Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2017 21:00 Bombardier-þotan í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016 á leið vestur um haf eftir flugprófanir í Evrópu. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri þrjúhundruð prósenta verndartoll á nýjustu Bombardier-þotu Kanadamanna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íslendingar kannast við Bombardier-nafnið í gegnum innanlandsflugið. En kanadíski flugvélaframleiðandinn heldur sig ekki bara við litlar flugvélar. Á Reykjavíkurflugvelli í fyrra sást nýjasta stolt Kanadamanna, Bombardier CS 300-þotan, þá nýkomin úr flugprófunum, en hún þykir henta einkar vel fyrir litla miðborgarflugvelli, þarf stuttar brautir og er sögð hljóðlátasta farþegaþota heims. Þotan virðist ætla að slá í gegn því flugfélög víðs vegar um heim hafa þegar pantað 360 eintök, félög eins og Lufthansa og Swissair, og næststærsta flugfélag Bandaríkjanna, Delta Air Lines, pantaði 75 eintök.Swissair er meðal þeirra flugfélaga sem keypt hafa Bombardier-þotuna.En þar með var bandaríska flugvélarisanum Boeing nóg boðið. Boeing kvartaði til Bandaríkjastjórnar og sagði Bombardier-þotuna njóta óeðlilegra ríkisstyrkja bæði frá stjórnum Kanada og Bretlands, en auk starfa í Montreal skapar framleiðsla þotunnar um eittþúsund störf í verksmiðju Bombardier í Belfast á Norður-Írlandi. Trump forseti var minntur á kosningaloforð sín um að vernda innlendan iðnað og nú hefur viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnt að refsitollur upp á 292 prósent verði settur á Bombardier-þotuna. Tollurinn tekur gildi við staðfestingu Alþjóðaviðskiptastofnunar Bandaríkjanna, sem búist er við á næstu vikum. Kanadastjórn hefur þegar brugðist við með því að afturkalla pöntun í átján herþotur frá Boeing. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur einnig hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði, og lýst því yfir að pantanir breska hersins hjá Boeing geti sömuleiðis verið í uppnámi. Fréttaskýrandi The Economist segir ásakanir Boeing lykta af hræsni, þar sem fyrirtækið njóti sjálft milljarða dollara ríkisstuðnings í gegnum rausnarlega samninga við bandaríska herinn, og spáir því að málið eigi eftir að skaða Boeing enn frekar. Vitnað er til forsvarsmanna flugfélaga sem segjast fremur velja Airbus ef Boeing hætti ekki að níðast á Bombardier. Boeing hafi í þessu máli hegðað sér eins og grenjandi smákrakki. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00 Yfirlýsingar Bandaríkjanna áfall fyrir Bombardier Forsætisráðherra Bretlands segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans. 27. september 2017 07:51 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri þrjúhundruð prósenta verndartoll á nýjustu Bombardier-þotu Kanadamanna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Íslendingar kannast við Bombardier-nafnið í gegnum innanlandsflugið. En kanadíski flugvélaframleiðandinn heldur sig ekki bara við litlar flugvélar. Á Reykjavíkurflugvelli í fyrra sást nýjasta stolt Kanadamanna, Bombardier CS 300-þotan, þá nýkomin úr flugprófunum, en hún þykir henta einkar vel fyrir litla miðborgarflugvelli, þarf stuttar brautir og er sögð hljóðlátasta farþegaþota heims. Þotan virðist ætla að slá í gegn því flugfélög víðs vegar um heim hafa þegar pantað 360 eintök, félög eins og Lufthansa og Swissair, og næststærsta flugfélag Bandaríkjanna, Delta Air Lines, pantaði 75 eintök.Swissair er meðal þeirra flugfélaga sem keypt hafa Bombardier-þotuna.En þar með var bandaríska flugvélarisanum Boeing nóg boðið. Boeing kvartaði til Bandaríkjastjórnar og sagði Bombardier-þotuna njóta óeðlilegra ríkisstyrkja bæði frá stjórnum Kanada og Bretlands, en auk starfa í Montreal skapar framleiðsla þotunnar um eittþúsund störf í verksmiðju Bombardier í Belfast á Norður-Írlandi. Trump forseti var minntur á kosningaloforð sín um að vernda innlendan iðnað og nú hefur viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnt að refsitollur upp á 292 prósent verði settur á Bombardier-þotuna. Tollurinn tekur gildi við staðfestingu Alþjóðaviðskiptastofnunar Bandaríkjanna, sem búist er við á næstu vikum. Kanadastjórn hefur þegar brugðist við með því að afturkalla pöntun í átján herþotur frá Boeing. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur einnig hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði, og lýst því yfir að pantanir breska hersins hjá Boeing geti sömuleiðis verið í uppnámi. Fréttaskýrandi The Economist segir ásakanir Boeing lykta af hræsni, þar sem fyrirtækið njóti sjálft milljarða dollara ríkisstuðnings í gegnum rausnarlega samninga við bandaríska herinn, og spáir því að málið eigi eftir að skaða Boeing enn frekar. Vitnað er til forsvarsmanna flugfélaga sem segjast fremur velja Airbus ef Boeing hætti ekki að níðast á Bombardier. Boeing hafi í þessu máli hegðað sér eins og grenjandi smákrakki. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00 Yfirlýsingar Bandaríkjanna áfall fyrir Bombardier Forsætisráðherra Bretlands segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans. 27. september 2017 07:51 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00
Yfirlýsingar Bandaríkjanna áfall fyrir Bombardier Forsætisráðherra Bretlands segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans. 27. september 2017 07:51