Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 09:42 Flynn á landsfundi repúblikana í fyrra þar sem hann leiddi viðstadda í að hrópa slagorð um að fangelsa Hillary Clinton. Nú er það hins vegar Flynn sem gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist. Vísir/AFP Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, sagði fyrrverandi viðskiptafélaga sínum að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ um leið og Trump tæki við völdum. Þetta fullyrðir vitni sem hefur rætt við þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Vitnið segir að Flynn hafi sent viðskiptafélaganum textaskilaboð á sama tíma og Trump var svarinn í embætti við hátíðlega athöfn í janúar. Áform um að reisa kjarnorkuver í Mið-Austurlöndum í samstarfi við rússneska aðila gætu því haldið áfram. Refsiaðgerðirnar höfðu verið Þrándur í Götu áformanna. Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafði beitt Rússa refsiaðgerðum, fyrst fyrir innlimun þeirra á Krímskaga og síðan vegna afskipta þeirra af kosningunum. Washington Post segir að framburður vitnisins bendi til þess að ríkisstjórn Trump hafi ætlað að aflétta refsiaðgerðunum. Bandaríkjaþing samþykkti hins vegar frekari refsiaðgerðir í ágúst.„Þetta á eftir að búa til mikið af ríku fólki“Vitnið segir að Alex Copson, fyrrverandi viðskiptafélagi Flynn, hafi sýnt sér skilaboðin frá Flynn sem var þá uppi á sviðinu þar sem Trump var að halda jómfrúarræðu sína sem forseti. „Mike er að undirbúa allt fyrir okkur. Þetta á eftir að búa til mikið af mjög ríku fólki,“ segir vitnið að Copson hafi sagt við sig. Vitninu hafi þótt samtalið afar óþægilegt og skrifaði því hjá sér punkta um samtalið. Flynn starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki Copson. Hann tók meðal annars þátt í áætlununum um kjarnorkuverin í Mið-Austurlöndum, að hluta til á sama tíma og hann var háttsettur ráðgjafi Trump. Flynn greindi hins vegar ekki strax frá tengslum sínum við fyrirtæki Copson og rágjafastörfum fyrir erlenda aðila. Þjóðaröryggisráðgjafinn fyrrverandi játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra í síðustu viku. Þá kom fram að hann vinnur með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, sagði fyrrverandi viðskiptafélaga sínum að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ um leið og Trump tæki við völdum. Þetta fullyrðir vitni sem hefur rætt við þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Vitnið segir að Flynn hafi sent viðskiptafélaganum textaskilaboð á sama tíma og Trump var svarinn í embætti við hátíðlega athöfn í janúar. Áform um að reisa kjarnorkuver í Mið-Austurlöndum í samstarfi við rússneska aðila gætu því haldið áfram. Refsiaðgerðirnar höfðu verið Þrándur í Götu áformanna. Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafði beitt Rússa refsiaðgerðum, fyrst fyrir innlimun þeirra á Krímskaga og síðan vegna afskipta þeirra af kosningunum. Washington Post segir að framburður vitnisins bendi til þess að ríkisstjórn Trump hafi ætlað að aflétta refsiaðgerðunum. Bandaríkjaþing samþykkti hins vegar frekari refsiaðgerðir í ágúst.„Þetta á eftir að búa til mikið af ríku fólki“Vitnið segir að Alex Copson, fyrrverandi viðskiptafélagi Flynn, hafi sýnt sér skilaboðin frá Flynn sem var þá uppi á sviðinu þar sem Trump var að halda jómfrúarræðu sína sem forseti. „Mike er að undirbúa allt fyrir okkur. Þetta á eftir að búa til mikið af mjög ríku fólki,“ segir vitnið að Copson hafi sagt við sig. Vitninu hafi þótt samtalið afar óþægilegt og skrifaði því hjá sér punkta um samtalið. Flynn starfaði sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki Copson. Hann tók meðal annars þátt í áætlununum um kjarnorkuverin í Mið-Austurlöndum, að hluta til á sama tíma og hann var háttsettur ráðgjafi Trump. Flynn greindi hins vegar ekki strax frá tengslum sínum við fyrirtæki Copson og rágjafastörfum fyrir erlenda aðila. Þjóðaröryggisráðgjafinn fyrrverandi játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra í síðustu viku. Þá kom fram að hann vinnur með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30 Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51 Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Segir Flynn ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um ákæruna á hendur Michael Flynn á Twitter-síðu sinni í dag. 2. desember 2017 20:30
Segja Trump tísta sig í átt að ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti er sífellt líklegri til að vera ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar að mati sérfræðinga vestanhafs. 3. desember 2017 23:23
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Trump eftir nýjustu ákæruna: „Alls ekkert samráð“ Fjórir starfsmenn forsetaframboðs Donalds Trump hafa verið ákærðir. Trump fullyrðir að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa í kosningabaráttunni. 2. desember 2017 14:51
Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. 1. desember 2017 23:30