Það er ljóst að landsbyggðin hefur orðið undir Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 16. desember 2017 13:50 Það er ljóst að landsbyggðin hefur orðið undir. Það hefur komið á daginn það sem óttast var. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að aukin framlög til heilbrigðiskerfisins ná ekki til landsins alls. Það eru að minnsta kosti tvær stofnanir á Norðausturhluta landsins sem virðast ekki vera á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Það er nefnilega þannig að þó svo að heilbrigðisráðherra segi áherslu vera lagða á að efla heilbrigðisþjónustu um allt land er staðreyndin samt sem áður sú að bæði Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Norðurlands geta ekki haldið sér á floti og Heilbrigðisstofnun Norðurlands er beinlínis ætlað að hagræða í rekstri sínum. Þetta þýðir að fjórða stærsta heilbrigðisstofnun landsins nær alls ekki að þjónusta með fullnægjandi hætti þeim 35 þúsund íbúum sem henni er ætlað, því tek ég undir orð forstjóra heilbrigðisstofnunar Norðurlands, að þetta hljóti að vera mistök – og þó. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að hækka greiðsluþátttökuþakið, nefnir til sögunnar ferðakostnað þeirra sem þurfa að nýta sér heilbrigðiskerfið. Í þessum orðum kemur það skýrt fram að ekki standi til að rétta hlut þessara heilbrigðisstofnana þar sem ætlast er til að sjúklingar sæki sér nauðsynlega þjónustu annarsstaðar en í heimabyggð, það er kannski þannig sem ráðherra skilgreinir hugtakið byggðamál, hugsanlega gerir ráðherra sér ekki grein fyrir hvað felst í því að færa þjónustu nær fólki, það er jú misjafnt hvaða sjónarhorn fólk velur sér. Heilbrigðismál er það mál sem landsmenn vilja í forgang og nú nýverið benti landlæknir á þá staðreynd að heilbrigðiskerfið lifði sínu sjálfstæða lífi og það kristallast í áformum ríkisstjórnarinnar, lítill vilji virðist vera til þess að breyta því þannig að það virki sem best fyrir alla. Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er bjöguð, það er skýlaus krafa að heilbrigðisstofnanir á Norðausturlandi fái stóraukningu á þessum fjárlögum í meðförum Alþingis. Ég tel það eðlilegt þegar um er að ræða fjárframlög til heilbrigðiskerfisins þá nái aukningin til landsins alls. Eða hef ég misskilið hlutina all verulega? Hefur kerfið nú þegar tekið völdin í stefnumótun stjórnvalda?Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að landsbyggðin hefur orðið undir. Það hefur komið á daginn það sem óttast var. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að aukin framlög til heilbrigðiskerfisins ná ekki til landsins alls. Það eru að minnsta kosti tvær stofnanir á Norðausturhluta landsins sem virðast ekki vera á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Það er nefnilega þannig að þó svo að heilbrigðisráðherra segi áherslu vera lagða á að efla heilbrigðisþjónustu um allt land er staðreyndin samt sem áður sú að bæði Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Norðurlands geta ekki haldið sér á floti og Heilbrigðisstofnun Norðurlands er beinlínis ætlað að hagræða í rekstri sínum. Þetta þýðir að fjórða stærsta heilbrigðisstofnun landsins nær alls ekki að þjónusta með fullnægjandi hætti þeim 35 þúsund íbúum sem henni er ætlað, því tek ég undir orð forstjóra heilbrigðisstofnunar Norðurlands, að þetta hljóti að vera mistök – og þó. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að hækka greiðsluþátttökuþakið, nefnir til sögunnar ferðakostnað þeirra sem þurfa að nýta sér heilbrigðiskerfið. Í þessum orðum kemur það skýrt fram að ekki standi til að rétta hlut þessara heilbrigðisstofnana þar sem ætlast er til að sjúklingar sæki sér nauðsynlega þjónustu annarsstaðar en í heimabyggð, það er kannski þannig sem ráðherra skilgreinir hugtakið byggðamál, hugsanlega gerir ráðherra sér ekki grein fyrir hvað felst í því að færa þjónustu nær fólki, það er jú misjafnt hvaða sjónarhorn fólk velur sér. Heilbrigðismál er það mál sem landsmenn vilja í forgang og nú nýverið benti landlæknir á þá staðreynd að heilbrigðiskerfið lifði sínu sjálfstæða lífi og það kristallast í áformum ríkisstjórnarinnar, lítill vilji virðist vera til þess að breyta því þannig að það virki sem best fyrir alla. Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er bjöguð, það er skýlaus krafa að heilbrigðisstofnanir á Norðausturlandi fái stóraukningu á þessum fjárlögum í meðförum Alþingis. Ég tel það eðlilegt þegar um er að ræða fjárframlög til heilbrigðiskerfisins þá nái aukningin til landsins alls. Eða hef ég misskilið hlutina all verulega? Hefur kerfið nú þegar tekið völdin í stefnumótun stjórnvalda?Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun