Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 12:17 Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Hann segir að ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey séu óverðskuldaðar og að það sé „fáránlegt“ að Spacey hafi verið klipptur út úr óútkominni kvikmynd. „Allir sem hafa nokkurn tímann sagt „ég fíla þig“ eru allt í einu kærðir fyrir kynferðislega áreitni,“ sagði Morrissey í viðtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Morrissey, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni The Smiths, hóf viðtalið á því að segja að honum fyndist nauðganir ógeðslegar og að allar líkamlegar árásir væru viðbjóður. „Ég hata nauðgun, en í mörgum tilfellum lítur maður á aðstæðum og hugsar að sá sem er talinn vera þolandi hafi bara orðið fyrir vonbrigðum,“ sagði Morrissey. Alltaf meðvitaður um aðstæður Hann tók sem dæmi ásakanir leikarans Anthony Rapp, sem segir að Kevin Spacey hafi áreitt hann í partýi þegar Rapp var 14 ára gamall. Rapp sagði í samtali við Buzzfeed Rapp sagði að Spacey, sem þá var 26 ára gamall, hefði lagst ofan á hann í partýi í íbúð Spacey árið 1986 og að hann hafi reynt að draga hann á tálar. Morrissey segir að saga Rapp sé ekki trúverðugleg. „Ég veit ekki með þig, en ég var aldrei í svona aðstæðum í minni æsku,“ segir hann. „Aldrei. Ég var alltaf meðvitaður um hvað gæti gerst. Þegar þú ert inni í svefnherbergi einhvers þá hlýtur þú að vera meðvitaður um hvað gæti gerst.“ Efast um frásagnir fimmtíu kvenna Morrissey sagðist einnig efast um sögur þeirra tuga kvenna sem hafa sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. „Fólk veit nákvæmlega hvað er í gangi,“ sagði Morrissey aðspurður um að Weinstein hafi boðið leikkonum upp á hótelherbergi. „Þær spila með“ „Eftir á líður þeim vandræðalega eða skammast sín. Þá snúa þær þessu við og segja „Ég varð fyrir árás, ég var hissa. En ef allt fór vel og ef þetta hefði bætt feril þeirra hefðu þær aldrei sagt neitt,“ segir Morrissey. Minnst 50 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi, nauðgun og misnotkun. Atvikin áttu sér stað á fjörutíu ára tímabili. Morrissey bætti við að margir frægir tónlistarmenn hefðu sofið hjá aðdáendum sem væru undir samræðisaldri. „Í gegnum sögu tónlistar og rokksins hafa verið tónlistarmenn sem sváfu með grúppíum,“ sagði hann en tók fram að hann væri ekki einn af þeim. „Ef þú lítur yfir söguna þá eru nær allir sekir um að sofa hjá fólki undir lögaldri. Af hverju ætti ekki að henda öllum í fangelsi strax?“ MeToo Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Hann segir að ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey séu óverðskuldaðar og að það sé „fáránlegt“ að Spacey hafi verið klipptur út úr óútkominni kvikmynd. „Allir sem hafa nokkurn tímann sagt „ég fíla þig“ eru allt í einu kærðir fyrir kynferðislega áreitni,“ sagði Morrissey í viðtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Morrissey, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni The Smiths, hóf viðtalið á því að segja að honum fyndist nauðganir ógeðslegar og að allar líkamlegar árásir væru viðbjóður. „Ég hata nauðgun, en í mörgum tilfellum lítur maður á aðstæðum og hugsar að sá sem er talinn vera þolandi hafi bara orðið fyrir vonbrigðum,“ sagði Morrissey. Alltaf meðvitaður um aðstæður Hann tók sem dæmi ásakanir leikarans Anthony Rapp, sem segir að Kevin Spacey hafi áreitt hann í partýi þegar Rapp var 14 ára gamall. Rapp sagði í samtali við Buzzfeed Rapp sagði að Spacey, sem þá var 26 ára gamall, hefði lagst ofan á hann í partýi í íbúð Spacey árið 1986 og að hann hafi reynt að draga hann á tálar. Morrissey segir að saga Rapp sé ekki trúverðugleg. „Ég veit ekki með þig, en ég var aldrei í svona aðstæðum í minni æsku,“ segir hann. „Aldrei. Ég var alltaf meðvitaður um hvað gæti gerst. Þegar þú ert inni í svefnherbergi einhvers þá hlýtur þú að vera meðvitaður um hvað gæti gerst.“ Efast um frásagnir fimmtíu kvenna Morrissey sagðist einnig efast um sögur þeirra tuga kvenna sem hafa sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. „Fólk veit nákvæmlega hvað er í gangi,“ sagði Morrissey aðspurður um að Weinstein hafi boðið leikkonum upp á hótelherbergi. „Þær spila með“ „Eftir á líður þeim vandræðalega eða skammast sín. Þá snúa þær þessu við og segja „Ég varð fyrir árás, ég var hissa. En ef allt fór vel og ef þetta hefði bætt feril þeirra hefðu þær aldrei sagt neitt,“ segir Morrissey. Minnst 50 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi, nauðgun og misnotkun. Atvikin áttu sér stað á fjörutíu ára tímabili. Morrissey bætti við að margir frægir tónlistarmenn hefðu sofið hjá aðdáendum sem væru undir samræðisaldri. „Í gegnum sögu tónlistar og rokksins hafa verið tónlistarmenn sem sváfu með grúppíum,“ sagði hann en tók fram að hann væri ekki einn af þeim. „Ef þú lítur yfir söguna þá eru nær allir sekir um að sofa hjá fólki undir lögaldri. Af hverju ætti ekki að henda öllum í fangelsi strax?“
MeToo Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10
Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00