Guðlaugur: Dómarar settir í mjög erfiða stöðu Benedikt Grétarsson skrifar 30. nóvember 2017 22:18 Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson dæmdu leik Vals og Gróttu. vísir/anton Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, viðurkenndi að Grótta hefði verðskuldað 33-35 sigur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. Guðlaugi fannst það líka furðuleg ákvörðun að setja Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson sem dómara leiksins en þeir félagar fengu það óþvegið frá Kára Garðarssyni eftir tap Gróttu gegn Fjölni í 11. umferð. „Þetta er mjög vandmeðfarið. Sú staða sem þetta dómarapar er sett í með því að setja þá á þennan leik er bara ekki fagleg að mínu mati. Ég lét vita af því fyrir leikinn að mér fyndist það ekki fagmennska að setja þetta par á þennan leik. Dómararnir voru að gera sitt besta í dag og voru að reyna að standa sig eins og leikmenn.“ „Mér finnst bara þeir vera settir í ofboðslega erfiða stöðu að koma og dæma eftir þau ummæli sem Kári lét falla eftir síðasta leik. Þetta er bara eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Guðlaugur. Leikurinn var aldrei í höndum Valsmanna og þjálfarinn segir sína menn ekki hafa mætt tilbúna í verkefnið. „Við áttum einfaldlega ekki góðan dag en Grótta hittir á góðan dag hjá sér. Við ræddum vel fyrir þennan leik að Grótta er með gott lið, vel mannaðir og með góða breidd. Þeir eru bara stórhættulegir. Við erum með breiðan leikmannahóp og góðan æfingahóp. Það á bara að koma inn maður í manns stað í þessu, þó að við seúm að glíma við meiðsli. Við erum fyrst og fremst ósáttir hvernig við mætum inn í leikinn og bara við okkur sjálfa, að við séum ekki að berjast. Það er eitt að tapa leiknum fyrir Gróttu, sem var bara betra liðið í dag. Við erum bara ósáttir að við mætum ekki og fórnum okkur og skiljum allt eftir á gólfinu. Íþróttir ganga bara út á að leggja sig 100% fram. Maður á aldrei að labba út af vellinum og hugsa „Ég gat gert betur“. Það bara má ekki,“ sagði ósáttur Guðlaugur. Meiðslalisti Valsmanna lengdist enn frekar í kvöld en Magnús Óli Magnússon haltraði af velli í seinni hálfleik. Magnús sagði við blaðamann eftir leik að hann hefði snúið sig á ökkla en þjálfarinn hans var ekki viss hvað hefði gerst. „Ég hef ekki náð að kíkja á hann almennilega. Hann var tæpur í nára fyrir leikinn en við verðum bara að taka stöðuna betur seinna.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Kári Garðars fær sömu dómara aftur í kvöld og honum fannst ekki eiga heima í deildinni Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Fjölnis og Gróttu í síðustu umferð í Olís deild karla í handbolta. 30. nóvember 2017 16:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Grótta vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals að velli, 33-35, á útivelli. 30. nóvember 2017 21:45 Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. 26. nóvember 2017 19:36 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, viðurkenndi að Grótta hefði verðskuldað 33-35 sigur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. Guðlaugi fannst það líka furðuleg ákvörðun að setja Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson sem dómara leiksins en þeir félagar fengu það óþvegið frá Kára Garðarssyni eftir tap Gróttu gegn Fjölni í 11. umferð. „Þetta er mjög vandmeðfarið. Sú staða sem þetta dómarapar er sett í með því að setja þá á þennan leik er bara ekki fagleg að mínu mati. Ég lét vita af því fyrir leikinn að mér fyndist það ekki fagmennska að setja þetta par á þennan leik. Dómararnir voru að gera sitt besta í dag og voru að reyna að standa sig eins og leikmenn.“ „Mér finnst bara þeir vera settir í ofboðslega erfiða stöðu að koma og dæma eftir þau ummæli sem Kári lét falla eftir síðasta leik. Þetta er bara eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Guðlaugur. Leikurinn var aldrei í höndum Valsmanna og þjálfarinn segir sína menn ekki hafa mætt tilbúna í verkefnið. „Við áttum einfaldlega ekki góðan dag en Grótta hittir á góðan dag hjá sér. Við ræddum vel fyrir þennan leik að Grótta er með gott lið, vel mannaðir og með góða breidd. Þeir eru bara stórhættulegir. Við erum með breiðan leikmannahóp og góðan æfingahóp. Það á bara að koma inn maður í manns stað í þessu, þó að við seúm að glíma við meiðsli. Við erum fyrst og fremst ósáttir hvernig við mætum inn í leikinn og bara við okkur sjálfa, að við séum ekki að berjast. Það er eitt að tapa leiknum fyrir Gróttu, sem var bara betra liðið í dag. Við erum bara ósáttir að við mætum ekki og fórnum okkur og skiljum allt eftir á gólfinu. Íþróttir ganga bara út á að leggja sig 100% fram. Maður á aldrei að labba út af vellinum og hugsa „Ég gat gert betur“. Það bara má ekki,“ sagði ósáttur Guðlaugur. Meiðslalisti Valsmanna lengdist enn frekar í kvöld en Magnús Óli Magnússon haltraði af velli í seinni hálfleik. Magnús sagði við blaðamann eftir leik að hann hefði snúið sig á ökkla en þjálfarinn hans var ekki viss hvað hefði gerst. „Ég hef ekki náð að kíkja á hann almennilega. Hann var tæpur í nára fyrir leikinn en við verðum bara að taka stöðuna betur seinna.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Kári Garðars fær sömu dómara aftur í kvöld og honum fannst ekki eiga heima í deildinni Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Fjölnis og Gróttu í síðustu umferð í Olís deild karla í handbolta. 30. nóvember 2017 16:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Grótta vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals að velli, 33-35, á útivelli. 30. nóvember 2017 21:45 Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. 26. nóvember 2017 19:36 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
Kári Garðars fær sömu dómara aftur í kvöld og honum fannst ekki eiga heima í deildinni Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Fjölnis og Gróttu í síðustu umferð í Olís deild karla í handbolta. 30. nóvember 2017 16:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Grótta vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals að velli, 33-35, á útivelli. 30. nóvember 2017 21:45
Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. 26. nóvember 2017 19:36