Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2018 20:38 James Damore og David Gudeman halda því nú fram að fyrirtækið mismuni gegn starfsmönnum sem styðji við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðhyllist stjórnmálaskoðunum sem forsvarsmönnum Goggle hugnist ekki. Vísir/Getty Fyrrverandi starfsmaður tæknifyrirtækisins Google hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google. Damore og David Gudeman, sem einnig vann áður hjá Google og var rekinn vegna ummæla um múslima sem hann vann með og tengdi hann við hryðjuverkastarfsemi, halda því nú fram að fyrirtækið mismuni gegn starfsmönnum sem styðji við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðhyllist stjórnmálaskoðunum sem forsvarsmönnum Goggle hugnist ekki. Þar eiga þeir við hvíta íhaldssama karlmenn, samkvæmt frétt The Verge.Samkvæmt frétt Tech Crunch segir einnig í stefnu þeirra Damore og Gudeman að þeim og öðrum hafi verið refsað fyrir „óhefðbundnar stjórnmálaskoðanir“ þeirra og þá „synd þeirra að hafa fæðst hvítir og karlar“. Þá segir í stefnunni að Google hafi notast við „ólöglegan kynjakvóta“ sem hafi komið niður á hvítum körlum. Lögmenn Damore og Gudeman leita annarra sem telja Google hafa mismunað gegn sér. Stefnu þeirra, sem inniheldur mikið af tölvupóstum, má sjá hér. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður tæknifyrirtækisins Google hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google. Damore og David Gudeman, sem einnig vann áður hjá Google og var rekinn vegna ummæla um múslima sem hann vann með og tengdi hann við hryðjuverkastarfsemi, halda því nú fram að fyrirtækið mismuni gegn starfsmönnum sem styðji við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðhyllist stjórnmálaskoðunum sem forsvarsmönnum Goggle hugnist ekki. Þar eiga þeir við hvíta íhaldssama karlmenn, samkvæmt frétt The Verge.Samkvæmt frétt Tech Crunch segir einnig í stefnu þeirra Damore og Gudeman að þeim og öðrum hafi verið refsað fyrir „óhefðbundnar stjórnmálaskoðanir“ þeirra og þá „synd þeirra að hafa fæðst hvítir og karlar“. Þá segir í stefnunni að Google hafi notast við „ólöglegan kynjakvóta“ sem hafi komið niður á hvítum körlum. Lögmenn Damore og Gudeman leita annarra sem telja Google hafa mismunað gegn sér. Stefnu þeirra, sem inniheldur mikið af tölvupóstum, má sjá hér.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira