H&M brennir meira af nýjum fatnaði en áður hefur komið fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2017 14:00 H&M er ein stærsta fataverslunarkeðja heims. Vísir/Getty Sænski fatarisinn H&M brenndi allt að nítján tonnum af nýjum fatnaði í brennsluofnum í Våsteras í Svíþjóð á síðasta ári. Fyrirtækið hefur undanfarið fimm ár sent ný föt til brennslu í Våsteras í sérstaklega smíðuðum gámum. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning. Áður hefur komið fram að fyrirtækið brenndi að meðaltali tólf tonnum af nýjum fötum í Danmörku á ári hverju. H&M hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. Hefur fyrirtækið hvatt viðskiptavini sína til að safna saman gömlum fötum sínum til að þau geti öðlast nýtt líf, annað hvort þannig að einhver annar geti notað þau, eða þá að þau séu endurunnin. Þannig hefur fyrirtækið unnið til verðlauna fyrir auglýsingu þar sem segir að eina reglan þegar kemur að tísku sé að fötin eigi að endurvinna. Sjálft segir fyrirtækið að þau föt sem séu brennd hafi ýmist skemmst í flutningum, orðið fyrir rakaskemmdum eða innihaldi ákveðið efni í hættulegu magni. Fötin sem séu brennd séu föt sem ekki sé hægt að selja í verslunum. Fyrirtækið hefur heitið því að fyrir árið 2020 muni það hætta að nota hættuleg efni við framleiðslu á fatnaði og hlotið lof fyrir. Í þætti Uppdrag Granskning er rætt við Karolina Skog, umhverfisráðherra Svíþjóðar, vegna málsins. Setur hún spurningamerki við það að H&M framleiði föt sem innihaldi það mikið magn hættulegra efna að ekki sé hægt að selja þau. Í umfjöllun Upprag Granskning kemur fram að það magn fatnaðar sem er brennt á vegum H&M í Svíþjóð samsvari 50 þúsund gallabuxum. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar Svíþjóðar segir að það sé algjörlega óásættanlegt að H&M brenni nýjum fatnaði. Fyrirtæki á borð við H&M verði að gera sitt til að tryggja að mistök séu ekki gerð við framleiðslu á fötum sem verði til þess að farga þurfi hluta af þeim. „Það að fötin séu brennd er algjörlega viðurstyggilegt,“ sagði Anders Törngren, sérfræðingur Umhverfisstofnunar Svíþjóðar. Fjallað er um málið á vef SVT en umfjöllun Uppdrag Granskning um H&M er á dagskrá SVT í kvöld. Tengdar fréttir H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Þetta kemur fram í fréttaskýringaþætti danska TV2. Fatarisinn hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. 15. október 2017 07:48 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sænski fatarisinn H&M brenndi allt að nítján tonnum af nýjum fatnaði í brennsluofnum í Våsteras í Svíþjóð á síðasta ári. Fyrirtækið hefur undanfarið fimm ár sent ný föt til brennslu í Våsteras í sérstaklega smíðuðum gámum. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning. Áður hefur komið fram að fyrirtækið brenndi að meðaltali tólf tonnum af nýjum fötum í Danmörku á ári hverju. H&M hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. Hefur fyrirtækið hvatt viðskiptavini sína til að safna saman gömlum fötum sínum til að þau geti öðlast nýtt líf, annað hvort þannig að einhver annar geti notað þau, eða þá að þau séu endurunnin. Þannig hefur fyrirtækið unnið til verðlauna fyrir auglýsingu þar sem segir að eina reglan þegar kemur að tísku sé að fötin eigi að endurvinna. Sjálft segir fyrirtækið að þau föt sem séu brennd hafi ýmist skemmst í flutningum, orðið fyrir rakaskemmdum eða innihaldi ákveðið efni í hættulegu magni. Fötin sem séu brennd séu föt sem ekki sé hægt að selja í verslunum. Fyrirtækið hefur heitið því að fyrir árið 2020 muni það hætta að nota hættuleg efni við framleiðslu á fatnaði og hlotið lof fyrir. Í þætti Uppdrag Granskning er rætt við Karolina Skog, umhverfisráðherra Svíþjóðar, vegna málsins. Setur hún spurningamerki við það að H&M framleiði föt sem innihaldi það mikið magn hættulegra efna að ekki sé hægt að selja þau. Í umfjöllun Upprag Granskning kemur fram að það magn fatnaðar sem er brennt á vegum H&M í Svíþjóð samsvari 50 þúsund gallabuxum. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar Svíþjóðar segir að það sé algjörlega óásættanlegt að H&M brenni nýjum fatnaði. Fyrirtæki á borð við H&M verði að gera sitt til að tryggja að mistök séu ekki gerð við framleiðslu á fötum sem verði til þess að farga þurfi hluta af þeim. „Það að fötin séu brennd er algjörlega viðurstyggilegt,“ sagði Anders Törngren, sérfræðingur Umhverfisstofnunar Svíþjóðar. Fjallað er um málið á vef SVT en umfjöllun Uppdrag Granskning um H&M er á dagskrá SVT í kvöld.
Tengdar fréttir H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Þetta kemur fram í fréttaskýringaþætti danska TV2. Fatarisinn hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. 15. október 2017 07:48 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
H&M fargar mörgum tonnum af nýjum fötum á ári hverju Þetta kemur fram í fréttaskýringaþætti danska TV2. Fatarisinn hefur um árabil markaðssett sig á þann hátt að endurnýta og endurvinna eigi öll föt. 15. október 2017 07:48