Google ræður fólk til að fara yfir efni á Youtube Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2017 14:21 Youtube ætlar að leggja meiri áherslu á dómgreind manna en gervigreindar til að sía út óviðeigandi efni. Vísir/AFP Eftirlit með efni myndbanda á Youtube verður hert verulega á næstunni. Google ætlar að ráða fleiri en tíu þúsund manns til að leita að óviðeigandi myndböndum og athugasemdum á myndbandasíðunni vinsælu. Þá verða reglur um auglýsingar hertar. Susan Wojcicki, forstjóri Youtube, segir að þúsundir nýrra starfsmanna eigi að taka á efni sem brýtur gegn skilmálum Youtube á næsta ári. Nokkur rotin epli væru að nýta sér opið samfélag síðunnar til þess að blekkja, áreita og jafnvel skaða fólk, að því er segir í frétt CNN. Youtube hefur legið undir gagnrýni undanfarið vegna óviðeigandi efnis á síðunni. Nokkur stór fyrirtæki hafa þannig hætt að auglýsa á Youtube eftir að auglýsingar þeirra birtust með myndböndum sem sýndu hatursorðræðu eða jafnvel óviðeigandi efni af börnum. Að sögn Wojcicki verður nú meira um handstýringu á því hvar auglýsingar birtast auk þess sem strangari reglur verða um með hvaða myndböndum auglýsingar geta birst og meira eftirlit verður haft með auglýsingunum. Fram að þessu hefur Youtube að miklu leyti reitt sig á gervigreind og tilkynningar notenda til að sigta út óviðeigandi efni. Hér á landi voru nafnlausar áróðursauglýsingar sem birtust á Youtube gagnrýndar fyrir þingkosningarnar í október. Google Tengdar fréttir Auglýsendur flýja Youtube vegna myndbanda af fáklæddum börnum Stórfyrirtæki eins og Mars og Lidl eru á meðal þeirra sem eru hætt að auglýsa á Youtube. 24. nóvember 2017 18:55 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eftirlit með efni myndbanda á Youtube verður hert verulega á næstunni. Google ætlar að ráða fleiri en tíu þúsund manns til að leita að óviðeigandi myndböndum og athugasemdum á myndbandasíðunni vinsælu. Þá verða reglur um auglýsingar hertar. Susan Wojcicki, forstjóri Youtube, segir að þúsundir nýrra starfsmanna eigi að taka á efni sem brýtur gegn skilmálum Youtube á næsta ári. Nokkur rotin epli væru að nýta sér opið samfélag síðunnar til þess að blekkja, áreita og jafnvel skaða fólk, að því er segir í frétt CNN. Youtube hefur legið undir gagnrýni undanfarið vegna óviðeigandi efnis á síðunni. Nokkur stór fyrirtæki hafa þannig hætt að auglýsa á Youtube eftir að auglýsingar þeirra birtust með myndböndum sem sýndu hatursorðræðu eða jafnvel óviðeigandi efni af börnum. Að sögn Wojcicki verður nú meira um handstýringu á því hvar auglýsingar birtast auk þess sem strangari reglur verða um með hvaða myndböndum auglýsingar geta birst og meira eftirlit verður haft með auglýsingunum. Fram að þessu hefur Youtube að miklu leyti reitt sig á gervigreind og tilkynningar notenda til að sigta út óviðeigandi efni. Hér á landi voru nafnlausar áróðursauglýsingar sem birtust á Youtube gagnrýndar fyrir þingkosningarnar í október.
Google Tengdar fréttir Auglýsendur flýja Youtube vegna myndbanda af fáklæddum börnum Stórfyrirtæki eins og Mars og Lidl eru á meðal þeirra sem eru hætt að auglýsa á Youtube. 24. nóvember 2017 18:55 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Auglýsendur flýja Youtube vegna myndbanda af fáklæddum börnum Stórfyrirtæki eins og Mars og Lidl eru á meðal þeirra sem eru hætt að auglýsa á Youtube. 24. nóvember 2017 18:55