum tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Dýrustu einstöku náttúruhamfarirnar voru fellibylurinn Harvey sem skall á Texas og fleiri ríkjum á suðurströnd Bandaríkjanna í águst og september. Hann olli gríðarlegum flóðum í Houston og nærliggjandi svæðum. Tjónið þar nam um 125 milljörðum dollara, að því er segir í frétt Washington Post. Harvey er næstkostnaðarsömustu náttúruhamfarir sem gengi ð hafa yfir Bandaríkin. Aðeins Fellibylurinn Katrína árið 2005 olli meira tjóni. Fellibylurinn María sem olli mannskaða og eyðileggingu og heldur áfram að plaga íbúa Púertó Ríko olli 90 milljarða dollara tjóni. Irma, sem skall á Flórída í september, olli tjóni sem nam um 50 milljörðum dollara. Í heildina urðu sextán veður- og loftslagshamfarir sem ollu milljarðar dollara tjóni eða meira og er það einnig met. Alls fórust 362 í hamförunum og fjöldi manns til viðbótar slasaðist. NOAA gerir ráð fyrir að uppbygging eftir þrjá meiriháttar fellibylji og áframhaldandi elda í vesturhluta Bandaríkjanna eigi eftir að halda áfram langt fram á þetta ár.Flóð, þurrkar, frost, fellibyljir, stormar og hvirfilbyljir voru á meðal hamfara sem þjökuðu Bandaríkin í fyrra.NOAA NCEIMælingar NOAA sýndu jafnframt að árið 2017 var það þriðja hlýjasta í Bandaríkjunum frá því að mælingar hófust fyrir 123 árum. Fimm hlýjustu árin hafa öll verið eftir árið 2006 og árið í fyrra var það tuttugasta og fyrsta í röð þar sem meðalhiti var yfir meðaltali. Öll ríkin á meginlandi Bandaríkjanna og Alaska voru hlýrri en að meðaltali. Spáð er að hlýnandi loftslag á jörðinni af völdum manna muni leiða til meiri öfga í veðurfari. Tölur NOAA beina því sjónum að því að tjón af völdum náttúruhamfara í framtíðinni gæti orðið enn verra.
Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira