Ærið verkefnið stendur fram fyrir knattspyrnugoðsögninni Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 12:45 George Weah, verðandi forseti Líberíu. Vísir/AFP Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, George Weah, verður næsti forseti Afríkuríkisins Líberíu. Weah mun taka við völdum af Ellen Johnson Sirleaf, fyrstu konunni sem var kjörin forseti í Afríku. Líklegast verður um fyrstu friðsömu valdaskipti Líberíu í áratugi, eða frá árinu 1944. Weah bar sigur úr býtum í kosningu gegn varaforsetanum Joseph Boakai og fékk hann 61,5 prósent atkvæða. Þetta er í þriðja sinn sem Weah býður sig fram til forseta og eftirlitsstofnanir hafa hyllt framkvæmd kosninganna. Eftir að fregnirnar um sigur Weah bárust í gærkvöldi sagðist hann átta sig á ábyrgðinni og því stóra verkefni sem hann væri að taka að sér.My fellow Liberians, I deeply feel the emotion of all the nation. I measure the importance and the responsibility of the immense task which I embrace today. Change is on. — George Weah (@GeorgeWeahOff) December 28, 2017 Ljóst er að verkefni Weah er ærið en hann mun taka við embætti í janúar. Sirleaf, núverandi forseti Líberíu, hefur verið lofuð fyrir að halda ríkinu saman eftir að Charles Taylor var velt úr sessi árið 2005. Taylor er nú í fangelsi í Bretlandi fyrir stríðsglæpi í borgarastyrjöld í Sierra Leone. Þó Sirleaf hafi haldið Líberíu saman í gegnum erfiða tíma og tryggt stöðugleika hafa ásakanir um spillingu fylgt henni og sömuleiðis hefur hún ekki getað betrumbætt efnahag ríkisins. Talið er að um 250 þúsund manns hafi fallið í áðurnefndum styrjöldum á árunum 1989 til 2003. Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag, samkvæmt frétt Guardian. Hundruð þúsundir barna eru ekki í skóla. Ebólufaraldur kom verulega niður á ríkinu fyrir þremur árum.Weah ólst upp í fátækrahverfi nærri Monrovíu, höfuðborg Líberíu, og tengja margir íbúar landsins við uppruna hans. Weah reif sig upp úr fátækt og spilaði fótbolta fyrir nokkur af stærstu liðum Evrópu, meðal annars Monaco, PSG og AC Milan. Hann er eini Afríkumaðurinn til að vera valinn bæði besti fótboltamaður heimsins og Evrópu. Hann hætti í boltanum árið 2002 og fór aftur heim til Líberíu þar sem hann hefur setið á þingi undanfarin ár.Ekki óumdeildur Kjör hans er þó ekki óumdeilt þar sem varaforsetaefni hans er Jewel Howard-Taylor. Fyrrverandi eiginkona fyrrverandi forsetans sem nú situr í fangelsi. Hún hefur boðað stefnumál fyrrverandi eiginmanns síns og tengsl hennar við hann hafa valdið áhyggjum. Gagnrýnendur segja mögulegt að Taylor gæti haft áhrif á stöðu mála í Líberíu úr fangelsi, í gegnum fyrrverandi eiginkonu sína.Í samtali við Deutsche Welle sagði Weah að Howard-Taylor væri hæf kona og elskuð af íbúum Líberu. Þar að auki trúði hann á jafnrétti og sagðist telja það gott að hafa konu sem varaforseta.Hann sagði einnig að markmið hans yrði að bæti innviði Líberíu og skapa störf fyrir þjóðina. „Líbería er eitt af elstu ríkjum Afríku en við eigum ekki einu sinni vegi. Ég mun tryggja að við öðlumst vegakerfi.“ Líbería Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, George Weah, verður næsti forseti Afríkuríkisins Líberíu. Weah mun taka við völdum af Ellen Johnson Sirleaf, fyrstu konunni sem var kjörin forseti í Afríku. Líklegast verður um fyrstu friðsömu valdaskipti Líberíu í áratugi, eða frá árinu 1944. Weah bar sigur úr býtum í kosningu gegn varaforsetanum Joseph Boakai og fékk hann 61,5 prósent atkvæða. Þetta er í þriðja sinn sem Weah býður sig fram til forseta og eftirlitsstofnanir hafa hyllt framkvæmd kosninganna. Eftir að fregnirnar um sigur Weah bárust í gærkvöldi sagðist hann átta sig á ábyrgðinni og því stóra verkefni sem hann væri að taka að sér.My fellow Liberians, I deeply feel the emotion of all the nation. I measure the importance and the responsibility of the immense task which I embrace today. Change is on. — George Weah (@GeorgeWeahOff) December 28, 2017 Ljóst er að verkefni Weah er ærið en hann mun taka við embætti í janúar. Sirleaf, núverandi forseti Líberíu, hefur verið lofuð fyrir að halda ríkinu saman eftir að Charles Taylor var velt úr sessi árið 2005. Taylor er nú í fangelsi í Bretlandi fyrir stríðsglæpi í borgarastyrjöld í Sierra Leone. Þó Sirleaf hafi haldið Líberíu saman í gegnum erfiða tíma og tryggt stöðugleika hafa ásakanir um spillingu fylgt henni og sömuleiðis hefur hún ekki getað betrumbætt efnahag ríkisins. Talið er að um 250 þúsund manns hafi fallið í áðurnefndum styrjöldum á árunum 1989 til 2003. Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag, samkvæmt frétt Guardian. Hundruð þúsundir barna eru ekki í skóla. Ebólufaraldur kom verulega niður á ríkinu fyrir þremur árum.Weah ólst upp í fátækrahverfi nærri Monrovíu, höfuðborg Líberíu, og tengja margir íbúar landsins við uppruna hans. Weah reif sig upp úr fátækt og spilaði fótbolta fyrir nokkur af stærstu liðum Evrópu, meðal annars Monaco, PSG og AC Milan. Hann er eini Afríkumaðurinn til að vera valinn bæði besti fótboltamaður heimsins og Evrópu. Hann hætti í boltanum árið 2002 og fór aftur heim til Líberíu þar sem hann hefur setið á þingi undanfarin ár.Ekki óumdeildur Kjör hans er þó ekki óumdeilt þar sem varaforsetaefni hans er Jewel Howard-Taylor. Fyrrverandi eiginkona fyrrverandi forsetans sem nú situr í fangelsi. Hún hefur boðað stefnumál fyrrverandi eiginmanns síns og tengsl hennar við hann hafa valdið áhyggjum. Gagnrýnendur segja mögulegt að Taylor gæti haft áhrif á stöðu mála í Líberíu úr fangelsi, í gegnum fyrrverandi eiginkonu sína.Í samtali við Deutsche Welle sagði Weah að Howard-Taylor væri hæf kona og elskuð af íbúum Líberu. Þar að auki trúði hann á jafnrétti og sagðist telja það gott að hafa konu sem varaforseta.Hann sagði einnig að markmið hans yrði að bæti innviði Líberíu og skapa störf fyrir þjóðina. „Líbería er eitt af elstu ríkjum Afríku en við eigum ekki einu sinni vegi. Ég mun tryggja að við öðlumst vegakerfi.“
Líbería Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira